Geimferðastofnun Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur sett stefnuna á rauðu plánetuna Mars en könnunarhnettinum Hope var skotið á loft japönsku geimstöðinni Tanegashima í gær.
Um er að ræða fyrstu tilraun Furstadæmanna til þess að komast til mars en tilgangur Hope er að stunda rannsóknir á loftslagi og veðri Mars frá sporbaug. Stefnt er að því 500 milljón kílómetra ferðalagi Hope ljúki með komu til Mars í febrúar 2021, á sama tíma og Sameinuðu arabísku furstadæmin fagna fimmtíu ára afmæli sínu.
Ferð Hope verður stýrt frá Mohamed bin Rashid stjórnstöðinni í Dubaien Sarah al Amiri fer fyrir hópi vísindamanna að baki áætluninni. Hún segist spennt fyrir rannsókninni og telur að geimskotið geti haft mikil áhrif á lífið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
„Þegar Bandaríkin lentu á tunglinu hvatti það alla sem horfðu á til þess að leggja harðar af sér og leyfa sér að dreyma. Þegar börn í furstadæmunum vakna þá gæti þetta geimskot haft sömu áhrif og gert börnunum kleift að hafa meiri áhrif á heiminn í framtíðinni,“ hefur BBC eftir al Amiri.
Í vikunni þurfti í tvígang frá að hverfa vegna veðurs en tókst geimskotið í þriðju tilraun. Hope verður ekki einmana við Mars því bæði Bandaríkin og Kína eru á lokametrunum við undirbúning geimskota sem ætlað er að enda för sína á Mars.