Innlit hjá Ísak: „Ef þú ert ekki góð manneskja ertu ekki neitt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júlí 2020 10:30 Ísak hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands. GETTY/ALEX GRIMM Í tengslum við útsendingu Dplay Sport frá leik Norrköping og Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í gær var sýnt innslag um Ísak Bergmann Jóhannesson. Þessi sautján ára Skagamaður hefur slegið í gegn með Norrköping á tímabilinu. Þrátt fyrir ungan aldur er hann fastamaður í byrjunarliði Norrköping sem er með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar. Norrköping vann 2-0 sigur á Örebro í gær. Fréttamaður Dplay kíkti í heimsókn til Ísaks á dögunum og tók púlsinn á þessum efnilega leikmanni. Skagamaðurinn hefur búið í eitt og hálft ár í Norrköping og kann vel við sig í þessari mátulega stóru borg eins og hann orðar það í viðtalinu sem fer allt fram á sænsku. Það fyrsta sem tekur á móti manni í íbúð Ísaks er mynd af heimabæ hans, Akranesi. „Þegar maður saknar heimabæjarins getur maður kíkt á myndina. Þetta er uppáhalds myndin mín í íbúðinni,“ sagði Ísak og bætti við að hann gæti hugsað sér að búa á Akranesi þegar ferlinum lýkur. Hann hefur þó nægan tíma til að ákveða það. Fjölmargar myndir af fótboltamönnum er að finna í íbúð Ísaks. Uppáhalds leikmaðurinn hans er Kevin De Bruyne, belgíski miðjumaðurinn hjá Manchester City. „Þetta er uppáhaldsleikmaðurinn minn. Ég er hrifinn af því hvernig hann spilar og hvernig hann er á vellinum. Hann er mjög rólegur. Hann lítur líka út fyrir að vera góð manneskja,“ sagði Ísak. Í innslagi Dplay ræðir Ísak einnig um fjölskylduna og mikilvægi þess að vera auðmjúkur og með báða fætur á jörðinni. „Ef maður er ekki góð manneskja er maður ekki neitt,“ sagði Ísak sem gerir allt til að ná sem lengst. „Ég borða ekkert óhollt, eða ég vil ekki borða óhollt. Strákarnir geta hlegið aðeins að mér en ég vil ná gera þetta eina prósent auka til að verða eins góður og ég get,“ sagði Ísak sem hefur alltaf undirbúið sig af kostgæfni fyrir leiki. „Þegar ég var tólf ára var alltaf einhver frekar óhollur matur á fimmtudögum. Þá sagði ég við strákana sem voru með mér í liði: af hverju eruð þið að borða þetta, við eigum að spila um helgina. Þeir hlógu og sögðu mér að slaka á. Ég sagði nei, ég ætla að verða eins góður og ég get í leiknum. Þá var ég tólf ára og það eru ekki margir sem hugsa þannig á þeim aldri.“ Ísak ætlar sér alla leið í fótboltanum. „Ég ætla ekki að láta stoppa mig í því að verða fótboltamaður á hæsta getustigi. Ég hef trú á sjálfum mér og ef maður hugsar út í hverju maður getur stjórnað sjálfur þá getur maður náð þangað,“ sagði Skagamaðurinn efnilegi. Innslag Dplay má sjá hér fyrir neðan. Vi följde med Ísak Bergmann Jóhannesson hem och fick höra mer om bakgrunden, uppväxten, familjen, idolerna och framtiden: "Är man inte en bra person, då är man ingenting" pic.twitter.com/YECvRrit5P— Dplay Sport (@Dplay_Sport) July 16, 2020 Sænski boltinn Tengdar fréttir Allt gengur Ísak og Norrköping í hag Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson hélt í kvöld áfram að láta til sín taka í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta en hann átt þátt í öðru af mörkum toppliðs Norrköping í 2-0 sigri á Örebro. 16. júlí 2020 19:52 Ísak áfram taplaus í Allsvenskan Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Norrköping sem gerði 1-1 jafntefli við Malmö á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 13. júlí 2020 18:51 Líkir Ísaki við Batman: Ofurhetja án ofurkrafta Robert Laul, blaðamaður á Aftonbladet í Svíþjóð, hefur mikið álit á Ísaki Bergmann Jóhannessyni, sautján ára leikmanni Norrköping. Hann segir engin takmörk fyrir því hversu langt hann getur náð. 7. júlí 2020 11:20 „17 ára Ísak Bergmann sökkti Gautaborg“ | Sjáðu fyrsta markið hans „17 ára Ísak Bergmann Jóhannesson sökkti IFK Gautaborg er Norrköping vann fimmta leikinn af sex mögulegum,“ skrifaði SportExpressen eftir leik IFK Gautaborg og Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. 7. júlí 2020 10:00 Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann skoraði sitt fyrsta mark í sænsku úrvalsdeildinni og lagði upp í sigri Ísak Bergmann Jóhannesson fór á kostum í liði IFK Norrköpping í sigri á Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði fyrsta markið og lagði síðan upp annað markið í 3-1 sigri. 6. júlí 2020 19:00 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjá meira
Í tengslum við útsendingu Dplay Sport frá leik Norrköping og Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í gær var sýnt innslag um Ísak Bergmann Jóhannesson. Þessi sautján ára Skagamaður hefur slegið í gegn með Norrköping á tímabilinu. Þrátt fyrir ungan aldur er hann fastamaður í byrjunarliði Norrköping sem er með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar. Norrköping vann 2-0 sigur á Örebro í gær. Fréttamaður Dplay kíkti í heimsókn til Ísaks á dögunum og tók púlsinn á þessum efnilega leikmanni. Skagamaðurinn hefur búið í eitt og hálft ár í Norrköping og kann vel við sig í þessari mátulega stóru borg eins og hann orðar það í viðtalinu sem fer allt fram á sænsku. Það fyrsta sem tekur á móti manni í íbúð Ísaks er mynd af heimabæ hans, Akranesi. „Þegar maður saknar heimabæjarins getur maður kíkt á myndina. Þetta er uppáhalds myndin mín í íbúðinni,“ sagði Ísak og bætti við að hann gæti hugsað sér að búa á Akranesi þegar ferlinum lýkur. Hann hefur þó nægan tíma til að ákveða það. Fjölmargar myndir af fótboltamönnum er að finna í íbúð Ísaks. Uppáhalds leikmaðurinn hans er Kevin De Bruyne, belgíski miðjumaðurinn hjá Manchester City. „Þetta er uppáhaldsleikmaðurinn minn. Ég er hrifinn af því hvernig hann spilar og hvernig hann er á vellinum. Hann er mjög rólegur. Hann lítur líka út fyrir að vera góð manneskja,“ sagði Ísak. Í innslagi Dplay ræðir Ísak einnig um fjölskylduna og mikilvægi þess að vera auðmjúkur og með báða fætur á jörðinni. „Ef maður er ekki góð manneskja er maður ekki neitt,“ sagði Ísak sem gerir allt til að ná sem lengst. „Ég borða ekkert óhollt, eða ég vil ekki borða óhollt. Strákarnir geta hlegið aðeins að mér en ég vil ná gera þetta eina prósent auka til að verða eins góður og ég get,“ sagði Ísak sem hefur alltaf undirbúið sig af kostgæfni fyrir leiki. „Þegar ég var tólf ára var alltaf einhver frekar óhollur matur á fimmtudögum. Þá sagði ég við strákana sem voru með mér í liði: af hverju eruð þið að borða þetta, við eigum að spila um helgina. Þeir hlógu og sögðu mér að slaka á. Ég sagði nei, ég ætla að verða eins góður og ég get í leiknum. Þá var ég tólf ára og það eru ekki margir sem hugsa þannig á þeim aldri.“ Ísak ætlar sér alla leið í fótboltanum. „Ég ætla ekki að láta stoppa mig í því að verða fótboltamaður á hæsta getustigi. Ég hef trú á sjálfum mér og ef maður hugsar út í hverju maður getur stjórnað sjálfur þá getur maður náð þangað,“ sagði Skagamaðurinn efnilegi. Innslag Dplay má sjá hér fyrir neðan. Vi följde med Ísak Bergmann Jóhannesson hem och fick höra mer om bakgrunden, uppväxten, familjen, idolerna och framtiden: "Är man inte en bra person, då är man ingenting" pic.twitter.com/YECvRrit5P— Dplay Sport (@Dplay_Sport) July 16, 2020
Sænski boltinn Tengdar fréttir Allt gengur Ísak og Norrköping í hag Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson hélt í kvöld áfram að láta til sín taka í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta en hann átt þátt í öðru af mörkum toppliðs Norrköping í 2-0 sigri á Örebro. 16. júlí 2020 19:52 Ísak áfram taplaus í Allsvenskan Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Norrköping sem gerði 1-1 jafntefli við Malmö á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 13. júlí 2020 18:51 Líkir Ísaki við Batman: Ofurhetja án ofurkrafta Robert Laul, blaðamaður á Aftonbladet í Svíþjóð, hefur mikið álit á Ísaki Bergmann Jóhannessyni, sautján ára leikmanni Norrköping. Hann segir engin takmörk fyrir því hversu langt hann getur náð. 7. júlí 2020 11:20 „17 ára Ísak Bergmann sökkti Gautaborg“ | Sjáðu fyrsta markið hans „17 ára Ísak Bergmann Jóhannesson sökkti IFK Gautaborg er Norrköping vann fimmta leikinn af sex mögulegum,“ skrifaði SportExpressen eftir leik IFK Gautaborg og Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. 7. júlí 2020 10:00 Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann skoraði sitt fyrsta mark í sænsku úrvalsdeildinni og lagði upp í sigri Ísak Bergmann Jóhannesson fór á kostum í liði IFK Norrköpping í sigri á Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði fyrsta markið og lagði síðan upp annað markið í 3-1 sigri. 6. júlí 2020 19:00 Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Fleiri fréttir Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjá meira
Allt gengur Ísak og Norrköping í hag Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson hélt í kvöld áfram að láta til sín taka í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta en hann átt þátt í öðru af mörkum toppliðs Norrköping í 2-0 sigri á Örebro. 16. júlí 2020 19:52
Ísak áfram taplaus í Allsvenskan Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Norrköping sem gerði 1-1 jafntefli við Malmö á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 13. júlí 2020 18:51
Líkir Ísaki við Batman: Ofurhetja án ofurkrafta Robert Laul, blaðamaður á Aftonbladet í Svíþjóð, hefur mikið álit á Ísaki Bergmann Jóhannessyni, sautján ára leikmanni Norrköping. Hann segir engin takmörk fyrir því hversu langt hann getur náð. 7. júlí 2020 11:20
„17 ára Ísak Bergmann sökkti Gautaborg“ | Sjáðu fyrsta markið hans „17 ára Ísak Bergmann Jóhannesson sökkti IFK Gautaborg er Norrköping vann fimmta leikinn af sex mögulegum,“ skrifaði SportExpressen eftir leik IFK Gautaborg og Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. 7. júlí 2020 10:00
Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann skoraði sitt fyrsta mark í sænsku úrvalsdeildinni og lagði upp í sigri Ísak Bergmann Jóhannesson fór á kostum í liði IFK Norrköpping í sigri á Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni. Hann skoraði fyrsta markið og lagði síðan upp annað markið í 3-1 sigri. 6. júlí 2020 19:00
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn