Þrír leikir fóru fram í Pepsi Max deild kvenna í gærkvöldi. Leikirnir áttu upprunalega að vera leiknir í 4. umferð en var frestað þar sem KR, Fylkir og Breiðablik voru í sóttkví.
Þór/KA og Fylkir gerðu 2-2 jafntefli á Akureyri, KR vann FH 3-0 í Vesturbænum og Breiðablik komst á toppinn með 5-0 sigri á Þrótti á heimavelli.
Öll mörkin ásamt viðtölum má sjá hér efst í fréttinni.