„Við förum bara heim og vöknum með ástvinum okkar og höldum áfram lífinu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 13. júlí 2020 21:41 Óskar á hliðarlínunni í kvöld. vísir/bára Það var kanski vitað mál að Óskar Hrafn þjálfari Blika myndi ekki vera brosandi þegar blaðamaður náði tali af honum og það varð raunin. „Það má segja það, við vorum ekki tilbúnir og vorum ólíkir sjálfum okkar í fyrri hálfleik og gerðum okkur mjög erfitt fyrir með því hvernig við byrjuðum leikinn,“ sagði Óskar þegar hann var spurður að því hvort að hans menn hafi ekki verið tilbúnir í leikinn. KR hafa verið þekktir fyrir að stýra leikjum sem þeir komast yfir í og var Óskar spurður að því hvort sú hafi verið raunin í kvöld að hans menn hafi ekki fundið lausnir á leik KR. „Jú jú, KR eru frábærir og mikið búið að tala um það að þeir megi ekki komast yfir og ég tek ekkert af KR-ingum en við virkuðum þreyttir, þungir og orkulausir. Við virkuðum líka pínu stressaðir og ég átta mig ekki alveg á því hvort leikjaálagið sé farið að hafa áhrif í þessum leik.“ „Ég var hæstánægður með seinni hálfleikinn hjá okkur og við hefðum alveg getað jafnað leikinn ef að því er að skipta. Fyrri hálfleikurinn samt með því daprasta sem við höfum sýnt.“ Óskar var þá spurður að því hvort KR hafi grætt á því fyrir þennan leik að hafa fengið hvíld í seinustu umferð. Þjálfari Blika var ekki alveg á því „Þú segir það en ég ætla ekkert að dæma um það. Sumir spila þrjá leiki á sjö dögum á meðan aðrir spila einn þannig að já já það hjálpar til. Það er búið að vera mikið álag á okkur en við getum ekki notað það sem afsökun. Það er bara eins og það er en hvort það er hluti af skýringunni á því að við vorum seinir úr startholunum. Eftir stendur að KR-ingar voru betri en við og unnu þennan leik.“ „Ég þarf náttúrlega bara að segja við þá að þetta var bara fótboltaleikur sem tapaðist. Það gerðist ekkert meira og við förum bara heim og vöknum með ástvinum okkar og höldum áfram lífinu. Ég hef svo sem engar áhyggjur af þessum drengjum, þeir eru mannlegir og menn eru ekki alltaf í sínu allra allra besta formi. Það er bara leiðinlegt að það hafi verið í dag í fyrri hálfleik en þú stjórnar því ekki“, sagði Óskar að lokum en hann var spurður að því hvað hann þurfi að segja við strákana sína. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Breiðablik 2-1 | Meistararnir sýndu klærnar KR er komið á topp Pepsi Max-deildar karla í kvöld eftir sigur á Breiðabliki í kvöld. 13. júlí 2020 21:05 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Það var kanski vitað mál að Óskar Hrafn þjálfari Blika myndi ekki vera brosandi þegar blaðamaður náði tali af honum og það varð raunin. „Það má segja það, við vorum ekki tilbúnir og vorum ólíkir sjálfum okkar í fyrri hálfleik og gerðum okkur mjög erfitt fyrir með því hvernig við byrjuðum leikinn,“ sagði Óskar þegar hann var spurður að því hvort að hans menn hafi ekki verið tilbúnir í leikinn. KR hafa verið þekktir fyrir að stýra leikjum sem þeir komast yfir í og var Óskar spurður að því hvort sú hafi verið raunin í kvöld að hans menn hafi ekki fundið lausnir á leik KR. „Jú jú, KR eru frábærir og mikið búið að tala um það að þeir megi ekki komast yfir og ég tek ekkert af KR-ingum en við virkuðum þreyttir, þungir og orkulausir. Við virkuðum líka pínu stressaðir og ég átta mig ekki alveg á því hvort leikjaálagið sé farið að hafa áhrif í þessum leik.“ „Ég var hæstánægður með seinni hálfleikinn hjá okkur og við hefðum alveg getað jafnað leikinn ef að því er að skipta. Fyrri hálfleikurinn samt með því daprasta sem við höfum sýnt.“ Óskar var þá spurður að því hvort KR hafi grætt á því fyrir þennan leik að hafa fengið hvíld í seinustu umferð. Þjálfari Blika var ekki alveg á því „Þú segir það en ég ætla ekkert að dæma um það. Sumir spila þrjá leiki á sjö dögum á meðan aðrir spila einn þannig að já já það hjálpar til. Það er búið að vera mikið álag á okkur en við getum ekki notað það sem afsökun. Það er bara eins og það er en hvort það er hluti af skýringunni á því að við vorum seinir úr startholunum. Eftir stendur að KR-ingar voru betri en við og unnu þennan leik.“ „Ég þarf náttúrlega bara að segja við þá að þetta var bara fótboltaleikur sem tapaðist. Það gerðist ekkert meira og við förum bara heim og vöknum með ástvinum okkar og höldum áfram lífinu. Ég hef svo sem engar áhyggjur af þessum drengjum, þeir eru mannlegir og menn eru ekki alltaf í sínu allra allra besta formi. Það er bara leiðinlegt að það hafi verið í dag í fyrri hálfleik en þú stjórnar því ekki“, sagði Óskar að lokum en hann var spurður að því hvað hann þurfi að segja við strákana sína.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Breiðablik 2-1 | Meistararnir sýndu klærnar KR er komið á topp Pepsi Max-deildar karla í kvöld eftir sigur á Breiðabliki í kvöld. 13. júlí 2020 21:05 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Leik lokið: KR - Breiðablik 2-1 | Meistararnir sýndu klærnar KR er komið á topp Pepsi Max-deildar karla í kvöld eftir sigur á Breiðabliki í kvöld. 13. júlí 2020 21:05