Hermann Hreiðarsson byrjar heldur betur af krafti með 2. deildarlið Þróttar Vogum en hann hefur unnið tvo fyrstu leikina sína með félagið.
Hermann var ráðinn þjálfari liðsins fyrir rúmri viku og stýrði liðinu í sigri á Völsungi í síðustu viku. Í kvöld unnu þeir 1-0 sigur á Selfossi á heimavelli.
Njarðvík og ÍR gerðu 1-1 jafntefli í Breiðholti og Kári vann 5-0 sigur á Víði. Haukar gerðu góða ferð austur og unnu 3-0 sigur á KF og Fjarðabyggð lagði Dalvík/Reyni 1-0.
Stöðuna í deildinni má sjá hér að neðan.
Staðan í heild sinni:
1. Kórdrengir 13 stig*
2. Haukar 12 stig
3. Fjarðabyggð 11 stig
4. Þróttur Vogum 11 stig
5. Selfoss 10 stig
6. Njarðvík 10 stig
7. Kári 8 stig
8. ÍR 7 stig
9. Fjallabyggð 6 stig
10. Víðir 6 stig
11. Dalvík/Reynir 4 stig
12. Völsungur 1 stig*
* Hafa spilað fimm leiki en önnur hafa spilað sex.