Eyjólfur: Sóttkvíin virðist hafa þjappað okkur enn meira saman Anton Ingi Leifsson skrifar 23. júlí 2020 20:50 Eyjólfur skoraði fyrra mark Stjörnunnar í dag. Vísir/Vilhelm Stjarnan vann ÍA 2-1 upp á Skaga í fyrsta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. Stjarnan er á frábæru skriði og hefur ekki enn tapað leik. Annar af markaskorurum liðsins mætti í viðtal að leik loknum. „Þetta var ekki fallegt en það þarf að vinna þessa leiki líka,“ sagði Eyjólfur Héðinsson, annar af markaskorurum Stjörnunnar í leikslok, í samtali við Vísi. „Þeir eru nautsterkir og harðir í horn að taka. Við mættum þeim í baráttunni. Það var mikið af aukaspyrnum og kannski ekki fallegasti fótboltinn og skemmtilegasti leikurinn að horfa á en við lokuðum þessu. Það er frábært.“ Stjörnumenn spiluðu ekkert sérstaklega í fyrri hálfleik en voru samt sem áður 2-0 yfir. Hvað höfðu Rúnar Páll og Ólafur Jóhannesson, þjálfarar Stjörnunnar, að segja í leikhlé? „Við vorum 2-0 yfir en gátum spilað betur. Það var eiginlega það sem þeir sögðu. Við gætum gert betur með boltann.“ „Við gerðum það kannski ekki í seinni hálfleik en samt nóg til að vinna. Það er hellingur sem við getum bætt fram að næsta leik. Það er á hreinu.“ Stjörnumenn þurftu, eins og kunnugt er, að fara í tveggja vikna sóttkví eftir fyrstu tvo leikina en þeir komu ef eitthvað er enn sterkari út úr henni. „Það virðist vera að þessi sóttkví hafi þjappað okkur enn meira saman. Við byrjuðum mótið vel og vorum mjög þéttir í fyrstu tveimur leikjunum. Þessi þéttleiki hefur haldið áfram í þessum þremur leikjum sem við erum búnir að spila eftir þessa sóttkví.“ „Vonandi heldur það áfram. Við erum að fara í mikla törn og þurfum að standa enn þéttar saman. Menn verða kannski lúnir í kvöld en menn þurfa að vera ferskir aftur á morgun þar sem það er leikur aftur á mánudaginn. Við getum ekki fagnað þessum sigri lengi,“ sagði Eyjólfur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 1-2 | Garðbæingar gerðu góða ferð upp á Skaga Stjarnan er enn taplaust í Pepsi Max deildinni. Liðið vann góðan 2-1 sigur á ÍA upp á Skipaskaga í fyrsta leik dagsins. 23. júlí 2020 20:30 Fanndís og Eyjólfur eiga von á barni Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir leikur ekki með Íslandsmeisturum Vals í stórleiknum gegn Breiðabliki í kvöld þar sem hún er ólétt. 21. júlí 2020 18:55 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Tom Brady steyptur í brons Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Stjarnan vann ÍA 2-1 upp á Skaga í fyrsta leik dagsins í Pepsi Max deild karla. Stjarnan er á frábæru skriði og hefur ekki enn tapað leik. Annar af markaskorurum liðsins mætti í viðtal að leik loknum. „Þetta var ekki fallegt en það þarf að vinna þessa leiki líka,“ sagði Eyjólfur Héðinsson, annar af markaskorurum Stjörnunnar í leikslok, í samtali við Vísi. „Þeir eru nautsterkir og harðir í horn að taka. Við mættum þeim í baráttunni. Það var mikið af aukaspyrnum og kannski ekki fallegasti fótboltinn og skemmtilegasti leikurinn að horfa á en við lokuðum þessu. Það er frábært.“ Stjörnumenn spiluðu ekkert sérstaklega í fyrri hálfleik en voru samt sem áður 2-0 yfir. Hvað höfðu Rúnar Páll og Ólafur Jóhannesson, þjálfarar Stjörnunnar, að segja í leikhlé? „Við vorum 2-0 yfir en gátum spilað betur. Það var eiginlega það sem þeir sögðu. Við gætum gert betur með boltann.“ „Við gerðum það kannski ekki í seinni hálfleik en samt nóg til að vinna. Það er hellingur sem við getum bætt fram að næsta leik. Það er á hreinu.“ Stjörnumenn þurftu, eins og kunnugt er, að fara í tveggja vikna sóttkví eftir fyrstu tvo leikina en þeir komu ef eitthvað er enn sterkari út úr henni. „Það virðist vera að þessi sóttkví hafi þjappað okkur enn meira saman. Við byrjuðum mótið vel og vorum mjög þéttir í fyrstu tveimur leikjunum. Þessi þéttleiki hefur haldið áfram í þessum þremur leikjum sem við erum búnir að spila eftir þessa sóttkví.“ „Vonandi heldur það áfram. Við erum að fara í mikla törn og þurfum að standa enn þéttar saman. Menn verða kannski lúnir í kvöld en menn þurfa að vera ferskir aftur á morgun þar sem það er leikur aftur á mánudaginn. Við getum ekki fagnað þessum sigri lengi,“ sagði Eyjólfur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 1-2 | Garðbæingar gerðu góða ferð upp á Skaga Stjarnan er enn taplaust í Pepsi Max deildinni. Liðið vann góðan 2-1 sigur á ÍA upp á Skipaskaga í fyrsta leik dagsins. 23. júlí 2020 20:30 Fanndís og Eyjólfur eiga von á barni Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir leikur ekki með Íslandsmeisturum Vals í stórleiknum gegn Breiðabliki í kvöld þar sem hún er ólétt. 21. júlí 2020 18:55 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Tom Brady steyptur í brons Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Stjarnan 1-2 | Garðbæingar gerðu góða ferð upp á Skaga Stjarnan er enn taplaust í Pepsi Max deildinni. Liðið vann góðan 2-1 sigur á ÍA upp á Skipaskaga í fyrsta leik dagsins. 23. júlí 2020 20:30
Fanndís og Eyjólfur eiga von á barni Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir leikur ekki með Íslandsmeisturum Vals í stórleiknum gegn Breiðabliki í kvöld þar sem hún er ólétt. 21. júlí 2020 18:55
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti