Veður versnar víðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2020 15:58 Gular viðvaranir næsta sólarhringinn. Veðurstofa Íslands Veðrið verður verra á landinu næsta sólarhringinn en upphaflegar spár Veðurstofunnar gerðu ráð fyrir. Af þeim sökum hefur verið tekin ákvörðun um að gefa út fleiri gular veðurviðvaranir; þær gilda nú fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, auk hinnar áður boðuðu gulu viðvörunar á miðhálendinu. Spáð er allhvössum vindi á hálendinu í kvöld og á norðvestanverðu landinu á morgun. Viðvörun fyrir miðhálendið tekur gildi klukkan 19:00 í kvöld. Viðvörun fyrir Vestfirði og norðvesturland tekur gildi klukkan 13:00 á morgun. Ferðalangar og útivistarfólk er hvatt til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög. Slæmt veður er til útivistar á landinu öllu næstu daga. „Það er kannski ekki skemmtilegt veður til útivistar neins staðar á landinu um helgina. Á laugardag og sunnudag verður skásta veðrið á Suðurlandi. Þar ætti að hanga þurrt en strekkingsvindur eða jafnvel allhvass,“ sagði Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu í morgun. Veðurstofan gerir þannig ráð fyrir hvössum vindi, talsverðri eða mikilli rigningu og búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Þá verður varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Gangi spár eftir er varasamt fyrir göngufólk að vera á ferli og þá sem hafast við í tjöldum. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Norðan 13-20 m/s, en mun hægari um landið A-vert. Talsverð rigning N-lands og slydda eða snjókoma til fjalla NV-til á landinu, en úrkomuminna sunnan heiða. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast syðst. Á laugardag: Norðan 10-18 með kalsarigningu á N-verðu landinu og slyddu eða snjókomu til fjalla, en þurrt og bjart veður S-lands. Hiti 3 til 14 stig, mildast á SA-landi. Á sunnudag: Minnkandi norðanátt. Léttskýjað S-lands og dregur úr vætu N-til á landinu. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast á S- og V-landi. Á mánudag og þriðjudag: Vestlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og líkur á síðdegisskúrum. Hiti 8 til 15 stig. Veður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðalangar hvattir til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög Ferðalangar og útivistarfólk er hvatt til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög. Slæmt veður er til útivistar á landinu öllu næstu daga að sögn veðurfræðings og er göngufólk og fólk í tjöldum sérstaklega varað við aðstæðum á miðhálendinu þar sem gul viðvörun er í gildi. 15. júlí 2020 13:25 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Veðrið verður verra á landinu næsta sólarhringinn en upphaflegar spár Veðurstofunnar gerðu ráð fyrir. Af þeim sökum hefur verið tekin ákvörðun um að gefa út fleiri gular veðurviðvaranir; þær gilda nú fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, auk hinnar áður boðuðu gulu viðvörunar á miðhálendinu. Spáð er allhvössum vindi á hálendinu í kvöld og á norðvestanverðu landinu á morgun. Viðvörun fyrir miðhálendið tekur gildi klukkan 19:00 í kvöld. Viðvörun fyrir Vestfirði og norðvesturland tekur gildi klukkan 13:00 á morgun. Ferðalangar og útivistarfólk er hvatt til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög. Slæmt veður er til útivistar á landinu öllu næstu daga. „Það er kannski ekki skemmtilegt veður til útivistar neins staðar á landinu um helgina. Á laugardag og sunnudag verður skásta veðrið á Suðurlandi. Þar ætti að hanga þurrt en strekkingsvindur eða jafnvel allhvass,“ sagði Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu í morgun. Veðurstofan gerir þannig ráð fyrir hvössum vindi, talsverðri eða mikilli rigningu og búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Þá verður varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Gangi spár eftir er varasamt fyrir göngufólk að vera á ferli og þá sem hafast við í tjöldum. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Norðan 13-20 m/s, en mun hægari um landið A-vert. Talsverð rigning N-lands og slydda eða snjókoma til fjalla NV-til á landinu, en úrkomuminna sunnan heiða. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast syðst. Á laugardag: Norðan 10-18 með kalsarigningu á N-verðu landinu og slyddu eða snjókomu til fjalla, en þurrt og bjart veður S-lands. Hiti 3 til 14 stig, mildast á SA-landi. Á sunnudag: Minnkandi norðanátt. Léttskýjað S-lands og dregur úr vætu N-til á landinu. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast á S- og V-landi. Á mánudag og þriðjudag: Vestlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og líkur á síðdegisskúrum. Hiti 8 til 15 stig.
Veður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðalangar hvattir til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög Ferðalangar og útivistarfólk er hvatt til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög. Slæmt veður er til útivistar á landinu öllu næstu daga að sögn veðurfræðings og er göngufólk og fólk í tjöldum sérstaklega varað við aðstæðum á miðhálendinu þar sem gul viðvörun er í gildi. 15. júlí 2020 13:25 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Ferðalangar hvattir til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög Ferðalangar og útivistarfólk er hvatt til þess að kynna sér veðurspár vel áður en lagt er af stað í ferðalög. Slæmt veður er til útivistar á landinu öllu næstu daga að sögn veðurfræðings og er göngufólk og fólk í tjöldum sérstaklega varað við aðstæðum á miðhálendinu þar sem gul viðvörun er í gildi. 15. júlí 2020 13:25