Kemst hjá verðhækkun á salati með nýjum tækjabúnaði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. júlí 2020 20:23 Hafberg Þórisson er eigandi Lambhaga. BALDUR HRAFNKELL Í nýrri gróðrastöð Lambhaga í Mosfellsdal er allri ræktun stjórnað úr einni tölvu. Með nýjum tækjabúnaði segist eigandinn geta haldið kostnaði niðri við framleiðslu og þar með komist fyrirtækið hjá verðhækkun á salati til neytenda. Gróðrarstöðin í Lundi er búin sjálfvirkum tækjabúnaði en með hjálp tækninnar er sáningu, vökvun, ræktun og allri færslu salatsins stjórnað úr tölvu. Hér sést þegar sáð var fyrir salati með nýja búnaðinum í morgun. Vélin býr m.a. til potta undir moldina úr pappír en ekkert plast er notað við framleiðsluna sjálfa. „Við byrjum á þessum þrem vélum hér en síðan er reiknað með að geta sett upp 18 vélar, þannig er uppleggið hjá mér. Hvort ég geri það einhvern tímann. Það veit ég ekkert,“ sagði Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga. Gróðrastöð Lambhaga í Grafarholti er ekki eins tæknileg, þar starfa um 20-30 starfsmenn en í nýju stöðinni í Lundi þurfa einungis tveir starfsmenn að vera á vakt til eftirlits. „Í því á enginn garðyrkjumaður að þurfa að vera. En frammi í vélarsalnum þar sem við klippum salatið þar verða tveir til þrír menn,“ sagði Hafberg. Eigndi Lambhaga átti sjálfur hugmyndina að uppfærðri tækni og hóf hann undirbúning fyrir tólf árum síðan. Hann vildi einfalda framleiðsluna og gera ferlið hagkvæmara með aukinni sjálfvirkni. Tæknin er einstök á heimsvísu. „Það hefur enginn prófað þetta áður. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert á þennan hátt,“ sagði Hafberg. Hafberg vonast til að nú geti hann ræktað og sett á markað nýjar tegundir salats. Kostnaður tækjabúnaðs og húsnæðis er um 1,1 milljarður króna. Í ljósi þess að vélinni verður sjálfvirkni beitt er hægt að halda niðri kostnaði við framleiðsluna og þar með kemst fyrirtækið hjá verðhækkun á salati til neytenda, en fyrirtækið hefur ekki hækkað verð síðan árið 2011 að sögn Hafbergs. Matvælaframleiðsla Salat Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
Í nýrri gróðrastöð Lambhaga í Mosfellsdal er allri ræktun stjórnað úr einni tölvu. Með nýjum tækjabúnaði segist eigandinn geta haldið kostnaði niðri við framleiðslu og þar með komist fyrirtækið hjá verðhækkun á salati til neytenda. Gróðrarstöðin í Lundi er búin sjálfvirkum tækjabúnaði en með hjálp tækninnar er sáningu, vökvun, ræktun og allri færslu salatsins stjórnað úr tölvu. Hér sést þegar sáð var fyrir salati með nýja búnaðinum í morgun. Vélin býr m.a. til potta undir moldina úr pappír en ekkert plast er notað við framleiðsluna sjálfa. „Við byrjum á þessum þrem vélum hér en síðan er reiknað með að geta sett upp 18 vélar, þannig er uppleggið hjá mér. Hvort ég geri það einhvern tímann. Það veit ég ekkert,“ sagði Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga. Gróðrastöð Lambhaga í Grafarholti er ekki eins tæknileg, þar starfa um 20-30 starfsmenn en í nýju stöðinni í Lundi þurfa einungis tveir starfsmenn að vera á vakt til eftirlits. „Í því á enginn garðyrkjumaður að þurfa að vera. En frammi í vélarsalnum þar sem við klippum salatið þar verða tveir til þrír menn,“ sagði Hafberg. Eigndi Lambhaga átti sjálfur hugmyndina að uppfærðri tækni og hóf hann undirbúning fyrir tólf árum síðan. Hann vildi einfalda framleiðsluna og gera ferlið hagkvæmara með aukinni sjálfvirkni. Tæknin er einstök á heimsvísu. „Það hefur enginn prófað þetta áður. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert á þennan hátt,“ sagði Hafberg. Hafberg vonast til að nú geti hann ræktað og sett á markað nýjar tegundir salats. Kostnaður tækjabúnaðs og húsnæðis er um 1,1 milljarður króna. Í ljósi þess að vélinni verður sjálfvirkni beitt er hægt að halda niðri kostnaði við framleiðsluna og þar með kemst fyrirtækið hjá verðhækkun á salati til neytenda, en fyrirtækið hefur ekki hækkað verð síðan árið 2011 að sögn Hafbergs.
Matvælaframleiðsla Salat Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira