Veröld sem er Drífa Snædal skrifar 15. júlí 2020 10:25 Félagar í Flugfreyjufélagi Íslands felldu nýgerðan kjarasamning með afgerandi hætti á dögunum. Samningurinn var þess eðlis að komið var til móts við þrönga stöðu Icelandair og dylst fáum þær erfiðu viðræður sem stóðu yfir vikum og mánuðum saman eftir að flugfreyjur og -þjónar höfðu reyndar verið kjarasamningslausar og án launahækkana í tvö ár (ólíkt öðrum flugstéttum). Af hendi Icelandair einkenndist ferlið af vanvirðingu gagnvart flugfreyjum og -þjónum og sjónarmiðum þeirra, stundum var komið með miklu offorsi og reynt að gera starfsfólk ábyrgt fyrir framtíð félagsins og svo heyrðist ekkert vikum saman. Undirliggjandi voru óljósar hótanir um „að leita annarra leiða“ sem má túlka sem hótanir um að ráða gerviverktaka eða semja við önnur félög en flugfreyjur og -þjónar hjá Icelandair eiga aðild að. Sem sagt að brjóta á bak aftur reglur íslenska vinnumarkaðarins, samstöðu heillar stéttar og fara í undirboð. Það er ekki síst þessi vanvirðing gagnvart eigin starfsfólki og heilli stétt sem gerir það að verkum að flugfreyjur og -þjónar voru treg til að samþykkja samninginn. Nú tekur steininn úr þegar aðstoðarframkvæmdastjóri SA ritar grein á Vísi og velur kaldhæðnislega að leita í smiðju mannvinarins Stefan Zweig eftir titli á greininni „Veröld sem var“. Tilgangurinn virðist vera að gera flugfreyjum og -þjónum grein fyrir því að kjaraskerðing sé nauðsynleg öllum til heilla. Enn kveður við yfirlætislegur tónn þar sem „útskýrt“ er hvernig hlutirnir ganga fyrir sig raunverulega. Sem svar við þessu vil ég segja: Stjórnendur Icelandair og SA myndu gera betur með því að setjast að samningaborðinu aftur, sýna viðsemjendum virðingu og meðtaka skilaboð félaga í Flugfreyjufélaginu. Það þarf að gera betur! Ég hef fylgst með viðræðunum síðustu vikur og mánuði og get fullvissað viðsemjendur um að það stendur ekki á starfsfólki að leita lausna. Alþýðusamband Íslands stendur þétt við bakið á þeim og mun gera skýlausa kröfu um að stuðningur úr ríkissjóði eða aukið hlutafé úr lífeyrissjóðum sé háð því að farið sé að leikreglum á vinnumarkaði. Það er erfitt að bera saman laun flugstétta hér á landi við önnur lönd enda er launasamsetningin, álög og starfstengdar greiðslur mjög misjafnar eftir flugfélögum og löndum. Hér á landi er dýrt að lifa og laun almennt hærri. Að krefjast umtalsverðrar kjaraskerðingar einnar stéttar í ljósi ástandsins er ógn við allar stéttir hér á landi. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Tengdar fréttir Veröld sem var Icelandair rær nú lífróður. 14. júlí 2020 15:00 Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Félagar í Flugfreyjufélagi Íslands felldu nýgerðan kjarasamning með afgerandi hætti á dögunum. Samningurinn var þess eðlis að komið var til móts við þrönga stöðu Icelandair og dylst fáum þær erfiðu viðræður sem stóðu yfir vikum og mánuðum saman eftir að flugfreyjur og -þjónar höfðu reyndar verið kjarasamningslausar og án launahækkana í tvö ár (ólíkt öðrum flugstéttum). Af hendi Icelandair einkenndist ferlið af vanvirðingu gagnvart flugfreyjum og -þjónum og sjónarmiðum þeirra, stundum var komið með miklu offorsi og reynt að gera starfsfólk ábyrgt fyrir framtíð félagsins og svo heyrðist ekkert vikum saman. Undirliggjandi voru óljósar hótanir um „að leita annarra leiða“ sem má túlka sem hótanir um að ráða gerviverktaka eða semja við önnur félög en flugfreyjur og -þjónar hjá Icelandair eiga aðild að. Sem sagt að brjóta á bak aftur reglur íslenska vinnumarkaðarins, samstöðu heillar stéttar og fara í undirboð. Það er ekki síst þessi vanvirðing gagnvart eigin starfsfólki og heilli stétt sem gerir það að verkum að flugfreyjur og -þjónar voru treg til að samþykkja samninginn. Nú tekur steininn úr þegar aðstoðarframkvæmdastjóri SA ritar grein á Vísi og velur kaldhæðnislega að leita í smiðju mannvinarins Stefan Zweig eftir titli á greininni „Veröld sem var“. Tilgangurinn virðist vera að gera flugfreyjum og -þjónum grein fyrir því að kjaraskerðing sé nauðsynleg öllum til heilla. Enn kveður við yfirlætislegur tónn þar sem „útskýrt“ er hvernig hlutirnir ganga fyrir sig raunverulega. Sem svar við þessu vil ég segja: Stjórnendur Icelandair og SA myndu gera betur með því að setjast að samningaborðinu aftur, sýna viðsemjendum virðingu og meðtaka skilaboð félaga í Flugfreyjufélaginu. Það þarf að gera betur! Ég hef fylgst með viðræðunum síðustu vikur og mánuði og get fullvissað viðsemjendur um að það stendur ekki á starfsfólki að leita lausna. Alþýðusamband Íslands stendur þétt við bakið á þeim og mun gera skýlausa kröfu um að stuðningur úr ríkissjóði eða aukið hlutafé úr lífeyrissjóðum sé háð því að farið sé að leikreglum á vinnumarkaði. Það er erfitt að bera saman laun flugstétta hér á landi við önnur lönd enda er launasamsetningin, álög og starfstengdar greiðslur mjög misjafnar eftir flugfélögum og löndum. Hér á landi er dýrt að lifa og laun almennt hærri. Að krefjast umtalsverðrar kjaraskerðingar einnar stéttar í ljósi ástandsins er ógn við allar stéttir hér á landi. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar