Barðist fyrir „karlréttindum“ og birti færslur litaðar kvenhatri Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2020 09:07 Heimili alríkisdómarans Esther Salas í New Jersey var vettvangur árásarinnar. Vísir/getty Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið son alríkisdómara til bana í New Jersey í Bandaríkjunum í fyrradag fannst látinn í Catskills-fjöllunum í New York í gær. Maðurinn var lögfræðingur og hafði vakið athygli í gegnum tíðina fyrir baráttu sína fyrir svokölluðum „karlréttindum“ (e. men‘s rights) og andúð sína á konum og femínisma. Maðurinn, sem hét Roy Den Hollander, er talinn hafa dulbúið sig sem hraðsendil og knúið dyra á heimili dómarans, Ester Salas, í fyrradag. Daniel Anderl, tvítugur sonur hennar, kom til dyra og var skotinn til bana. Mark Anderl, 63 ára eiginmaður Salas, særðist í árásinni en var í gær sagður í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Umfangsmikilli leit að árásarmanninum var strax hrundið af stað en grunur lögreglu beinist nú að áðurnefndum Den Hollander. Hann fannst látinn í bíl sínum í gær og er sagður hafa framið sjálfsvíg. Upplýsingar sem hann hafði sankað að sér um Janet DiFiore, dómara í New York, fundust í bílnum, auk pakka sem stílaður var á Salas. Færslur litaðar kvenhatri Den Hollander flutti mál fyrir Salas árið 2015. Málið laut að konu sem vildi skrá sig til herkvaðningar sem aðeins var ætluð karlmönnum. Í kjölfarið birti Den Hollander færslur á netinu þar sem hann sakaði dómarann um að hafa notfært sér rómanskan uppruna sinn til velgengni á kostnað annarra. Þá kveður við svipaðan tón í hundruðum færslna sem Den Hollander birti á vefsíðu sinni en þær þykja einkennast af kven- og kynþáttahatri. „Eina vandamálið sem fylgir því að búa of lengi við ríki „femínasistanna“ er að maður eignast svo marga óvini að maður getur ekki jafnað metin við þá alla. En laganámið og fjölmiðlar kenndu mér að forgangsraða,“ skrifaði Den Hollander í einni færslunni. Den Hollander hafði jafnframt vakið athygli í gegnum tíðina fyrir árangurslausar stefnur á hendur skemmtistöðum fyrir að halda svokölluð „konukvöld“. Þá stefndi hann Columbia-háskóla í New York fyrir að vera með kvennafræði (e. women‘s studies) á kennsluskrá sinni og kvað námskeiðið „vígi óréttlætis“ gagnvart karlmönnum. Þá var hann mjög viljugur til að ræða skoðanir sínar á opinberum vettvangi og var á sínum tíma tíður gestur spjall- og fréttaskýringaþátta á sjónvarpsstöðum á borð við Fox News og Comedy Central. Einnig kom í ljós að Den Hollander hafði lýst því í færslum á netinu að hann hefði dulbúið sig sem hraðsendil til að ræða við unga stúlku, þ.e. sama bragð og hann greip til við árásina á heimili dómarans. Salas er 51 árs gömul og var skipuð svæðisdómari af Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2010 og staðfest í embættið árið eftir. Hún varð fyrsta konan af rómönskum ættum til að gegna slíku embætti. Bandaríkin Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið son alríkisdómara til bana í New Jersey í Bandaríkjunum í fyrradag fannst látinn í Catskills-fjöllunum í New York í gær. Maðurinn var lögfræðingur og hafði vakið athygli í gegnum tíðina fyrir baráttu sína fyrir svokölluðum „karlréttindum“ (e. men‘s rights) og andúð sína á konum og femínisma. Maðurinn, sem hét Roy Den Hollander, er talinn hafa dulbúið sig sem hraðsendil og knúið dyra á heimili dómarans, Ester Salas, í fyrradag. Daniel Anderl, tvítugur sonur hennar, kom til dyra og var skotinn til bana. Mark Anderl, 63 ára eiginmaður Salas, særðist í árásinni en var í gær sagður í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Umfangsmikilli leit að árásarmanninum var strax hrundið af stað en grunur lögreglu beinist nú að áðurnefndum Den Hollander. Hann fannst látinn í bíl sínum í gær og er sagður hafa framið sjálfsvíg. Upplýsingar sem hann hafði sankað að sér um Janet DiFiore, dómara í New York, fundust í bílnum, auk pakka sem stílaður var á Salas. Færslur litaðar kvenhatri Den Hollander flutti mál fyrir Salas árið 2015. Málið laut að konu sem vildi skrá sig til herkvaðningar sem aðeins var ætluð karlmönnum. Í kjölfarið birti Den Hollander færslur á netinu þar sem hann sakaði dómarann um að hafa notfært sér rómanskan uppruna sinn til velgengni á kostnað annarra. Þá kveður við svipaðan tón í hundruðum færslna sem Den Hollander birti á vefsíðu sinni en þær þykja einkennast af kven- og kynþáttahatri. „Eina vandamálið sem fylgir því að búa of lengi við ríki „femínasistanna“ er að maður eignast svo marga óvini að maður getur ekki jafnað metin við þá alla. En laganámið og fjölmiðlar kenndu mér að forgangsraða,“ skrifaði Den Hollander í einni færslunni. Den Hollander hafði jafnframt vakið athygli í gegnum tíðina fyrir árangurslausar stefnur á hendur skemmtistöðum fyrir að halda svokölluð „konukvöld“. Þá stefndi hann Columbia-háskóla í New York fyrir að vera með kvennafræði (e. women‘s studies) á kennsluskrá sinni og kvað námskeiðið „vígi óréttlætis“ gagnvart karlmönnum. Þá var hann mjög viljugur til að ræða skoðanir sínar á opinberum vettvangi og var á sínum tíma tíður gestur spjall- og fréttaskýringaþátta á sjónvarpsstöðum á borð við Fox News og Comedy Central. Einnig kom í ljós að Den Hollander hafði lýst því í færslum á netinu að hann hefði dulbúið sig sem hraðsendil til að ræða við unga stúlku, þ.e. sama bragð og hann greip til við árásina á heimili dómarans. Salas er 51 árs gömul og var skipuð svæðisdómari af Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2010 og staðfest í embættið árið eftir. Hún varð fyrsta konan af rómönskum ættum til að gegna slíku embætti.
Bandaríkin Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira