Fiat Chrysler og Peugeot sameinast í Stellantis Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. júlí 2020 07:00 Fiat Chrysler og Peugeot sömdu um jafnan samruna á síðasta ári sem mun búa til einn stærsta bílaframleiðanda í heimi. Markmiðið er að ljúka samrunanum snemma á næsta ári. Þegar samrunanum lýkur munu félögin starfa undir nafninu Stellantis, sem samkvæmt tilkynningu frá félögunum á rætur að rekja til latínu. Orðið stello þýðir stjörnubjart. Hugmyndin er samkvæmt tilkynningunni að fanga anda innan þeirra fyrirtækja sem verða að Stellantis og segja þau að það sé bjartsýni, kraftur og endurnýjun sem einkenni félögin. Stellantis verður rekstrarfélag sem heldur utan um þessi vörumerki: Citroen, DS, Peugeot, Opel, Fiat, Alfa Romeo, Maserati og Jeep. Þau munu vera óbreytt og þeirra framboð mun raunar ekki breytast að minnsta kosti fyrst um sinn. Samruninn er til skoðunar hjá Evrópusambandinu. Það kvikna ýmis álitamál um samkeppni þegar svona félag verður til. Áætlað er að Stellantis verði með 34% markaðshlutdeild innan Evrópusambandsins. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent
Fiat Chrysler og Peugeot sömdu um jafnan samruna á síðasta ári sem mun búa til einn stærsta bílaframleiðanda í heimi. Markmiðið er að ljúka samrunanum snemma á næsta ári. Þegar samrunanum lýkur munu félögin starfa undir nafninu Stellantis, sem samkvæmt tilkynningu frá félögunum á rætur að rekja til latínu. Orðið stello þýðir stjörnubjart. Hugmyndin er samkvæmt tilkynningunni að fanga anda innan þeirra fyrirtækja sem verða að Stellantis og segja þau að það sé bjartsýni, kraftur og endurnýjun sem einkenni félögin. Stellantis verður rekstrarfélag sem heldur utan um þessi vörumerki: Citroen, DS, Peugeot, Opel, Fiat, Alfa Romeo, Maserati og Jeep. Þau munu vera óbreytt og þeirra framboð mun raunar ekki breytast að minnsta kosti fyrst um sinn. Samruninn er til skoðunar hjá Evrópusambandinu. Það kvikna ýmis álitamál um samkeppni þegar svona félag verður til. Áætlað er að Stellantis verði með 34% markaðshlutdeild innan Evrópusambandsins.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent