Leiðtogar ESB funda um risavaxinn björgunarpakka Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2020 19:30 Thierry Monasse/Getty Leiðtogar Evrópusambandsins gera úrslitatilraun til að ná saman um risavaxinn björgunarpakka til aðildarríkjanna vegna efnahagsáfallsins að völdum kórónuveirufaraldurins. Suðurríki álfunnar leggja áherslu á skjótar aðgerðir og styrki en nokkur ríki í norðurálfunni vilja skilyrði fyrir þeim. Leiðtogar 27 aðildarríkja Evrópusambandsins komu saman við sama borð í dag í fyrsta skipti frá því í febrúar.Thierry Monasse/Getty Leiðtogaranir komu saman til helgarfundar í Brussel í dag í fyrsta skipti frá því í febrúar. Öll tuttugu og sjö ríki Evrópusambandsins hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna kórónuveirufaraldurins þar sem atvinnulíf hefur meira og minna verið lamað síðustu mánuði. Angela Merkel þýskalandskanslari og Emmanuel Macron Frakklands hafa kynnt áætlun sem er sambland lána og styrkja til ríkjanna. Aðgerðirnar hljóða upp á 750 milljarða evra. En deilt er um hlutfall lána og styrkja og skilyrði fyrir þeim, ekki hvað síst vegna þess að sambandið þarf að taka lán fyrir björgunarpakkanum. Emmanuel Macron forseti Frakklands er sagður aðal hugmyndafræðilegi arkitektinn á bakvið aðgerðirnar.Pool/Getty Images „Stund sannleikans er runnin upp fyrir Evrópu. Við erum að upplifa fordómalaust neyðarástand í heilbrigðis- og efnahagsmálum. Þessi staða kallar á enn meiri samstöðu og metnað af okkar hálfu en áður,” sagði Macron þegar hann mætti til leiðtogafundarins í dag. Grikkir sem eins og fleiri ríki suður Evrópu standa illa vegna faraldursins og voru þar af auki stórskuldugir fyrir Kyriakos Mitsotakis forsætisráðherra Grikklands segir ekkert því til fyrirstöðu að leiðtogarnir nái samkomulagi um aðgerðir nú um helgina. Forsætisráðherra Grikklands hefur fundað með einstökum leiðtogum norður evrópuríkja sambandsins undanfarna viku til að hvetja þá til stuðnings við björgunarpakkann.Panayotis Tzamaros/NurPhoto/Getty “Samstaða og eining Evrópusambandsins eru að veði. Við meigum ekki missa augun af stóru myndinni og stóra myndin er að við stöndum frammi fyrir alvarlegustu efnahagskreppu frá því í seinni heimsstyrjöldinni,” sagði Mitsotakis. Angela Merkel kanslari Þýskalands dregur enga fjöður yfir að viðræður leiðtoganna verði erfiðar en þeir muni leggja sig alla fram um að ná samkomulagi. Angela Merkel styður í fyrsta skipti að einstaka aðildarríkjum séu veitt styrkir en ekki eingöngu lán á krepputímum.Thierry Monasse/Getty “Nú þurfa allir að sýna mikinn vilja til að ná fram málamiðlunum til að ná niðurstöðu sem er góð fyrir Evrópu. Góð fyrir íbúa Evrópu í ljósi faraldursins og viðeigandi viðbragð við þeim efnahagslegu erfiðleikum sem við er að eiga. En ég býst við mjög erfiðum samningaviðræðum,” sagði Merkel, Auk björgunarpakkans liggur fyrir leiðtogunum tuttugu og sjö að ná samanum um fjárhagsáætlun Evrópusambandsins upp á rúmlega trilljón evra til næstu sjö ára. Fastlega er reiknað með að dagurinn í dag muni ekki duga leiðtogunum og þeir þurfi að funda áfram á morgun að minnsta kosti. Evrópusambandið Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins gera úrslitatilraun til að ná saman um risavaxinn björgunarpakka til aðildarríkjanna vegna efnahagsáfallsins að völdum kórónuveirufaraldurins. Suðurríki álfunnar leggja áherslu á skjótar aðgerðir og styrki en nokkur ríki í norðurálfunni vilja skilyrði fyrir þeim. Leiðtogar 27 aðildarríkja Evrópusambandsins komu saman við sama borð í dag í fyrsta skipti frá því í febrúar.Thierry Monasse/Getty Leiðtogaranir komu saman til helgarfundar í Brussel í dag í fyrsta skipti frá því í febrúar. Öll tuttugu og sjö ríki Evrópusambandsins hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna kórónuveirufaraldurins þar sem atvinnulíf hefur meira og minna verið lamað síðustu mánuði. Angela Merkel þýskalandskanslari og Emmanuel Macron Frakklands hafa kynnt áætlun sem er sambland lána og styrkja til ríkjanna. Aðgerðirnar hljóða upp á 750 milljarða evra. En deilt er um hlutfall lána og styrkja og skilyrði fyrir þeim, ekki hvað síst vegna þess að sambandið þarf að taka lán fyrir björgunarpakkanum. Emmanuel Macron forseti Frakklands er sagður aðal hugmyndafræðilegi arkitektinn á bakvið aðgerðirnar.Pool/Getty Images „Stund sannleikans er runnin upp fyrir Evrópu. Við erum að upplifa fordómalaust neyðarástand í heilbrigðis- og efnahagsmálum. Þessi staða kallar á enn meiri samstöðu og metnað af okkar hálfu en áður,” sagði Macron þegar hann mætti til leiðtogafundarins í dag. Grikkir sem eins og fleiri ríki suður Evrópu standa illa vegna faraldursins og voru þar af auki stórskuldugir fyrir Kyriakos Mitsotakis forsætisráðherra Grikklands segir ekkert því til fyrirstöðu að leiðtogarnir nái samkomulagi um aðgerðir nú um helgina. Forsætisráðherra Grikklands hefur fundað með einstökum leiðtogum norður evrópuríkja sambandsins undanfarna viku til að hvetja þá til stuðnings við björgunarpakkann.Panayotis Tzamaros/NurPhoto/Getty “Samstaða og eining Evrópusambandsins eru að veði. Við meigum ekki missa augun af stóru myndinni og stóra myndin er að við stöndum frammi fyrir alvarlegustu efnahagskreppu frá því í seinni heimsstyrjöldinni,” sagði Mitsotakis. Angela Merkel kanslari Þýskalands dregur enga fjöður yfir að viðræður leiðtoganna verði erfiðar en þeir muni leggja sig alla fram um að ná samkomulagi. Angela Merkel styður í fyrsta skipti að einstaka aðildarríkjum séu veitt styrkir en ekki eingöngu lán á krepputímum.Thierry Monasse/Getty “Nú þurfa allir að sýna mikinn vilja til að ná fram málamiðlunum til að ná niðurstöðu sem er góð fyrir Evrópu. Góð fyrir íbúa Evrópu í ljósi faraldursins og viðeigandi viðbragð við þeim efnahagslegu erfiðleikum sem við er að eiga. En ég býst við mjög erfiðum samningaviðræðum,” sagði Merkel, Auk björgunarpakkans liggur fyrir leiðtogunum tuttugu og sjö að ná samanum um fjárhagsáætlun Evrópusambandsins upp á rúmlega trilljón evra til næstu sjö ára. Fastlega er reiknað með að dagurinn í dag muni ekki duga leiðtogunum og þeir þurfi að funda áfram á morgun að minnsta kosti.
Evrópusambandið Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira