Óli Stef vildi stöðva bíl fatlaðrar konu sem þó komst hjá við illan leik Jakob Bjarnar skrifar 14. júlí 2020 08:59 Óli Stef ákvað að kjörið væri að stöðva bíl sem var að fara um Laugaveginn, enda smellpassaði það inn í viðburðinn Kakó og undrun, og konan varð undrandi, ekki vantaði það því hún taldi sig í fullum rétti að fara þar um. visir/vilhelm Ólafur Stefánsson fyrrverandi handboltakappi og landsliðsmaður vildi stöðva bíl konu sem vildi fara um Laugaveg á bíl sínum. Bíllinn er með merki til marks um að þar færi fatlaður einstaklingur en það fór fram hjá hinum ákafa gjörningalistamanni. Óheppileg hetjudáð Fyrir tæpri viku fjallaði Mbl.is um það sem ekki verður betur skilið en nokkur hetjudáð Ólafs Stefánssonar, handboltakappa, í það minnsta í hugum þeirra sem aðhyllast bíllausan lífsstíl og göngugötur. Óli „brá sér fyrir bifreið sem ók ólöglega niður Laugaveg síðdegis í dag og vakti þannig undrun og athygli vegfarenda.“ Sagt er af því að mbl.is hafi átt leið hjá þegar Óli Stef hélt viðburðinn Kakó og undrun, hluti af viðburðauppsprettum (e. pop up) Borgarinnar okkar, Vínstúkunnar Tíu sopa og Vonarstrætis. Myndir sýna Ólaf með kakóbolla og einhverja furðuhluti; „eflaust gerðum til að valda undrun gesta, er hann stendur í vegi fyrir bílnum sem virti að vettugi bann við akstri niður sumargötuna. Ólafur hafði þó ekki erindi sem erfiði og þurfti að sveigja frá er ökumaður bifreiðarinnar lét ekki segjast og hélt akstrinum áfram.“ Konan skelkuð og kvíðin En hér er ekki öll sagan sögð. „Þetta er sem sagt bíllinn hennar mömmu og þessu lendum við í þegar við keyrum heim,“ segir kona nokkur sem deilir téðri frétt mbl.is á Facebook og bendir á að kurteisi kosti ekki neitt. Ólafur Stefánsson, eða Óli Stef eins og hann er jafnan kallaður, er einhver skærasta handboltastjarna sem Ísland hefur eignast. En hann hefur að undanförnu getið sér gott orð sem gjörningalistamaður og hefur meðal annars fengist við að skemmta öldruðum með heimspekilegu og frumlegu sprelli.visir/vilhelm Konan segir svo frá: „Um daginn lamdi einhver maður í húddið og reif upp hurðina og bölvaði mömmu! Hún varð auðvitað mjög skelkuð.“ Þá segir að konan að kvíði hafi gripið um sig í brjósti móður hennar og að hún þori vart út úr húsi. „Svona uppákomur eru orðnar daglegt brauð. Tek fram að mamma er með hjólastólamerkið í bílnum sínum og leyfismiðann um að hún megi keyra heim til sín.“ Heilbrigðismál Reykjavík Umhverfismál Samgöngur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Ólafur Stefánsson fyrrverandi handboltakappi og landsliðsmaður vildi stöðva bíl konu sem vildi fara um Laugaveg á bíl sínum. Bíllinn er með merki til marks um að þar færi fatlaður einstaklingur en það fór fram hjá hinum ákafa gjörningalistamanni. Óheppileg hetjudáð Fyrir tæpri viku fjallaði Mbl.is um það sem ekki verður betur skilið en nokkur hetjudáð Ólafs Stefánssonar, handboltakappa, í það minnsta í hugum þeirra sem aðhyllast bíllausan lífsstíl og göngugötur. Óli „brá sér fyrir bifreið sem ók ólöglega niður Laugaveg síðdegis í dag og vakti þannig undrun og athygli vegfarenda.“ Sagt er af því að mbl.is hafi átt leið hjá þegar Óli Stef hélt viðburðinn Kakó og undrun, hluti af viðburðauppsprettum (e. pop up) Borgarinnar okkar, Vínstúkunnar Tíu sopa og Vonarstrætis. Myndir sýna Ólaf með kakóbolla og einhverja furðuhluti; „eflaust gerðum til að valda undrun gesta, er hann stendur í vegi fyrir bílnum sem virti að vettugi bann við akstri niður sumargötuna. Ólafur hafði þó ekki erindi sem erfiði og þurfti að sveigja frá er ökumaður bifreiðarinnar lét ekki segjast og hélt akstrinum áfram.“ Konan skelkuð og kvíðin En hér er ekki öll sagan sögð. „Þetta er sem sagt bíllinn hennar mömmu og þessu lendum við í þegar við keyrum heim,“ segir kona nokkur sem deilir téðri frétt mbl.is á Facebook og bendir á að kurteisi kosti ekki neitt. Ólafur Stefánsson, eða Óli Stef eins og hann er jafnan kallaður, er einhver skærasta handboltastjarna sem Ísland hefur eignast. En hann hefur að undanförnu getið sér gott orð sem gjörningalistamaður og hefur meðal annars fengist við að skemmta öldruðum með heimspekilegu og frumlegu sprelli.visir/vilhelm Konan segir svo frá: „Um daginn lamdi einhver maður í húddið og reif upp hurðina og bölvaði mömmu! Hún varð auðvitað mjög skelkuð.“ Þá segir að konan að kvíði hafi gripið um sig í brjósti móður hennar og að hún þori vart út úr húsi. „Svona uppákomur eru orðnar daglegt brauð. Tek fram að mamma er með hjólastólamerkið í bílnum sínum og leyfismiðann um að hún megi keyra heim til sín.“
Heilbrigðismál Reykjavík Umhverfismál Samgöngur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira