Það hefur þurft þrjú hólf að meðaltali í Pepsi Max deild karla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2020 13:30 Grótta er í fyrsta sinn í efstu deild og hér má sjá stuðningsmenn liðsins á leik á Seltjarnarnesinu. Vísir/HAG Yfir þúsund áhorfendur hafa komið að meðaltali á leik í fyrstu sex umferðum Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Knattspyrnusamband Íslands hefur tekið saman tölur yfir aðsókn á fyrstu sex umferðir Pepsi Max deildar karla. Alls hafa mætt 33.929 áhorfendur á leikina eða 1.028 að meðaltali á hvern leik. Átta af tólf liðum deildarinnar eru með yfir eitt þúsund áhorfendur að meðaltali á sínum heimaleikjum. Þessu hafa liðin hafa náð þrátt fyrir að það hafi verið í gangi takmarkanir á fjölda áhorfenda. Frá og með 15. júní hafa mátt vera 500 áhorfendur á viðburðum og ef áhorfendasvæði er skipt í sóttvarnarhólf er heimilt að allt að 500 áhorfendur geti verið í hverju hólfi. Flestir áhorfendur að meðaltali sækja leiki Breiðabliks á Kópavogsvellinum, eða 1.644, og ef meðalaðsókn á útileiki liða er skoðuð má sjá að flestir mæta einnig á útileiki Breiðabliks, eða 1.535. KR-ingar fylgja Blikum fast á eftir í báðum flokkum. Best sótti leikurinn hingað til er einmitt viðureign þessara tveggja liða á Meistaravöllum, þar sem áhorfendur voru 2.352 talsins. Í næstu sætum eru síðan lið FH (1264 áhorfendur að meðaltali), Vals (1259) og Stjarnan (1184). Lið Víkings (1080), Fylkis (1056) og HK (1050) hafa einnig fengið yfir þúsund áhorfendur á sína leiki. Tveir leikir hingað til hafa farið yfir tvö þúsund í áhorfendafjölda - fyrrgreindur leikur KR og Breiðabliks, og svo heimaleikur Breiðabliks gegn nýliðum Gróttu, en 2.114 áhorfendur sóttu þann leik. Fjögur félög af tólf hafa fengið minna en þúsund áhorfendur að meðaltali á heimaleiki sína en það eru Grótta (723 áhorfendur að meðaltali), KA (784), Fjölnir (806) og ÍA (868). Sjöunda umferðin hefst með leik Stjörnunnar og HK í kvöld sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Á morgun fara síðan tveir leikir fram klukkan 16.00 (Fjölnir-FH og KA-Grótta) en síðustu þrír leikir umferðarinnar fara fram á sunnudaginn og verða þá leikur Fylkis og KR (klukkan 17.30) og leikur Breiðabliks og Vals (klukkan 20.00) sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur Víkings og Skagamanna fer fram klukkan 19.15 á sunnudagskvöldið. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira
Yfir þúsund áhorfendur hafa komið að meðaltali á leik í fyrstu sex umferðum Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Knattspyrnusamband Íslands hefur tekið saman tölur yfir aðsókn á fyrstu sex umferðir Pepsi Max deildar karla. Alls hafa mætt 33.929 áhorfendur á leikina eða 1.028 að meðaltali á hvern leik. Átta af tólf liðum deildarinnar eru með yfir eitt þúsund áhorfendur að meðaltali á sínum heimaleikjum. Þessu hafa liðin hafa náð þrátt fyrir að það hafi verið í gangi takmarkanir á fjölda áhorfenda. Frá og með 15. júní hafa mátt vera 500 áhorfendur á viðburðum og ef áhorfendasvæði er skipt í sóttvarnarhólf er heimilt að allt að 500 áhorfendur geti verið í hverju hólfi. Flestir áhorfendur að meðaltali sækja leiki Breiðabliks á Kópavogsvellinum, eða 1.644, og ef meðalaðsókn á útileiki liða er skoðuð má sjá að flestir mæta einnig á útileiki Breiðabliks, eða 1.535. KR-ingar fylgja Blikum fast á eftir í báðum flokkum. Best sótti leikurinn hingað til er einmitt viðureign þessara tveggja liða á Meistaravöllum, þar sem áhorfendur voru 2.352 talsins. Í næstu sætum eru síðan lið FH (1264 áhorfendur að meðaltali), Vals (1259) og Stjarnan (1184). Lið Víkings (1080), Fylkis (1056) og HK (1050) hafa einnig fengið yfir þúsund áhorfendur á sína leiki. Tveir leikir hingað til hafa farið yfir tvö þúsund í áhorfendafjölda - fyrrgreindur leikur KR og Breiðabliks, og svo heimaleikur Breiðabliks gegn nýliðum Gróttu, en 2.114 áhorfendur sóttu þann leik. Fjögur félög af tólf hafa fengið minna en þúsund áhorfendur að meðaltali á heimaleiki sína en það eru Grótta (723 áhorfendur að meðaltali), KA (784), Fjölnir (806) og ÍA (868). Sjöunda umferðin hefst með leik Stjörnunnar og HK í kvöld sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Á morgun fara síðan tveir leikir fram klukkan 16.00 (Fjölnir-FH og KA-Grótta) en síðustu þrír leikir umferðarinnar fara fram á sunnudaginn og verða þá leikur Fylkis og KR (klukkan 17.30) og leikur Breiðabliks og Vals (klukkan 20.00) sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur Víkings og Skagamanna fer fram klukkan 19.15 á sunnudagskvöldið.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Sjá meira