Störfin heim! Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar 15. júlí 2020 14:31 Það er ákvörðun að halda byggð í landinu. Til þess að svo megi vera þarf að huga að samgöngum, menntun, menningu og síðast en ekki síst að fjölbreytt tækifæri á atvinnumarkaði séu til staðar. Undanfarna daga hefur umræða um opinber störf á landsbyggðinni verið á áhugaverðum stað. Fjaðrafok hefur verið vegna ákvörðunar Félagsmálaráðherra að færa störf úr Reykjavík norður á Sauðárkrók en á sama tíma finnst mörgum það sjálfgefið að þau störf sem fylgt hafa fangelsinu á Akureyri verði flutt suður. Þarna skekkist myndin. Við búum öll í einu og sama landinu og það á að vera metnaðarmál hjá okkur að dreifa störfum frá hinu opinbera vítt og breytt um landið. Það ætti reyndar að mínu mati að ganga enn lengra og miða við það að opinber störf væru almennt frekar úti á landi en í höfuðborginni þar sem fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæri eru á höfuðborgarsvæðinu en víða úti á landi. Það er eðli höfuðborga að þangað safnist mikið af fyrirtækjum sem starfa á frjálsum markaði með fjölbreytta flóru vöru og þjónustu. Þess vegna væri það sanngjarnt gagnvart landsbyggðinni að opinber störf væru almennt frekar úti á landi til þess að styrkja byggðirnar og auka fjölbreytileika starfa sem þar eru. Langskólagengið fólk á oft í vandræðum með að finna störf við sitt hæfi úti í minni byggðakjörnum þar sem ekki svo margir möguleikar eru í boði. En það er eðli opinberra stofnana að oft þurfa þær á vel menntuðu fólki að halda til þess að sinna starfsemi sinni. Öll vötn falla til Reykjavíkur Á undanförnum áratugum höfum við sem búum á landsbyggðinni séð á eftir mörgum störfum suður á bóginn. Tilhneigingin hefur verið sú að þegar kemur að hagræðingu hjá opinberum fyrirtækjum og hinu opinbera þá er niðurskurðarhnífurinn dreginn fyrst upp úti á landi. Stofnanir sem hafa verið með starfsemi hingað og þangað eru sameinaðar á einn stað á höfuðborgarsvæðinu og eftir sitjum við sem búum úti á landi með sárt enni og horfum á eftir störfunum í burtu og einnig oft á tíðum töluverða þjónustuskerðingu. Við þekkjum öll dæmi þess að flutningur stofnana út á land hafi haft jákvæð áhrif á þjónustu og byggðirnar. Þar má meðal annars nefna Fæðingarorlofssjóð á Hvammstanga, Matvælastofnun á Selfossi og Jafnréttisstofu á Akureyri. Í nútíma samfélagi sem byggir á tækni og þekkingu á það að vera metnaðarmál að tryggja að íbúar á landsbyggðinni hafi jafnan aðgang að opinberum störfum og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum jú öll að landið sé í byggð. Gamaldags hugsun Síðast liðið mánudagskvöld var viðtal við Ásmund Einar Daðason Félags og barnamálaráðherra þar sem verið var að gagnrýna ákvörðun hans um að flytja störf út á land og minntist hann á að það væri gamaldags hugsun að öll opinber störf þyrftu að vera á höfuðborgarsvæðinu og þá helst í póstnúmeri 101. Þessari nálgun gæti undirrituð ekki verið meira sammála. Það er gamaldags að hugsa sem svo að hið opinbera geti ekki rekið stofnanir og þjónustu úti á landi til jafns við höfuðborgarsvæðið. Úti á landi býr mikill mannauður sem getur vel sinnt þeim verkefnum sem þeim er falið af hinu opinbera. Aukinn fjölbreytileiki starfa eflir landsbyggðina og byggir upp sterkari samfélög. Við sem úti á landi búum viljum gjarnan taka þátt í starfsemi hins opinbera og gerum það með miklum sóma. Við erum ekki að biðja um sér meðferð í íslensku samfélagi þó við búum úti á landi. Við erum bara að biðja um að jafnræðis sé gætt. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður sveitarstjórnarráðs Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Það er ákvörðun að halda byggð í landinu. Til þess að svo megi vera þarf að huga að samgöngum, menntun, menningu og síðast en ekki síst að fjölbreytt tækifæri á atvinnumarkaði séu til staðar. Undanfarna daga hefur umræða um opinber störf á landsbyggðinni verið á áhugaverðum stað. Fjaðrafok hefur verið vegna ákvörðunar Félagsmálaráðherra að færa störf úr Reykjavík norður á Sauðárkrók en á sama tíma finnst mörgum það sjálfgefið að þau störf sem fylgt hafa fangelsinu á Akureyri verði flutt suður. Þarna skekkist myndin. Við búum öll í einu og sama landinu og það á að vera metnaðarmál hjá okkur að dreifa störfum frá hinu opinbera vítt og breytt um landið. Það ætti reyndar að mínu mati að ganga enn lengra og miða við það að opinber störf væru almennt frekar úti á landi en í höfuðborginni þar sem fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæri eru á höfuðborgarsvæðinu en víða úti á landi. Það er eðli höfuðborga að þangað safnist mikið af fyrirtækjum sem starfa á frjálsum markaði með fjölbreytta flóru vöru og þjónustu. Þess vegna væri það sanngjarnt gagnvart landsbyggðinni að opinber störf væru almennt frekar úti á landi til þess að styrkja byggðirnar og auka fjölbreytileika starfa sem þar eru. Langskólagengið fólk á oft í vandræðum með að finna störf við sitt hæfi úti í minni byggðakjörnum þar sem ekki svo margir möguleikar eru í boði. En það er eðli opinberra stofnana að oft þurfa þær á vel menntuðu fólki að halda til þess að sinna starfsemi sinni. Öll vötn falla til Reykjavíkur Á undanförnum áratugum höfum við sem búum á landsbyggðinni séð á eftir mörgum störfum suður á bóginn. Tilhneigingin hefur verið sú að þegar kemur að hagræðingu hjá opinberum fyrirtækjum og hinu opinbera þá er niðurskurðarhnífurinn dreginn fyrst upp úti á landi. Stofnanir sem hafa verið með starfsemi hingað og þangað eru sameinaðar á einn stað á höfuðborgarsvæðinu og eftir sitjum við sem búum úti á landi með sárt enni og horfum á eftir störfunum í burtu og einnig oft á tíðum töluverða þjónustuskerðingu. Við þekkjum öll dæmi þess að flutningur stofnana út á land hafi haft jákvæð áhrif á þjónustu og byggðirnar. Þar má meðal annars nefna Fæðingarorlofssjóð á Hvammstanga, Matvælastofnun á Selfossi og Jafnréttisstofu á Akureyri. Í nútíma samfélagi sem byggir á tækni og þekkingu á það að vera metnaðarmál að tryggja að íbúar á landsbyggðinni hafi jafnan aðgang að opinberum störfum og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Við viljum jú öll að landið sé í byggð. Gamaldags hugsun Síðast liðið mánudagskvöld var viðtal við Ásmund Einar Daðason Félags og barnamálaráðherra þar sem verið var að gagnrýna ákvörðun hans um að flytja störf út á land og minntist hann á að það væri gamaldags hugsun að öll opinber störf þyrftu að vera á höfuðborgarsvæðinu og þá helst í póstnúmeri 101. Þessari nálgun gæti undirrituð ekki verið meira sammála. Það er gamaldags að hugsa sem svo að hið opinbera geti ekki rekið stofnanir og þjónustu úti á landi til jafns við höfuðborgarsvæðið. Úti á landi býr mikill mannauður sem getur vel sinnt þeim verkefnum sem þeim er falið af hinu opinbera. Aukinn fjölbreytileiki starfa eflir landsbyggðina og byggir upp sterkari samfélög. Við sem úti á landi búum viljum gjarnan taka þátt í starfsemi hins opinbera og gerum það með miklum sóma. Við erum ekki að biðja um sér meðferð í íslensku samfélagi þó við búum úti á landi. Við erum bara að biðja um að jafnræðis sé gætt. Höfundur er bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður sveitarstjórnarráðs Framsóknar.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun