Álverið mikilvægt en orkan fari ekki á útsölu Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2020 13:19 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm Á sama tíma og bjóða á upp á samkeppnishæft umhverfi á að gera kröfu um að sala á orkuafurðum úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar sé arðbær. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, í röð tísta sem hún birti í dag, þar sem hún fjallar um kvörtun Rio Tinto til samkeppniseftirlitsins vegna raforkusamningsins við Landsvirkjun vegna álversins í Straumsvík (ISAL). Þórdís segir málið kalla á umræðu um alþjóðlega samkeppnishæfni stórnotenda á Íslandi. Hún segir einnig að umræðan um þriðja orkupakkann og nauðsyn þess að standa vörð um sameiginlegar orkuauðlindir okkar sýni fram á að ekki eigi að setja þær á útsölu. Þórdís fer í tístum sínum yfir það hve mikilvægt álverið í Hafnarfirði sé fólkinu sem þar starfar, sveitarfélaginu og fjölmörgum öðrum. Hún segir yfirlýsingu fyrirtækisins um mögulega lokun álversins varpa óvissu á atvinnu fjölda fólks. Rio Tinto segir í kvörtun sinni að Landsvirkjun hafi notað „yfirburðastöðu“ sína gegn álverinu í Straumsvík og raforkusamningurinn sé verulega óhagstæður fyrir fyrirtækið. Fyrirtækið greiði meira fyrir orku en aðrir álframleiðendur á Íslandi. Rio Tinto segir að verði samningnum ekki breytt verði álverinu lokað. Fyrr í vikunni sagðist Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri Zephyr á Íslandi hefur reiknað út að Rio Tinto greiði um 35 bandaríkjadali á hverja megavattsstund og þar sé innifalinn flutningur orkunnar. Þetta væri umtalsvert meira en önnur álver á landinu en þeir samningar byggi á öðrum forsendum, í alþjóðlegum samanburði sé þetta þó ekki óeðlilega hátt verð. Þórdís segir að ISAL sé mjög mikilvægt í mörgu tilliti. Ætla megi að sá hluti sölutekna ISAL sem renni til innlendra aðila sé um það bil 25 milljarðar króna á ári. ISAL noti um það bil 16 prósent af öllu rafmagni sem notað sé á Íslandi. Það hafi verið brautryðjandi á ýmsum sviðum eins og öryggismálum og starfsmenntamálum. Hún segir einnig að Rio Tinto hafi selt eða lokað sjö af átta álverum fyrirtækisins í Evrópu og fimm til viðbótar. Í raun hafi fyrirtækið hætt rekstri allra álvera fyrirtækisins nema þess í Straumsvík og álveranna í Kanada. Þar sé orkan sem fari í álver fyrirtækisins ein sú ódýrasta sem þekkist. Fyrsta tíst Þórdísar má sjá hér að neðan. Til að renna yfir þau öll þarf að smella á tístið hér að neðan. Rio Tinto tilkynnti í vikunni að fyrirtækið hefði kvartað til SKE vegna þess sem það telur vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu af hálfu Landsvirkjunar. Jafnframt segir Rio Tinto að láti LV ekki af þeirri háttsemi verði fyrirtækið að íhuga að segja upp orkusamningnum við LV.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) July 25, 2020 Orkumál Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira
Á sama tíma og bjóða á upp á samkeppnishæft umhverfi á að gera kröfu um að sala á orkuafurðum úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar sé arðbær. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, í röð tísta sem hún birti í dag, þar sem hún fjallar um kvörtun Rio Tinto til samkeppniseftirlitsins vegna raforkusamningsins við Landsvirkjun vegna álversins í Straumsvík (ISAL). Þórdís segir málið kalla á umræðu um alþjóðlega samkeppnishæfni stórnotenda á Íslandi. Hún segir einnig að umræðan um þriðja orkupakkann og nauðsyn þess að standa vörð um sameiginlegar orkuauðlindir okkar sýni fram á að ekki eigi að setja þær á útsölu. Þórdís fer í tístum sínum yfir það hve mikilvægt álverið í Hafnarfirði sé fólkinu sem þar starfar, sveitarfélaginu og fjölmörgum öðrum. Hún segir yfirlýsingu fyrirtækisins um mögulega lokun álversins varpa óvissu á atvinnu fjölda fólks. Rio Tinto segir í kvörtun sinni að Landsvirkjun hafi notað „yfirburðastöðu“ sína gegn álverinu í Straumsvík og raforkusamningurinn sé verulega óhagstæður fyrir fyrirtækið. Fyrirtækið greiði meira fyrir orku en aðrir álframleiðendur á Íslandi. Rio Tinto segir að verði samningnum ekki breytt verði álverinu lokað. Fyrr í vikunni sagðist Ketill Sigurjónsson sérfræðingur í orkumálum og framkvæmdastjóri Zephyr á Íslandi hefur reiknað út að Rio Tinto greiði um 35 bandaríkjadali á hverja megavattsstund og þar sé innifalinn flutningur orkunnar. Þetta væri umtalsvert meira en önnur álver á landinu en þeir samningar byggi á öðrum forsendum, í alþjóðlegum samanburði sé þetta þó ekki óeðlilega hátt verð. Þórdís segir að ISAL sé mjög mikilvægt í mörgu tilliti. Ætla megi að sá hluti sölutekna ISAL sem renni til innlendra aðila sé um það bil 25 milljarðar króna á ári. ISAL noti um það bil 16 prósent af öllu rafmagni sem notað sé á Íslandi. Það hafi verið brautryðjandi á ýmsum sviðum eins og öryggismálum og starfsmenntamálum. Hún segir einnig að Rio Tinto hafi selt eða lokað sjö af átta álverum fyrirtækisins í Evrópu og fimm til viðbótar. Í raun hafi fyrirtækið hætt rekstri allra álvera fyrirtækisins nema þess í Straumsvík og álveranna í Kanada. Þar sé orkan sem fari í álver fyrirtækisins ein sú ódýrasta sem þekkist. Fyrsta tíst Þórdísar má sjá hér að neðan. Til að renna yfir þau öll þarf að smella á tístið hér að neðan. Rio Tinto tilkynnti í vikunni að fyrirtækið hefði kvartað til SKE vegna þess sem það telur vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu af hálfu Landsvirkjunar. Jafnframt segir Rio Tinto að láti LV ekki af þeirri háttsemi verði fyrirtækið að íhuga að segja upp orkusamningnum við LV.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) July 25, 2020
Orkumál Hafnarfjörður Stóriðja Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Sjá meira