Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs áhyggjuefni Vésteinn Örn Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 22. júlí 2020 21:00 Ari Skúlason er hagfræðingur hjá Landsbankanum. Stöð 2 Það er áhyggjuefni að ekki hafi reglubundið verið lagt til hliðar vegna lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs að mati hagfræðings. Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar námu í fyrra tæpum fjórðungi af landsframleiðslu. Í nýlegri hagsjá Landsbankans kemur fram ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs hafi við lok síðasta árs numið rúmlega 720 milljörðum króna. Það er aukning upp á tólf prósent sem er meira en síðustu tvö ár þar á undan. Þannig námu ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar tæplega fjórðungi af vergri landsframleiðslu í fyrra. Þá hækkuðu ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar um rúm 20% milli áranna 2015 og 2016 en um 17% árið þar áður að því er fram kemur í hagsjánni. Í fyrra hafi um 270 milljarðar verið greiddir upp í lífeyrisskuldbindingar. „Þetta er náttúrlega stærð sem bara vex og vex. Lífeyrisskuldbindingarnar þær aukast miðað við hvað fjölgar fólki á lífeyrisaldri og líka hvernig launin breytast í samfélaginu,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Þetta sé áhyggjuefni fyrir ríkissjóð til lengri tíma. „Þetta er eitthvað sem þyrfti að leggja fyrir frá degi til dags en það hefur ekki verið gert í langan tíma þannig að þetta er bara skuld sem að eykst, svona skuldbinding sem eykst með árunum. Hún er alltaf að aukast ár eftir ár,“ segir Ari. Umfangið sé gríðarlegt. „Við erum að tala um það til dæmis núna, þegar við gerum upp þetta ár ríkissjóður, þá hafa forráðamenn talað um kannski 300 milljarða halla, þetta er tæplega þreföld sú tala sem að þarna liggur. Þannig að þetta eru stórar, stórar tölur.“ Efnahagsþrengingar af völdum kórónuveirufaraldursins bæti gráu ofan á svart. „Það lítur þannig út að þeir sem eru núna við stjórnvölinn þurfa kannski ekki að hafa áhyggjur af því vegna þess að þetta er vandamál sem kemur svolítið seinna. Þetta kemur einhvern tímann í bakið á ríkissjóði,“ segir Ari. „Miðað við þá stöðu sem ríkissjóður er í núna og það sem hann hefur þurft að taka á sig í Covid-kreppunni, þá náttúrlega er það bara viðbót. Þannig að ríkissjóður er náttúrlega búinn að bæta á sig alveg verulega miklu og er þar að auki með þessar verulegu lífeyrisskuldbindingar á bakinu.“ Lífeyrissjóðir Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Það er áhyggjuefni að ekki hafi reglubundið verið lagt til hliðar vegna lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs að mati hagfræðings. Ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar námu í fyrra tæpum fjórðungi af landsframleiðslu. Í nýlegri hagsjá Landsbankans kemur fram ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs hafi við lok síðasta árs numið rúmlega 720 milljörðum króna. Það er aukning upp á tólf prósent sem er meira en síðustu tvö ár þar á undan. Þannig námu ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar tæplega fjórðungi af vergri landsframleiðslu í fyrra. Þá hækkuðu ófjármagnaðar lífeyrisskuldbindingar um rúm 20% milli áranna 2015 og 2016 en um 17% árið þar áður að því er fram kemur í hagsjánni. Í fyrra hafi um 270 milljarðar verið greiddir upp í lífeyrisskuldbindingar. „Þetta er náttúrlega stærð sem bara vex og vex. Lífeyrisskuldbindingarnar þær aukast miðað við hvað fjölgar fólki á lífeyrisaldri og líka hvernig launin breytast í samfélaginu,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Þetta sé áhyggjuefni fyrir ríkissjóð til lengri tíma. „Þetta er eitthvað sem þyrfti að leggja fyrir frá degi til dags en það hefur ekki verið gert í langan tíma þannig að þetta er bara skuld sem að eykst, svona skuldbinding sem eykst með árunum. Hún er alltaf að aukast ár eftir ár,“ segir Ari. Umfangið sé gríðarlegt. „Við erum að tala um það til dæmis núna, þegar við gerum upp þetta ár ríkissjóður, þá hafa forráðamenn talað um kannski 300 milljarða halla, þetta er tæplega þreföld sú tala sem að þarna liggur. Þannig að þetta eru stórar, stórar tölur.“ Efnahagsþrengingar af völdum kórónuveirufaraldursins bæti gráu ofan á svart. „Það lítur þannig út að þeir sem eru núna við stjórnvölinn þurfa kannski ekki að hafa áhyggjur af því vegna þess að þetta er vandamál sem kemur svolítið seinna. Þetta kemur einhvern tímann í bakið á ríkissjóði,“ segir Ari. „Miðað við þá stöðu sem ríkissjóður er í núna og það sem hann hefur þurft að taka á sig í Covid-kreppunni, þá náttúrlega er það bara viðbót. Þannig að ríkissjóður er náttúrlega búinn að bæta á sig alveg verulega miklu og er þar að auki með þessar verulegu lífeyrisskuldbindingar á bakinu.“
Lífeyrissjóðir Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira