Tap Össurar nam 1,5 milljarði á fyrri hluta ársins Sylvía Hall skrifar 23. júlí 2020 07:51 Í fréttatilkynningu segir að Covid-10 heimsfaraldurinn hafi haft „talsverð áhrif“ á rekstrarniðurstöður fyrri hluta ársins. Vísir/Vilhelm Minni sala og kostnaður vegna fyrirhugaðar sölu rekstrareiningunni Gibaud í Frakklandi eru sagðar ástæður þess að tap Össurar á fyrri hluta ársins nam 11 milljónum Bandaríkjadala, eða um 1,5 milljarði. Tap á öðrum ársfjórðungi nam 18 milljónum Bandaríkjadala að því er fram kemur í hálfsársuppgjöri félagsins, sem samsvarar tæplega 2,5 milljarði íslenskra króna. Í fréttatilkynningu segir að Covid-19 heimsfaraldurinn hafi haft „talsverð áhrif“ á rekstrarniðurstöður fyrri hluta ársins og lækkaði sala um 13 prósent í staðbundinni mynd. Innri vöxtur var neikvæður um 16 prósent en sala hafi dregist saman í samræmi við þær ráðstafanir sem gerðar voru til þess að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar á helstu markaðssvæðum Össurar. Líkt og áður sagði á Össur í viðræðum við fyrirtækið Innothera um möguleg kaup á rekstrareiningunni Gibaud, sem er hluti af rekstri Össurar í Frakklandi. Undirritun kaupsamningsins er háð viðræðum við stéttarfélög starfsmanna rekstrareiningarinnar og Innothera en í tilkynningunni segir að búist sé við því að gengið verði frá samningum í árslok. Þá var gengið frá kaupum á stoðtækjaframleiðandanum College Park í Bandaríkjunum þann 1. júní. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 34 milljónum Bandaríkjadala, sem samsvarar um 5 milljörðum íslenskra króna, eða 12% af sölu á fyrri hluta ársins 2020. Framlegð var lægri en á sama tímabili og í fyrra sökum lægri sölu í tengslum við COVID-19 að því er fram kemur í uppgjörinu. Lausafjárstaða félagsins er sterk og nam handbært fé auk ódreginna lánalína 282 milljónum Bandaríkjadala í lok júní. Á gengi dagsins í dag er það rúmlega 38 milljarðar íslenskra króna. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir heimsfaraldur kórónuveiru hafa leitt til tímabundinna neikvæðra áhrifa á eftirspurn eftir stoðtækjum, spelkum og stuðningsvörum. Salan hafi þó farið batnandi á helstu viðskiptamörkuðum eftir krefjandi aprílmánuð. „Þrátt fyrir að sölutölur sýni greinileg batamerki er ennþá óljóst hversu lengi áhrifin munu vara. Ég er sannfærður um að faraldurinn muni ekki leiða til breytinga á eftirspurn eftir vörum okkar og þjónustu til langs tíma. Til að mæta lækkun í sölu tókst okkur að lækka rekstrarkostnað okkar í fjórðungnum með aðahaldi á breytilegum kostnaði félagsins,“ er haft eftir Jóni í fréttatilkynningu. Viðskipti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Minni sala og kostnaður vegna fyrirhugaðar sölu rekstrareiningunni Gibaud í Frakklandi eru sagðar ástæður þess að tap Össurar á fyrri hluta ársins nam 11 milljónum Bandaríkjadala, eða um 1,5 milljarði. Tap á öðrum ársfjórðungi nam 18 milljónum Bandaríkjadala að því er fram kemur í hálfsársuppgjöri félagsins, sem samsvarar tæplega 2,5 milljarði íslenskra króna. Í fréttatilkynningu segir að Covid-19 heimsfaraldurinn hafi haft „talsverð áhrif“ á rekstrarniðurstöður fyrri hluta ársins og lækkaði sala um 13 prósent í staðbundinni mynd. Innri vöxtur var neikvæður um 16 prósent en sala hafi dregist saman í samræmi við þær ráðstafanir sem gerðar voru til þess að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar á helstu markaðssvæðum Össurar. Líkt og áður sagði á Össur í viðræðum við fyrirtækið Innothera um möguleg kaup á rekstrareiningunni Gibaud, sem er hluti af rekstri Össurar í Frakklandi. Undirritun kaupsamningsins er háð viðræðum við stéttarfélög starfsmanna rekstrareiningarinnar og Innothera en í tilkynningunni segir að búist sé við því að gengið verði frá samningum í árslok. Þá var gengið frá kaupum á stoðtækjaframleiðandanum College Park í Bandaríkjunum þann 1. júní. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 34 milljónum Bandaríkjadala, sem samsvarar um 5 milljörðum íslenskra króna, eða 12% af sölu á fyrri hluta ársins 2020. Framlegð var lægri en á sama tímabili og í fyrra sökum lægri sölu í tengslum við COVID-19 að því er fram kemur í uppgjörinu. Lausafjárstaða félagsins er sterk og nam handbært fé auk ódreginna lánalína 282 milljónum Bandaríkjadala í lok júní. Á gengi dagsins í dag er það rúmlega 38 milljarðar íslenskra króna. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir heimsfaraldur kórónuveiru hafa leitt til tímabundinna neikvæðra áhrifa á eftirspurn eftir stoðtækjum, spelkum og stuðningsvörum. Salan hafi þó farið batnandi á helstu viðskiptamörkuðum eftir krefjandi aprílmánuð. „Þrátt fyrir að sölutölur sýni greinileg batamerki er ennþá óljóst hversu lengi áhrifin munu vara. Ég er sannfærður um að faraldurinn muni ekki leiða til breytinga á eftirspurn eftir vörum okkar og þjónustu til langs tíma. Til að mæta lækkun í sölu tókst okkur að lækka rekstrarkostnað okkar í fjórðungnum með aðahaldi á breytilegum kostnaði félagsins,“ er haft eftir Jóni í fréttatilkynningu.
Viðskipti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira