Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri Sylvía Hall skrifar 17. júlí 2020 12:54 Víða rennur yfir vegi vegna veðursins en talsverð úrkoma er á svæðinu. Aðsend Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum og var mikið vatnsveður í nótt, til að mynda á Suðureyri þar sem vatn flæðir um götur og höfnin orðin mórauð. Búist er við frekari úrkomu í dag og hefur Veðurstofan beint þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðurspá og aðvörunum. Páll Önundarson, sem búsettur er á Flateyri, átti leið um Suðureyri í dag þar sem mátti greinilega sjá ummerki vatnsveðursins í nótt. Víða rennur yfir vegi en staðan er þó skítsæmileg, eins og Páll orðar það sjálfur. „Á lægstu punktunum er vatn, það rennur yfir vegin og ræsin hafa ekki við,“ segir Páll í samtali við Vísi. Hann segir nóttina ekki hafa verið afgerandi slæma þó veðurguðirnir hafi látið finna fyrir sér. „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega.“ Frá Suðureyri í dag.Aðsend Lögreglan á Vestfjörðum hefur gefið út tilkynningu þar sem segir að vatnsveðrið hafi aukið hættuna á aurskriðum og grjóthruni úr hlíðum á svæðinu. Ekki er talin mikil hætta á mannskæðum aurskriðum eða grjóthruni en íbúar eru hvattir til þess að fara varlega. Þá eru sérstaklega tiltekin hús nr. 7 og 9 við Hjallabyggð og hús nr. 10, 12 og 14 við Túngötu. Ekki er talin ástæða til þess að rýma þessi hús en opnuð hefur verið móttaka á veitingastaðnum Fisherman við Aðalgötu og eru íbúar velkomnir þangað. Páll birtir í dag myndir frá Suðureyri þar sem má sjá að nokkuð hraustlega hefur rignt á svæðinu í nótt. Til að mynda er vatnið í höfninni brúnt á lit og segir hann litinn nokkuð fallegan að sjá. „Þetta er bara drullan úr fjallinu. Það er bara að hreinsast lækir sem hafa ekki runnið í nokkur ár, svo allt í einu kemur vatn í þá og þá verður það bara brúnt.“ „Hún er fallega brún höfnin,“ segir Páll Önundarson.Aðsend Ísafjarðarbær Veður Tengdar fréttir Gestir á tjaldsvæðinu þurftu að færa sig þegar Buná flæddi yfir bakka sína Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. 17. júlí 2020 08:55 Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum og var mikið vatnsveður í nótt, til að mynda á Suðureyri þar sem vatn flæðir um götur og höfnin orðin mórauð. Búist er við frekari úrkomu í dag og hefur Veðurstofan beint þeim tilmælum til fólks að fylgjast vel með veðurspá og aðvörunum. Páll Önundarson, sem búsettur er á Flateyri, átti leið um Suðureyri í dag þar sem mátti greinilega sjá ummerki vatnsveðursins í nótt. Víða rennur yfir vegi en staðan er þó skítsæmileg, eins og Páll orðar það sjálfur. „Á lægstu punktunum er vatn, það rennur yfir vegin og ræsin hafa ekki við,“ segir Páll í samtali við Vísi. Hann segir nóttina ekki hafa verið afgerandi slæma þó veðurguðirnir hafi látið finna fyrir sér. „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega.“ Frá Suðureyri í dag.Aðsend Lögreglan á Vestfjörðum hefur gefið út tilkynningu þar sem segir að vatnsveðrið hafi aukið hættuna á aurskriðum og grjóthruni úr hlíðum á svæðinu. Ekki er talin mikil hætta á mannskæðum aurskriðum eða grjóthruni en íbúar eru hvattir til þess að fara varlega. Þá eru sérstaklega tiltekin hús nr. 7 og 9 við Hjallabyggð og hús nr. 10, 12 og 14 við Túngötu. Ekki er talin ástæða til þess að rýma þessi hús en opnuð hefur verið móttaka á veitingastaðnum Fisherman við Aðalgötu og eru íbúar velkomnir þangað. Páll birtir í dag myndir frá Suðureyri þar sem má sjá að nokkuð hraustlega hefur rignt á svæðinu í nótt. Til að mynda er vatnið í höfninni brúnt á lit og segir hann litinn nokkuð fallegan að sjá. „Þetta er bara drullan úr fjallinu. Það er bara að hreinsast lækir sem hafa ekki runnið í nokkur ár, svo allt í einu kemur vatn í þá og þá verður það bara brúnt.“ „Hún er fallega brún höfnin,“ segir Páll Önundarson.Aðsend
Ísafjarðarbær Veður Tengdar fréttir Gestir á tjaldsvæðinu þurftu að færa sig þegar Buná flæddi yfir bakka sína Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. 17. júlí 2020 08:55 Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Gestir á tjaldsvæðinu þurftu að færa sig þegar Buná flæddi yfir bakka sína Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. 17. júlí 2020 08:55
Útivistarfólk fylgist með veðurspám og aðvörunum Vegfarendur og útivistarfólk er áfram beðið um að fylgjast vel með veðurspám, taka mark á aðvörunum Veðurstofunnar og kynna sér þær. 17. júlí 2020 07:13