Varaði foreldra við gylliboðum aðstandenda Hjartasteins eftir að aðalhlutverk var tekið af fjórtán ára dreng Andri Eysteinsson skrifar 16. júlí 2020 19:34 Hjartasteinshópurinn kominn saman á sviðinu í Lübeck á Norrænu kvikmyndadögunum þar sem Hjartasteinn hreppti aðalverðlaunin. Mynd/Olaf Malzahn Fjórtán ára drengur undirbjó sig af kostgæfni í hálft ár fyrir aðalhlutverk í íslenskri kvikmynd til þess eins að upplifa vonbrigði þegar leikstjóri myndarinnar ákvað að láta hann ekki fá aðalhlutverkið. Frá þessu greinir faðir drengsins í pistli sem birtist á Facebook-síðu hans í gær. „Aðstandendur kvikmyndarinnar Hjartasteinn eru með nýja mynd í smíðum og í lok árs 2019 héldu þeir áheyrnarprufur fyrir aðalhlutverkin í myndinni. Aðalhlutverkin eru öll í höndum barna og eftir langar og strangar prufur hreppti sonur minn aðalhlutverkið,“ skrifar Guðmundur Kárason. Guðmundur segir í pistlinum að sonur sinn hafi í kjölfarið hafið langt undirbúningsferli sem samanstóð af ýmsum æfingum. „Ekki bara æfingar fyrir myndina heldur einnig leiklistaræfingar, líkamsrækt, slagsmálaæfingar, breytt mataræði og fleira,“ skrifar Guðmundur. Þá hafi ferlinu lokið þegar að símtal barst fjölskyldunni þar sem greint var frá því að leikstjórinn hefði hætt við að láta son Guðmundar leika aðalhlutverkið í myndinni. Guðmundur segir leikstjóra og framleiðanda myndarinnar vera íslenskri kvikmyndagerð til skammar og varar foreldra við gylliboðum mannanna. „Sem faðir hryggir það mig að hafa leyft þessum mönnum að ávinna sér traust sonar míns og glepja hann með tali um frægð og frama þar sem öllu fögru var lofað. Það átti að ferðast um heiminn með myndina á kvikmyndahátíðir, gista á lúxushótelum og leikarar úr Hjartasteini voru fengnir til að koma og segja syni mínum hvað það hefði verið frábært tækifæri fyrir þá að vinna í svona verkefni,“ skrifaði Guðmundur. Framleiðandi myndarinnar, Anton Máni Svansson, svaraði pistli Guðmundar með pistli á eigin síðu í dag. Segir Anton að málið sé ekki léttmeti fyrir hann og Guðmund Arnar leikstjóra og þeir vinnu nú hörðum höndum að því að leysa málið á sem farsælastan hátt. „Ég vil nefna það sérstaklega að við höfum mikla trú á syni þeirra og teljum hann eiga bjarta framtíð fyrir sér. Þessi ákvörðun snýr að engu leyti að hæfni hans heldur byggist hún einfaldlega á því að umrætt hlutverk hentaði honum ekki,“ skrifar Anton sem segist munu bæta syni Guðmundar upp að hafa ekki haldið áfram í ferlinu. Anton Máni Svansson, framleiðandi myndarinnar, hefur svarað gagnrýninni í pistli á Facebook síðu sinni.Mynd/Volodymyr Shuvayev „Skýrt var tekið fram bæði við foreldra og alla ungu leikarana að sú staða gæti vel komið upp, jafnvel seint í ferlinu, að hlutverk sem æft væri fyrir myndi ekki henta þeim að lokum,“ skrifar framleiðandinn og tekur fram að ákvörðun sem þessi sé aldrei tekin nema að vel ígrunduðu máli og að einstaklingurinn hafi fengið það tækifæri sem hann eigi skilið. Bíó og sjónvarp Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Fjórtán ára drengur undirbjó sig af kostgæfni í hálft ár fyrir aðalhlutverk í íslenskri kvikmynd til þess eins að upplifa vonbrigði þegar leikstjóri myndarinnar ákvað að láta hann ekki fá aðalhlutverkið. Frá þessu greinir faðir drengsins í pistli sem birtist á Facebook-síðu hans í gær. „Aðstandendur kvikmyndarinnar Hjartasteinn eru með nýja mynd í smíðum og í lok árs 2019 héldu þeir áheyrnarprufur fyrir aðalhlutverkin í myndinni. Aðalhlutverkin eru öll í höndum barna og eftir langar og strangar prufur hreppti sonur minn aðalhlutverkið,“ skrifar Guðmundur Kárason. Guðmundur segir í pistlinum að sonur sinn hafi í kjölfarið hafið langt undirbúningsferli sem samanstóð af ýmsum æfingum. „Ekki bara æfingar fyrir myndina heldur einnig leiklistaræfingar, líkamsrækt, slagsmálaæfingar, breytt mataræði og fleira,“ skrifar Guðmundur. Þá hafi ferlinu lokið þegar að símtal barst fjölskyldunni þar sem greint var frá því að leikstjórinn hefði hætt við að láta son Guðmundar leika aðalhlutverkið í myndinni. Guðmundur segir leikstjóra og framleiðanda myndarinnar vera íslenskri kvikmyndagerð til skammar og varar foreldra við gylliboðum mannanna. „Sem faðir hryggir það mig að hafa leyft þessum mönnum að ávinna sér traust sonar míns og glepja hann með tali um frægð og frama þar sem öllu fögru var lofað. Það átti að ferðast um heiminn með myndina á kvikmyndahátíðir, gista á lúxushótelum og leikarar úr Hjartasteini voru fengnir til að koma og segja syni mínum hvað það hefði verið frábært tækifæri fyrir þá að vinna í svona verkefni,“ skrifaði Guðmundur. Framleiðandi myndarinnar, Anton Máni Svansson, svaraði pistli Guðmundar með pistli á eigin síðu í dag. Segir Anton að málið sé ekki léttmeti fyrir hann og Guðmund Arnar leikstjóra og þeir vinnu nú hörðum höndum að því að leysa málið á sem farsælastan hátt. „Ég vil nefna það sérstaklega að við höfum mikla trú á syni þeirra og teljum hann eiga bjarta framtíð fyrir sér. Þessi ákvörðun snýr að engu leyti að hæfni hans heldur byggist hún einfaldlega á því að umrætt hlutverk hentaði honum ekki,“ skrifar Anton sem segist munu bæta syni Guðmundar upp að hafa ekki haldið áfram í ferlinu. Anton Máni Svansson, framleiðandi myndarinnar, hefur svarað gagnrýninni í pistli á Facebook síðu sinni.Mynd/Volodymyr Shuvayev „Skýrt var tekið fram bæði við foreldra og alla ungu leikarana að sú staða gæti vel komið upp, jafnvel seint í ferlinu, að hlutverk sem æft væri fyrir myndi ekki henta þeim að lokum,“ skrifar framleiðandinn og tekur fram að ákvörðun sem þessi sé aldrei tekin nema að vel ígrunduðu máli og að einstaklingurinn hafi fengið það tækifæri sem hann eigi skilið.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira