Barðist fyrir „karlréttindum“ og birti færslur litaðar kvenhatri Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2020 09:07 Heimili alríkisdómarans Esther Salas í New Jersey var vettvangur árásarinnar. Vísir/getty Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið son alríkisdómara til bana í New Jersey í Bandaríkjunum í fyrradag fannst látinn í Catskills-fjöllunum í New York í gær. Maðurinn var lögfræðingur og hafði vakið athygli í gegnum tíðina fyrir baráttu sína fyrir svokölluðum „karlréttindum“ (e. men‘s rights) og andúð sína á konum og femínisma. Maðurinn, sem hét Roy Den Hollander, er talinn hafa dulbúið sig sem hraðsendil og knúið dyra á heimili dómarans, Ester Salas, í fyrradag. Daniel Anderl, tvítugur sonur hennar, kom til dyra og var skotinn til bana. Mark Anderl, 63 ára eiginmaður Salas, særðist í árásinni en var í gær sagður í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Umfangsmikilli leit að árásarmanninum var strax hrundið af stað en grunur lögreglu beinist nú að áðurnefndum Den Hollander. Hann fannst látinn í bíl sínum í gær og er sagður hafa framið sjálfsvíg. Upplýsingar sem hann hafði sankað að sér um Janet DiFiore, dómara í New York, fundust í bílnum, auk pakka sem stílaður var á Salas. Færslur litaðar kvenhatri Den Hollander flutti mál fyrir Salas árið 2015. Málið laut að konu sem vildi skrá sig til herkvaðningar sem aðeins var ætluð karlmönnum. Í kjölfarið birti Den Hollander færslur á netinu þar sem hann sakaði dómarann um að hafa notfært sér rómanskan uppruna sinn til velgengni á kostnað annarra. Þá kveður við svipaðan tón í hundruðum færslna sem Den Hollander birti á vefsíðu sinni en þær þykja einkennast af kven- og kynþáttahatri. „Eina vandamálið sem fylgir því að búa of lengi við ríki „femínasistanna“ er að maður eignast svo marga óvini að maður getur ekki jafnað metin við þá alla. En laganámið og fjölmiðlar kenndu mér að forgangsraða,“ skrifaði Den Hollander í einni færslunni. Den Hollander hafði jafnframt vakið athygli í gegnum tíðina fyrir árangurslausar stefnur á hendur skemmtistöðum fyrir að halda svokölluð „konukvöld“. Þá stefndi hann Columbia-háskóla í New York fyrir að vera með kvennafræði (e. women‘s studies) á kennsluskrá sinni og kvað námskeiðið „vígi óréttlætis“ gagnvart karlmönnum. Þá var hann mjög viljugur til að ræða skoðanir sínar á opinberum vettvangi og var á sínum tíma tíður gestur spjall- og fréttaskýringaþátta á sjónvarpsstöðum á borð við Fox News og Comedy Central. Einnig kom í ljós að Den Hollander hafði lýst því í færslum á netinu að hann hefði dulbúið sig sem hraðsendil til að ræða við unga stúlku, þ.e. sama bragð og hann greip til við árásina á heimili dómarans. Salas er 51 árs gömul og var skipuð svæðisdómari af Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2010 og staðfest í embættið árið eftir. Hún varð fyrsta konan af rómönskum ættum til að gegna slíku embætti. Bandaríkin Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið son alríkisdómara til bana í New Jersey í Bandaríkjunum í fyrradag fannst látinn í Catskills-fjöllunum í New York í gær. Maðurinn var lögfræðingur og hafði vakið athygli í gegnum tíðina fyrir baráttu sína fyrir svokölluðum „karlréttindum“ (e. men‘s rights) og andúð sína á konum og femínisma. Maðurinn, sem hét Roy Den Hollander, er talinn hafa dulbúið sig sem hraðsendil og knúið dyra á heimili dómarans, Ester Salas, í fyrradag. Daniel Anderl, tvítugur sonur hennar, kom til dyra og var skotinn til bana. Mark Anderl, 63 ára eiginmaður Salas, særðist í árásinni en var í gær sagður í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Umfangsmikilli leit að árásarmanninum var strax hrundið af stað en grunur lögreglu beinist nú að áðurnefndum Den Hollander. Hann fannst látinn í bíl sínum í gær og er sagður hafa framið sjálfsvíg. Upplýsingar sem hann hafði sankað að sér um Janet DiFiore, dómara í New York, fundust í bílnum, auk pakka sem stílaður var á Salas. Færslur litaðar kvenhatri Den Hollander flutti mál fyrir Salas árið 2015. Málið laut að konu sem vildi skrá sig til herkvaðningar sem aðeins var ætluð karlmönnum. Í kjölfarið birti Den Hollander færslur á netinu þar sem hann sakaði dómarann um að hafa notfært sér rómanskan uppruna sinn til velgengni á kostnað annarra. Þá kveður við svipaðan tón í hundruðum færslna sem Den Hollander birti á vefsíðu sinni en þær þykja einkennast af kven- og kynþáttahatri. „Eina vandamálið sem fylgir því að búa of lengi við ríki „femínasistanna“ er að maður eignast svo marga óvini að maður getur ekki jafnað metin við þá alla. En laganámið og fjölmiðlar kenndu mér að forgangsraða,“ skrifaði Den Hollander í einni færslunni. Den Hollander hafði jafnframt vakið athygli í gegnum tíðina fyrir árangurslausar stefnur á hendur skemmtistöðum fyrir að halda svokölluð „konukvöld“. Þá stefndi hann Columbia-háskóla í New York fyrir að vera með kvennafræði (e. women‘s studies) á kennsluskrá sinni og kvað námskeiðið „vígi óréttlætis“ gagnvart karlmönnum. Þá var hann mjög viljugur til að ræða skoðanir sínar á opinberum vettvangi og var á sínum tíma tíður gestur spjall- og fréttaskýringaþátta á sjónvarpsstöðum á borð við Fox News og Comedy Central. Einnig kom í ljós að Den Hollander hafði lýst því í færslum á netinu að hann hefði dulbúið sig sem hraðsendil til að ræða við unga stúlku, þ.e. sama bragð og hann greip til við árásina á heimili dómarans. Salas er 51 árs gömul og var skipuð svæðisdómari af Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, árið 2010 og staðfest í embættið árið eftir. Hún varð fyrsta konan af rómönskum ættum til að gegna slíku embætti.
Bandaríkin Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira