Ásmundur: Skiptingin gekk fullkomlega upp Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2020 23:16 Ásmundur vonast til að fyrsti sigur Fjölnis í sumar sé handan við hornið. vísir/stöð 2 sport Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var ánægður með frammistöðu sinna manna gegn Íslandsmeisturum KR í kvöld. Leiknum lyktaði með 2-2 jafntefli en Fjölnismenn fengu tækifæri undir lokin til að stela sigrinum. „Ég er stoltur af strákunum. Þeir lögðu allt í þetta, við vorum vel skipulagðir og skoruðum tvö mörk. Við getum alveg verið þokkalega sáttir með eitt stig hér þótt maður vilji alltaf taka öll þrjú. Það hefði verið ljúft að sjá boltann fara í stöngina og inn en ekki stöngina og út undir lokin,“ sagði Ásmundur og vísaði til þess þegar Hallvarður Óskar Sigurðsson skaut í stöng þremur mínútum fyrir leikslok. KR var miklu meira með boltann og þjarmaði að Fjölni á löngum köflum. En gestirnir beittu hættulegum skyndisóknum sem skiluðu tveimur mörkum og nokkrum færum til viðbótar. „Við missum að það myndi liggja svolítið á okkur. En við vorum alltaf líklegir og hættulegir og heilt yfir gekk þetta nokkurn veginn eins og við lögðum upp með,“ sagði Ásmundur. Eftir annað mark KR á 62. mínútu gerði Ásmundur tvöfalda skiptingu og setti Ingiberg Kort Sigurðsson og Hallvarð Óskar Sigurðsson inn á fyrir Viktor Andra Hafþórsson og Orra Þórhallsson. Tveimur mínútum síðar skoraði Ingibergur eftir sendingu Hallvarðar. „Skiptingin gekk fullkomlega upp,“ sagði Ásmundur og brosti. „Halli lagði upp á Inga. Þeir komu báðir ferskir inn á. Þetta eru mikil hlaup og við vissum að við þyrftum ferskar lappir þegar líða færi á leikinn.“ Fjölnir á enn eftir að vinna leik í Pepsi Max-deildinni í sumar en miðað við frammistöðuna í kvöld en styttra í hann en lengra. „Ég ætla að vona að menn taki sjálfstraust með sér inn í næstu leiki. Við erum með þéttan og fínan hóp og það er samkeppni um allar stöður. Ef menn halda áfram þeirri frammistöðu sem þeir hafa sýnt í flestum leikjum dettur sigurinn inn,“ sagði Ásmundur að endingu. Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Fjölnir 2-2 | Meistararnir misstigu sig gegn botnliðinu Eftir fjóra sigurleiki í röð gerðu Íslandsmeistarar KR jafntefli við Fjölni, 2-2, á heimavelli. 22. júlí 2020 22:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Fram | Lífið án Söndru Maríu Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ Sjá meira
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var ánægður með frammistöðu sinna manna gegn Íslandsmeisturum KR í kvöld. Leiknum lyktaði með 2-2 jafntefli en Fjölnismenn fengu tækifæri undir lokin til að stela sigrinum. „Ég er stoltur af strákunum. Þeir lögðu allt í þetta, við vorum vel skipulagðir og skoruðum tvö mörk. Við getum alveg verið þokkalega sáttir með eitt stig hér þótt maður vilji alltaf taka öll þrjú. Það hefði verið ljúft að sjá boltann fara í stöngina og inn en ekki stöngina og út undir lokin,“ sagði Ásmundur og vísaði til þess þegar Hallvarður Óskar Sigurðsson skaut í stöng þremur mínútum fyrir leikslok. KR var miklu meira með boltann og þjarmaði að Fjölni á löngum köflum. En gestirnir beittu hættulegum skyndisóknum sem skiluðu tveimur mörkum og nokkrum færum til viðbótar. „Við missum að það myndi liggja svolítið á okkur. En við vorum alltaf líklegir og hættulegir og heilt yfir gekk þetta nokkurn veginn eins og við lögðum upp með,“ sagði Ásmundur. Eftir annað mark KR á 62. mínútu gerði Ásmundur tvöfalda skiptingu og setti Ingiberg Kort Sigurðsson og Hallvarð Óskar Sigurðsson inn á fyrir Viktor Andra Hafþórsson og Orra Þórhallsson. Tveimur mínútum síðar skoraði Ingibergur eftir sendingu Hallvarðar. „Skiptingin gekk fullkomlega upp,“ sagði Ásmundur og brosti. „Halli lagði upp á Inga. Þeir komu báðir ferskir inn á. Þetta eru mikil hlaup og við vissum að við þyrftum ferskar lappir þegar líða færi á leikinn.“ Fjölnir á enn eftir að vinna leik í Pepsi Max-deildinni í sumar en miðað við frammistöðuna í kvöld en styttra í hann en lengra. „Ég ætla að vona að menn taki sjálfstraust með sér inn í næstu leiki. Við erum með þéttan og fínan hóp og það er samkeppni um allar stöður. Ef menn halda áfram þeirri frammistöðu sem þeir hafa sýnt í flestum leikjum dettur sigurinn inn,“ sagði Ásmundur að endingu.
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Fjölnir 2-2 | Meistararnir misstigu sig gegn botnliðinu Eftir fjóra sigurleiki í röð gerðu Íslandsmeistarar KR jafntefli við Fjölni, 2-2, á heimavelli. 22. júlí 2020 22:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Enski boltinn Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Fram | Lífið án Söndru Maríu Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ Sjá meira
Umfjöllun: KR - Fjölnir 2-2 | Meistararnir misstigu sig gegn botnliðinu Eftir fjóra sigurleiki í röð gerðu Íslandsmeistarar KR jafntefli við Fjölni, 2-2, á heimavelli. 22. júlí 2020 22:30