Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Andri Eysteinsson skrifar 17. júlí 2020 19:45 Vísir/Vilhelm Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. Í samtali við Vísi í dag sagði Ragnar að stjórn VR muni beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður Verzlunarmanna muni sniðganga frekari fjárfestingar í Icelandair Group og ekki taka þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. Eru það viðbrögð VR við þeirri ákvörðun Icelandair Group að hætta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélagið og segja upp öllum flugfreyjum. „Það finnst mér sérstakt og slær mig svolítið. Það er mjög slæmt náttúrulega að menn hafi ekki náð samningi þarna. Eins og ég skil þetta þá er lífeyrissjóðurinn með sjálfstæða stjórn og verkalýðsforystan á ekki að vera að blanda sér af fjárfestingum sjóðsins. Þá ertu farinn að beita fjármunum sjóðfélaga í pólitísku valdatafli. Þá ertu kominn út á hála braut,“ segir Snorri en bætir við að vissulega séu ákvæði um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum lífeyrissjóða og mögulega falli þetta þar undir. Snorri segir, í samtali við Vísi, að útspil Icelandair hafi í raun ekki komið honum á óvart. „Spurningin er hversu lengi það gangi að hafa öryggisverði í staðinn fyrir flugfreyjur. Það gengur líklega á meðan Covid-faraldurinn er en varla þegar allt er komið í sama horf aftur,“ sagði Snorri sem bætti við að erfitt væri að segja mikið um hvaða áhrif þetta gæti haft á horfur fyrirtækisins. „Öll röskun á rekstri félagsins er náttúrulega slæm.“ Snorri Jakobsson Formaður í VR var harðorður um stjórn Icelandair Group og sagði að með þá stjórn í brúnni myndi enginn vilja snerta fyrirtækið með priki. Helmingur stjórnarmanna Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna, eins stærsta eiganda Icelandair Group eru skipaðir af VR og eins og áður sagði vill formaður verkalýðsfélagsins að LV fjárfesti ekki frekar í félaginu. „Lífeyrissjóðirnir eiga að vinna faglega og meta fjárfestingarkosti út frá fjárhagslegum sjónarmiðum en ekki pólitík. Það er spurning hvort það sé pólitík eða samfélagsleg ábyrgð sem horft er til þarna,“ sagði Snorri. „Svo er spurning hvernig menn meta þetta. Hvort þetta skref Icelandair hafi verið rangt eða ekki eða hvort til of mikils hafi verið ætlast hjá Flugfreyjufélaginu,“ sagði Snorri. Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. Í samtali við Vísi í dag sagði Ragnar að stjórn VR muni beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður Verzlunarmanna muni sniðganga frekari fjárfestingar í Icelandair Group og ekki taka þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. Eru það viðbrögð VR við þeirri ákvörðun Icelandair Group að hætta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélagið og segja upp öllum flugfreyjum. „Það finnst mér sérstakt og slær mig svolítið. Það er mjög slæmt náttúrulega að menn hafi ekki náð samningi þarna. Eins og ég skil þetta þá er lífeyrissjóðurinn með sjálfstæða stjórn og verkalýðsforystan á ekki að vera að blanda sér af fjárfestingum sjóðsins. Þá ertu farinn að beita fjármunum sjóðfélaga í pólitísku valdatafli. Þá ertu kominn út á hála braut,“ segir Snorri en bætir við að vissulega séu ákvæði um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum lífeyrissjóða og mögulega falli þetta þar undir. Snorri segir, í samtali við Vísi, að útspil Icelandair hafi í raun ekki komið honum á óvart. „Spurningin er hversu lengi það gangi að hafa öryggisverði í staðinn fyrir flugfreyjur. Það gengur líklega á meðan Covid-faraldurinn er en varla þegar allt er komið í sama horf aftur,“ sagði Snorri sem bætti við að erfitt væri að segja mikið um hvaða áhrif þetta gæti haft á horfur fyrirtækisins. „Öll röskun á rekstri félagsins er náttúrulega slæm.“ Snorri Jakobsson Formaður í VR var harðorður um stjórn Icelandair Group og sagði að með þá stjórn í brúnni myndi enginn vilja snerta fyrirtækið með priki. Helmingur stjórnarmanna Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna, eins stærsta eiganda Icelandair Group eru skipaðir af VR og eins og áður sagði vill formaður verkalýðsfélagsins að LV fjárfesti ekki frekar í félaginu. „Lífeyrissjóðirnir eiga að vinna faglega og meta fjárfestingarkosti út frá fjárhagslegum sjónarmiðum en ekki pólitík. Það er spurning hvort það sé pólitík eða samfélagsleg ábyrgð sem horft er til þarna,“ sagði Snorri. „Svo er spurning hvernig menn meta þetta. Hvort þetta skref Icelandair hafi verið rangt eða ekki eða hvort til of mikils hafi verið ætlast hjá Flugfreyjufélaginu,“ sagði Snorri.
Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira