Höfðu hendur í hári gíslatökumannsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2020 22:31 Mynd frá vettvangi sem innanríkisráðherra Úkraínu deildi á Twitter. Twitter Öryggissveitir í Úkraínu hafa haft hendur í hári manns sem tók þrettán manns í gíslingu í rútu í borginni Lutsk. Maðurinn hafði meðal annars sett fram kröfu um að hátt settir stjórnmálamenn í landinu lýstu því yfir að þeir væru hryðjuverkamenn. Þremur gíslum hafði verið sleppt áður. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu voru gíslarnir tíu sem eftir voru látnir lausir stuttu eftir að forseti Úkraínu, Volodíjmíjr Selenskíj steig fram og birti af sér myndband þar sem hann hvatti „alla til þess að horfa á kvikmyndina Earthlings frá árinu 2005,“ en það ku hafa verið ein af kröfum mannsins. Myndin fjallar um stórfyrirtæki sem græða á dýrum. Selenskíj hafði átt í samningaviðræðum við gíslatökumanninn, þar sem hann setti meðal annars fram kröfu um að forsetinn myndi hvetja alla til þess að horfa á myndina. Forsetinn gerði það, og skömmu síðar tilkynnti Arsen Avakov innanríkisráðherra um að maðurinn hefði náðst. Forsetinn eyddi þá myndbandinu. Öll sem tekin voru í gíslingu eru á heilu og höldnu, að því er fram kemur í tísti frá Avakov innanríkisráðherra. Á mynd sem fylgir með tístinu má sjá gíslatökumanninn handjárnaðan á jörðinni. Луцк. Все целы! pic.twitter.com/ivB4u6sQEH— Arsen Avakov (@AvakovArsen) July 21, 2020 Gíslatökumaðurinn heitir Maksíjm Kríjvosj og er 44 ára Rússi. Hann hefur verið dæmdur fyrir ýmsa glæpi og hefur hann setið tíu ár í fangelsi fyrir fjársvik, rán og ólögleg vopnaburð. Hann skaut fyrr í dag á lögregludróna út um rúðu á rútunni og kastaði handsprengju sem sprakk ekki, að sögn fréttastofu AP. Þá er hann sagður halda því fram að hann hafi komið fyrir sprengju á opinberum stað í borginni sem hann gæti sprengt með fjarstýringu. Úkraína Tengdar fréttir Gíslataka í rútu í Úkraínu Vopnaður maður heldur nú farþegum lítillar rútu í gíslingu í borginni Lutsk í vestanverðri Úkraínu. Hann er sagður krefjast þess að hátt settir stjórnmálamenn lýsi því yfir að þeir séu „hryðjuverkamenn“. 21. júlí 2020 16:30 Þremur gíslum sleppt úr haldi í gíslatöku í Úkraínu Þremur gíslum hefur verið sleppt lausum í gíslatöku í borginni Lutsk í vestanverðri Úkraínu eftir margra klukkutíma viðræður við gíslatökumanninn. 21. júlí 2020 19:00 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Öryggissveitir í Úkraínu hafa haft hendur í hári manns sem tók þrettán manns í gíslingu í rútu í borginni Lutsk. Maðurinn hafði meðal annars sett fram kröfu um að hátt settir stjórnmálamenn í landinu lýstu því yfir að þeir væru hryðjuverkamenn. Þremur gíslum hafði verið sleppt áður. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu voru gíslarnir tíu sem eftir voru látnir lausir stuttu eftir að forseti Úkraínu, Volodíjmíjr Selenskíj steig fram og birti af sér myndband þar sem hann hvatti „alla til þess að horfa á kvikmyndina Earthlings frá árinu 2005,“ en það ku hafa verið ein af kröfum mannsins. Myndin fjallar um stórfyrirtæki sem græða á dýrum. Selenskíj hafði átt í samningaviðræðum við gíslatökumanninn, þar sem hann setti meðal annars fram kröfu um að forsetinn myndi hvetja alla til þess að horfa á myndina. Forsetinn gerði það, og skömmu síðar tilkynnti Arsen Avakov innanríkisráðherra um að maðurinn hefði náðst. Forsetinn eyddi þá myndbandinu. Öll sem tekin voru í gíslingu eru á heilu og höldnu, að því er fram kemur í tísti frá Avakov innanríkisráðherra. Á mynd sem fylgir með tístinu má sjá gíslatökumanninn handjárnaðan á jörðinni. Луцк. Все целы! pic.twitter.com/ivB4u6sQEH— Arsen Avakov (@AvakovArsen) July 21, 2020 Gíslatökumaðurinn heitir Maksíjm Kríjvosj og er 44 ára Rússi. Hann hefur verið dæmdur fyrir ýmsa glæpi og hefur hann setið tíu ár í fangelsi fyrir fjársvik, rán og ólögleg vopnaburð. Hann skaut fyrr í dag á lögregludróna út um rúðu á rútunni og kastaði handsprengju sem sprakk ekki, að sögn fréttastofu AP. Þá er hann sagður halda því fram að hann hafi komið fyrir sprengju á opinberum stað í borginni sem hann gæti sprengt með fjarstýringu.
Úkraína Tengdar fréttir Gíslataka í rútu í Úkraínu Vopnaður maður heldur nú farþegum lítillar rútu í gíslingu í borginni Lutsk í vestanverðri Úkraínu. Hann er sagður krefjast þess að hátt settir stjórnmálamenn lýsi því yfir að þeir séu „hryðjuverkamenn“. 21. júlí 2020 16:30 Þremur gíslum sleppt úr haldi í gíslatöku í Úkraínu Þremur gíslum hefur verið sleppt lausum í gíslatöku í borginni Lutsk í vestanverðri Úkraínu eftir margra klukkutíma viðræður við gíslatökumanninn. 21. júlí 2020 19:00 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Gíslataka í rútu í Úkraínu Vopnaður maður heldur nú farþegum lítillar rútu í gíslingu í borginni Lutsk í vestanverðri Úkraínu. Hann er sagður krefjast þess að hátt settir stjórnmálamenn lýsi því yfir að þeir séu „hryðjuverkamenn“. 21. júlí 2020 16:30
Þremur gíslum sleppt úr haldi í gíslatöku í Úkraínu Þremur gíslum hefur verið sleppt lausum í gíslatöku í borginni Lutsk í vestanverðri Úkraínu eftir margra klukkutíma viðræður við gíslatökumanninn. 21. júlí 2020 19:00