Dulbúinn maður skaut son dómara til bana Kjartan Kjartansson skrifar 20. júlí 2020 13:27 Morðinginn er sagður hafa verið dulbúinn sem hraðsendill. Hann bankaði upp á heima hjá dómaranum, skaut son hennar til bana og særði eiginmann hennar. Myndin er sviðsett og úr safni. Vísir/Getty Lögregla leitar nú manns sem skaut son alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans á heimili fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Morðinginn er sagður hafa verið dulbúinn sem hraðsendill og flúið af vettvangi eftir ódæðið. Esther Salas, svæðisdómari, særðist ekki sjálf í árásinni en hún er sögð hafa verið í kjallara hússins í North Brunswick þegar morðinginn knúði dyra. Daniel Anderl, tvítugur sonur hennar, var skotinn til bana þegar hann kom til dyra og Mark Anderl, 63 ára gamall eiginmaður hennar, særðist. Anderl, sem er lögmaður og fyrrverandi aðstoðarsaksóknari, er sagður í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Yfirvöld hafa ekki gefið neitt upp um hvaða gæti hafa búið að baki skotárásinni. Washington Post segir að alríkislögreglan (FBI) leiti manns en að hann gangi enn laus. Daniel Anderl var eina barn Salas og eiginmanns hennar. Phil Murphy, ríkisstjóri New Jersey, segir í yfirlýsingu til AP-fréttastofunnar að árásin sé áminning um að neyðarástand ríki í Bandaríkjunum vegna byssuofbeldis. Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður demókrata frá New Jersey, sagði vonast til að þeir seku yrðu dregnir látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum fljótt. Dæmdi í máli raunveruleikastjarna og er með mál gegn Deutsche bank Salas er 51 árs gömul og var skipuð svæðisdómari af Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2010 og staðfest í embættið árið eftir. Hún varð fyrsta konan af rómönskum ættum til að gegna slíku embætti. Eitt af stærstu málunum sem Salas hefur dæmt í varðaði hjón sem komu fram í raunveruleikaþáttunum „Real Housewives of New Jersey“ og voru sakfelld fyrir skattsvik. Salas hagaði fangelsisdómum þeirra þannig að annað þeirra gengi laust til að geta annast tvö börn þeirra. Nýlega fékk Salas í fangið mál fjárfesta í Deutsche bank sem saka bankann um að hafa hunsað eigin stefnu gegn peningaþvætti með því að taka við áhættusömum viðskiptavinum eins og Jeffrey Epstein, auðkýfingnum sem var ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot þar til hann svipti sig lífi í fangelsi í fyrra. Washington Post hefur eftir Francis Womack, borgarstjóra North Brunswick, og vini Salas og Anderl, að hann hafi ekki vitað um neinar hótanir í garð Salas nýlega. „Sem dómari fékk hún hótanir við og við en allir segja að undanfarið hafi ekki verið neinar,“ sagði Womack. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Lögregla leitar nú manns sem skaut son alríkisdómara til bana og særði eiginmann hans á heimili fjölskyldunnar í New Jersey í Bandaríkjunum í gær. Morðinginn er sagður hafa verið dulbúinn sem hraðsendill og flúið af vettvangi eftir ódæðið. Esther Salas, svæðisdómari, særðist ekki sjálf í árásinni en hún er sögð hafa verið í kjallara hússins í North Brunswick þegar morðinginn knúði dyra. Daniel Anderl, tvítugur sonur hennar, var skotinn til bana þegar hann kom til dyra og Mark Anderl, 63 ára gamall eiginmaður hennar, særðist. Anderl, sem er lögmaður og fyrrverandi aðstoðarsaksóknari, er sagður í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Yfirvöld hafa ekki gefið neitt upp um hvaða gæti hafa búið að baki skotárásinni. Washington Post segir að alríkislögreglan (FBI) leiti manns en að hann gangi enn laus. Daniel Anderl var eina barn Salas og eiginmanns hennar. Phil Murphy, ríkisstjóri New Jersey, segir í yfirlýsingu til AP-fréttastofunnar að árásin sé áminning um að neyðarástand ríki í Bandaríkjunum vegna byssuofbeldis. Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður demókrata frá New Jersey, sagði vonast til að þeir seku yrðu dregnir látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum fljótt. Dæmdi í máli raunveruleikastjarna og er með mál gegn Deutsche bank Salas er 51 árs gömul og var skipuð svæðisdómari af Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2010 og staðfest í embættið árið eftir. Hún varð fyrsta konan af rómönskum ættum til að gegna slíku embætti. Eitt af stærstu málunum sem Salas hefur dæmt í varðaði hjón sem komu fram í raunveruleikaþáttunum „Real Housewives of New Jersey“ og voru sakfelld fyrir skattsvik. Salas hagaði fangelsisdómum þeirra þannig að annað þeirra gengi laust til að geta annast tvö börn þeirra. Nýlega fékk Salas í fangið mál fjárfesta í Deutsche bank sem saka bankann um að hafa hunsað eigin stefnu gegn peningaþvætti með því að taka við áhættusömum viðskiptavinum eins og Jeffrey Epstein, auðkýfingnum sem var ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot þar til hann svipti sig lífi í fangelsi í fyrra. Washington Post hefur eftir Francis Womack, borgarstjóra North Brunswick, og vini Salas og Anderl, að hann hafi ekki vitað um neinar hótanir í garð Salas nýlega. „Sem dómari fékk hún hótanir við og við en allir segja að undanfarið hafi ekki verið neinar,“ sagði Womack.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira