Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í göngum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. júlí 2020 19:30 Mikil rigningarspá gékk eftir í gærkvöldi og í nótt á Vestfjörðum. Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði síðdegis vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í Vestfjarðargöngum. Úrhelli hefur verið á Ísafirði í dag og vegna úrkomunnar jókst afrennsli og álag á fráveitukerfi og miklir vatnavextir urðu í ám og lækjum. Hviður mældust allt að 40 metra á sekúndu á Vestfjörðum og Breiðafirði í nótt. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Vestfirði fram á miðnætti og tekur þá við gul viðvörun sem einnig gildir fyrir strandir og Norðurland í heild þar til á morgun. Gul viðvörun er einnig í gildi fyrir stóran hluta Norðurlandsins og mun gilda til morguns. Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði síðdegis vegna úrkomunnar. Búast má við grjóthruni og skriðum áfram á meðan úrhellið gengur yfir samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Súgfirðingar eignuðust sína eigin hraunfossa í veðrinu. Vegurinn upp á Bolafjall er lokaður til morguns af öryggisaðstæðum. Kindur leituðu skjóls í göngunum.STÖÐ2 „Þegar þetta slotar og við getum skoðað þetta betur þá kemur ýmislegt í ljós sem þarf að laga það hefur aldrei brugðist,“ sagði Kristinn Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal við Ísafjörð þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. Ekkert tjón varð á mannvirkjum. „Við hjálpuðum öllum að ferja bíla yfir ána í gær þannig að það eru allir bílar réttu megin við hana. Fimm ferðavagnar eru enn á svæðinu og fólk sem gisti í þeim,“ sagði Guti Það voru ekki einungis ökutæki vem fóru um Vestfjarðargöngin en kindur leituðu skjóls í þeim. Seinni partinn á morgun fer að draga út vindi og úrkomu á Norðurlandi og Vestfjörðum. Þá færist lægðin austar en á Austurlandi hvessir mjög og verður hvassast á Suð-austurlandi þar sem kviður gætu farið í 25 metra á sekúndu. Veður Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Móttaka Rauða krossins á Suðureyri opin áfram í kvöld og nótt Rauði krossinn á Ísafirði opnaði fyrr í dag móttöku á Suðureyri vegna mikilla aurskriða og grjóthruns úr hlíðum fyrir ofan bæinn. Miðstöðin verður opin áfram í kvöld og í nótt vegna veðurs. 17. júlí 2020 18:33 Dagsverkið að bjarga lömbum og dæla úr kjöllurum Björgunarsveitir á Vestfjörðum höfðu í nógu að snúast í dag vegna hvassviðris og úrhellisrigningar. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á Vestfjörðum til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við. Gular viðvaranir verða í gildi á öllu Norðurlandi fram á morgun. 17. júlí 2020 17:42 Stóreflis björg hrynja úr hlíðum ofan Ísafjarðarbæjar Ísfirðingurinn Teitur Magnússon er pollrólegur þó stóreflis björg séu að hrynja niður hlíðina ofan heimilis hans. 17. júlí 2020 15:33 Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Mikil rigningarspá gékk eftir í gærkvöldi og í nótt á Vestfjörðum. Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði síðdegis vegna úrkomunnar og kindur leituðu skjóls í Vestfjarðargöngum. Úrhelli hefur verið á Ísafirði í dag og vegna úrkomunnar jókst afrennsli og álag á fráveitukerfi og miklir vatnavextir urðu í ám og lækjum. Hviður mældust allt að 40 metra á sekúndu á Vestfjörðum og Breiðafirði í nótt. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Vestfirði fram á miðnætti og tekur þá við gul viðvörun sem einnig gildir fyrir strandir og Norðurland í heild þar til á morgun. Gul viðvörun er einnig í gildi fyrir stóran hluta Norðurlandsins og mun gilda til morguns. Grjót féll úr hlíðum með miklum drunum á Ísafirði síðdegis vegna úrkomunnar. Búast má við grjóthruni og skriðum áfram á meðan úrhellið gengur yfir samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Súgfirðingar eignuðust sína eigin hraunfossa í veðrinu. Vegurinn upp á Bolafjall er lokaður til morguns af öryggisaðstæðum. Kindur leituðu skjóls í göngunum.STÖÐ2 „Þegar þetta slotar og við getum skoðað þetta betur þá kemur ýmislegt í ljós sem þarf að laga það hefur aldrei brugðist,“ sagði Kristinn Starfsmenn tjaldstæðisins í Tungudal við Ísafjörð þurftu að aðstoða gesti að færa sig eftir að áin Buná flæddi yfir bakka sína í gærkvöldi. Ekkert tjón varð á mannvirkjum. „Við hjálpuðum öllum að ferja bíla yfir ána í gær þannig að það eru allir bílar réttu megin við hana. Fimm ferðavagnar eru enn á svæðinu og fólk sem gisti í þeim,“ sagði Guti Það voru ekki einungis ökutæki vem fóru um Vestfjarðargöngin en kindur leituðu skjóls í þeim. Seinni partinn á morgun fer að draga út vindi og úrkomu á Norðurlandi og Vestfjörðum. Þá færist lægðin austar en á Austurlandi hvessir mjög og verður hvassast á Suð-austurlandi þar sem kviður gætu farið í 25 metra á sekúndu.
Veður Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Móttaka Rauða krossins á Suðureyri opin áfram í kvöld og nótt Rauði krossinn á Ísafirði opnaði fyrr í dag móttöku á Suðureyri vegna mikilla aurskriða og grjóthruns úr hlíðum fyrir ofan bæinn. Miðstöðin verður opin áfram í kvöld og í nótt vegna veðurs. 17. júlí 2020 18:33 Dagsverkið að bjarga lömbum og dæla úr kjöllurum Björgunarsveitir á Vestfjörðum höfðu í nógu að snúast í dag vegna hvassviðris og úrhellisrigningar. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á Vestfjörðum til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við. Gular viðvaranir verða í gildi á öllu Norðurlandi fram á morgun. 17. júlí 2020 17:42 Stóreflis björg hrynja úr hlíðum ofan Ísafjarðarbæjar Ísfirðingurinn Teitur Magnússon er pollrólegur þó stóreflis björg séu að hrynja niður hlíðina ofan heimilis hans. 17. júlí 2020 15:33 Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Móttaka Rauða krossins á Suðureyri opin áfram í kvöld og nótt Rauði krossinn á Ísafirði opnaði fyrr í dag móttöku á Suðureyri vegna mikilla aurskriða og grjóthruns úr hlíðum fyrir ofan bæinn. Miðstöðin verður opin áfram í kvöld og í nótt vegna veðurs. 17. júlí 2020 18:33
Dagsverkið að bjarga lömbum og dæla úr kjöllurum Björgunarsveitir á Vestfjörðum höfðu í nógu að snúast í dag vegna hvassviðris og úrhellisrigningar. Appelsínugul veðurviðvörun gildir á Vestfjörðum til miðnættis en þá tekur gul viðvörun við. Gular viðvaranir verða í gildi á öllu Norðurlandi fram á morgun. 17. júlí 2020 17:42
Stóreflis björg hrynja úr hlíðum ofan Ísafjarðarbæjar Ísfirðingurinn Teitur Magnússon er pollrólegur þó stóreflis björg séu að hrynja niður hlíðina ofan heimilis hans. 17. júlí 2020 15:33
Ræsin hafa ekki undan á Suðureyri „Það var hviðótt og það rigndi helvíti hraustlega,“ segir íbúi á svæðinu. 17. júlí 2020 12:54