Katrín Tanja tekur á því: Ég dó næstum því eftir þessa æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2020 08:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir þurfti langan tíma til að jafna sig eftir æfinguna sem var reyndi mikið á hana. Skjámynd/Instagram Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er að taka á því þessa dagana og sýnir aðdáendum sínum frá því á miðlum sínum. Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð í ströngu í síðustu mánuðum í baráttunni fyrir framtíð CrossFit íþróttarinnar en hún hefur undanfarnar vikur sett allt á fullt í æfingum þar sem hún hefur aðstöðu hjá þjálfara sínum í Bandaríkjunum. Það lítur út fyrir að okkar kona sé að undirbúa sig fyrir einhvers konar keppni og vonandi verður sú keppni heimsleikarnir í CrossFit nú þegar nýr eigandi hefur tekið við hjá CrossFit samtökunum. Katrín Tanja sagðist ekki ætla að keppa á heimsleikunum á meðan ætti CrossFit og sama yfirstjórn réði ríkjum en Greg Glassman seldi svo CrossFit samtökin til Eric Roza. Síðan þá hefur storminn lægt í CrossFit heiminum enda vinnur umræddur Eric Roza markvisst af því að setja upp framtíðarútgáfu CrossFit í nánu samstarfi við þá sem koma að íþróttinni. Katrín Tanja hefur ekki verið með neinar yfirlýsingar síðustu vikur en einbeitt sér þeim mun meira að æfingunum. Fyrr í vikunni sýndi Katrín Tanja frá því þegar þjálfari hennar Ben Bergeron var að herða hana upp með því að kasta yfir hana sandi í miðri þolæfingu hennar. Að þessu sinni setti hann saman svakalega æfingu fyrir Katrínu sem reyndi verulega á hana. Katrín Tanja sýndi ekki aðeins frá endakafla æfingarinnar heldur sagði einnig frá því hvað hún gerði á þessum rosalegu fimm mínútum. Á þeim átti Katrín að ná 30 skiptum af jafnhöttun með 43 kíló, 30 skiptum af snörum með 43 kíló, 30 skiptum af hnébeygju og axlarpressu með 43 kíló, eyða 30 kaloríum í róðrarvélinni, eyða 30 kaloríum á þrekhjóli og loks eyða kaloríum í skíðavél. Það er því kannski ekkert skrýtið að hún hafi verið búin á því og þurft 40 mínútur til að jafna sig. „Hér er ég næstum því að deyja á æfingunni í dag. Þetta var sjötti og síðasti hlutinn og ég eyddi síðan 40 mínútum á einmitt þessu horni að jafna mig,“ skrifaði Katrín Tanja í Instagram færslu sinni. Hér fyrir neðan má sjá þennan síðasta hluta af æfingu Katrínar Tönju og hvernig hún var gjörsamlega útkeyrð eftir þessa sex krefjandi æfingar. View this post on Instagram Hi, here is me (almost) dying in today s training ???????????? This was my last of 6 intervals & that lil corner is exactly where I stayed for 40 mins after. - @comptrain.co #CompTrainAthlete #BuiltByBergeron @benbergeron - On the 5:00 minutes: A. 30 C+J, 135/95 B. 30 Snatches, 135/95 C. 30 Thrusters, 135/95 D. 30 cal Row E. 30 cal assault bike F. 30 cal ski erg - One times through each, ALL YOU GOT each time ?????? A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jul 15, 2020 at 4:03pm PDT CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Katrín Tanja Davíðsdóttir er að taka á því þessa dagana og sýnir aðdáendum sínum frá því á miðlum sínum. Katrín Tanja Davíðsdóttir stóð í ströngu í síðustu mánuðum í baráttunni fyrir framtíð CrossFit íþróttarinnar en hún hefur undanfarnar vikur sett allt á fullt í æfingum þar sem hún hefur aðstöðu hjá þjálfara sínum í Bandaríkjunum. Það lítur út fyrir að okkar kona sé að undirbúa sig fyrir einhvers konar keppni og vonandi verður sú keppni heimsleikarnir í CrossFit nú þegar nýr eigandi hefur tekið við hjá CrossFit samtökunum. Katrín Tanja sagðist ekki ætla að keppa á heimsleikunum á meðan ætti CrossFit og sama yfirstjórn réði ríkjum en Greg Glassman seldi svo CrossFit samtökin til Eric Roza. Síðan þá hefur storminn lægt í CrossFit heiminum enda vinnur umræddur Eric Roza markvisst af því að setja upp framtíðarútgáfu CrossFit í nánu samstarfi við þá sem koma að íþróttinni. Katrín Tanja hefur ekki verið með neinar yfirlýsingar síðustu vikur en einbeitt sér þeim mun meira að æfingunum. Fyrr í vikunni sýndi Katrín Tanja frá því þegar þjálfari hennar Ben Bergeron var að herða hana upp með því að kasta yfir hana sandi í miðri þolæfingu hennar. Að þessu sinni setti hann saman svakalega æfingu fyrir Katrínu sem reyndi verulega á hana. Katrín Tanja sýndi ekki aðeins frá endakafla æfingarinnar heldur sagði einnig frá því hvað hún gerði á þessum rosalegu fimm mínútum. Á þeim átti Katrín að ná 30 skiptum af jafnhöttun með 43 kíló, 30 skiptum af snörum með 43 kíló, 30 skiptum af hnébeygju og axlarpressu með 43 kíló, eyða 30 kaloríum í róðrarvélinni, eyða 30 kaloríum á þrekhjóli og loks eyða kaloríum í skíðavél. Það er því kannski ekkert skrýtið að hún hafi verið búin á því og þurft 40 mínútur til að jafna sig. „Hér er ég næstum því að deyja á æfingunni í dag. Þetta var sjötti og síðasti hlutinn og ég eyddi síðan 40 mínútum á einmitt þessu horni að jafna mig,“ skrifaði Katrín Tanja í Instagram færslu sinni. Hér fyrir neðan má sjá þennan síðasta hluta af æfingu Katrínar Tönju og hvernig hún var gjörsamlega útkeyrð eftir þessa sex krefjandi æfingar. View this post on Instagram Hi, here is me (almost) dying in today s training ???????????? This was my last of 6 intervals & that lil corner is exactly where I stayed for 40 mins after. - @comptrain.co #CompTrainAthlete #BuiltByBergeron @benbergeron - On the 5:00 minutes: A. 30 C+J, 135/95 B. 30 Snatches, 135/95 C. 30 Thrusters, 135/95 D. 30 cal Row E. 30 cal assault bike F. 30 cal ski erg - One times through each, ALL YOU GOT each time ?????? A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Jul 15, 2020 at 4:03pm PDT
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti