Sjáðu öll mörkin úr leikjum Breiðabliks og HK í efstu deild Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júlí 2020 13:36 Úr leik Breiðabliks og HK á Kópavogsvelli í fyrra. vísir/bára HK tekur á móti Breiðabliki í Kópavogsslag í Kórnum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Eftir leikinn verður farið yfir 8. umferð Pepsi Max-deildar karla í Pepsi Max tilþrifunum á Stöð 2 Sport. Þetta verður sjöundi leikur Breiðabliks og HK í efstu deild. Tölfræðin gæti ekki verið jafnari. Blikar hafa unnið tvo leiki, HK-ingar tvo og tvisvar sinnum hefur orðið jafntefli. Breiðablik og HK mættust fyrst í efstu deild 2007 og fóru báðir leikirnir fram á Kópavogsvelli sem liðin deildu á þessum tíma. Fyrri leikurinn var ójafn og endaði með 3-0 sigri Breiðabliks. Kristján Óli Sigurðsson, Prince Rajcomar og Olgeir Sigurgeirsson skoruðu mörk Blika. HK-ingar fengu vítaspyrnu í seinni hálfleik en Casper Jacobsen varði frá Finnboga Llorens. Seinni leikurinn 2007, sem var heimaleikur HK, endaði með 1-1 jafntefli. Blikar komust yfir á 41. mínútu með sjálfsmarki Ásgríms Albertssonar en Þórður Birgisson jafnaði fyrir HK-inga með marki úr vítaspyrnu sjö mínútum fyrir leikslok. Fyrri deildarleikurinn 2008 var fyrsti leikur HK undir stjórn Rúnars Páls Sigmundssonar. Hann fékk enga draumabyrjun. Marel Jóhann Baldvinsson og Nenad Zivanovic komu Breiðabliki í 2-0 í fyrri hálfleik og í millitíðinni fékk Hermann Geir Þórsson, leikmaður HK, rautt spjald. Hörður Már Magnússon minnkaði muninn í 2-1 í seinni hálfleik en nær komust HK-ingar ekki. HK vann svo Breiðablik, 2-1, í lokaumferðinni 2008. Hörður Már og Aaron Palomares skoruðu mörk HK-inga sem voru fallnir á þessum tíma. Marel skoraði fyrir Blika sem misstu bæði Guðmund Kristjánsson og Jóhann Berg Guðmundsson út af með rautt spjald undir lok leiks. Ellefu ár liðu þar til Breiðablik og HK mættust aftur í deildarleik. Fyrri leikur liðanna á síðasta tímabili var dramatískur í meira lagi. HK-ingar komust í 2-0 í upphafi seinni hálfleiks með mörkum Ásgeirs Marteinssonar og Björns Berg Bryde. Blikar gáfust ekki upp, Thomas Mikkelsen minnkaði muninn á 89. mínútu og í uppbótartíma skoraði Viktor Örn Margeirsson jöfnunarmark þeirra grænu. HK vann svo seinni leikinn á Kópavogsvelli, 1-2. Atli Arnarson kom HK-ingum yfir skömmu fyrir hálfleik. Á 60. mínútu skoraði hann svo sitt annað mark. Þórir Guðjónsson minnkaði muninn í 1-2 mínútu fyrir leiksloka en Blikum tókst ekki að jafna. Samkvæmt tölfræði Blikar.is hafa Breiðablik og HK alls mæst 27 sinnum í mótsleik. Þegar allir leikir eru teknir með er tölfræðin Blikum svo sannarlega hagstæð. Þeir hafa unnið sextán leiki, HK-ingar fimm og sex sinnum hefur orðið jafntefli. Fyrir leikinn í kvöld er Breiðablik í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar og HK í því tíunda. Bæði lið hafa tapað tveimur leikjum í röð og HK-ingar aðeins unnið einn leik á tímabilinu. Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Einu sinni var... Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Sjá meira
HK tekur á móti Breiðabliki í Kópavogsslag í Kórnum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Eftir leikinn verður farið yfir 8. umferð Pepsi Max-deildar karla í Pepsi Max tilþrifunum á Stöð 2 Sport. Þetta verður sjöundi leikur Breiðabliks og HK í efstu deild. Tölfræðin gæti ekki verið jafnari. Blikar hafa unnið tvo leiki, HK-ingar tvo og tvisvar sinnum hefur orðið jafntefli. Breiðablik og HK mættust fyrst í efstu deild 2007 og fóru báðir leikirnir fram á Kópavogsvelli sem liðin deildu á þessum tíma. Fyrri leikurinn var ójafn og endaði með 3-0 sigri Breiðabliks. Kristján Óli Sigurðsson, Prince Rajcomar og Olgeir Sigurgeirsson skoruðu mörk Blika. HK-ingar fengu vítaspyrnu í seinni hálfleik en Casper Jacobsen varði frá Finnboga Llorens. Seinni leikurinn 2007, sem var heimaleikur HK, endaði með 1-1 jafntefli. Blikar komust yfir á 41. mínútu með sjálfsmarki Ásgríms Albertssonar en Þórður Birgisson jafnaði fyrir HK-inga með marki úr vítaspyrnu sjö mínútum fyrir leikslok. Fyrri deildarleikurinn 2008 var fyrsti leikur HK undir stjórn Rúnars Páls Sigmundssonar. Hann fékk enga draumabyrjun. Marel Jóhann Baldvinsson og Nenad Zivanovic komu Breiðabliki í 2-0 í fyrri hálfleik og í millitíðinni fékk Hermann Geir Þórsson, leikmaður HK, rautt spjald. Hörður Már Magnússon minnkaði muninn í 2-1 í seinni hálfleik en nær komust HK-ingar ekki. HK vann svo Breiðablik, 2-1, í lokaumferðinni 2008. Hörður Már og Aaron Palomares skoruðu mörk HK-inga sem voru fallnir á þessum tíma. Marel skoraði fyrir Blika sem misstu bæði Guðmund Kristjánsson og Jóhann Berg Guðmundsson út af með rautt spjald undir lok leiks. Ellefu ár liðu þar til Breiðablik og HK mættust aftur í deildarleik. Fyrri leikur liðanna á síðasta tímabili var dramatískur í meira lagi. HK-ingar komust í 2-0 í upphafi seinni hálfleiks með mörkum Ásgeirs Marteinssonar og Björns Berg Bryde. Blikar gáfust ekki upp, Thomas Mikkelsen minnkaði muninn á 89. mínútu og í uppbótartíma skoraði Viktor Örn Margeirsson jöfnunarmark þeirra grænu. HK vann svo seinni leikinn á Kópavogsvelli, 1-2. Atli Arnarson kom HK-ingum yfir skömmu fyrir hálfleik. Á 60. mínútu skoraði hann svo sitt annað mark. Þórir Guðjónsson minnkaði muninn í 1-2 mínútu fyrir leiksloka en Blikum tókst ekki að jafna. Samkvæmt tölfræði Blikar.is hafa Breiðablik og HK alls mæst 27 sinnum í mótsleik. Þegar allir leikir eru teknir með er tölfræðin Blikum svo sannarlega hagstæð. Þeir hafa unnið sextán leiki, HK-ingar fimm og sex sinnum hefur orðið jafntefli. Fyrir leikinn í kvöld er Breiðablik í 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar og HK í því tíunda. Bæði lið hafa tapað tveimur leikjum í röð og HK-ingar aðeins unnið einn leik á tímabilinu.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Einu sinni var... Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Fleiri fréttir Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Sjá meira