Gefa lítið fyrir meinta heimþrá: „Skil ekki hvernig hægt er að sakna Danmerkur svona mikið“ Sindri Sverrisson skrifar 29. júlí 2020 10:00 Danirnir Tobias Thomsen og Rasmus Christiansen í glímu. VÍSIR/DANÍEL „Er þetta ekki meira það að hann er óánægður með að hafa ekki spilað meira? Þetta er svo sem bara það,“ segir Davíð Þór Viðarsson um meinta heimþrá Danans Tobias Thomsen, leikmanns Íslandsmeistara KR. Thomsen lýsti því yfir í viðtali við bold.dk að hann vildi komast heim og hefði rætt við félög í dönsku 1. deildinni. Hann hyggst flytja til Danmerkur með íslenskri kærustu sinni og vill helst gera það í ágúst, áður en nýtt tímabil hefst í Danmörku, en samningur hans við KR gildir fram í október. Thomsen hefur spilað á Íslandi frá árinu 2017 og orðið Íslandsmeistari með Val og KR. „Ef hann vill fara og þeir geta fundið einhvern annan í staðinn þá hugsa ég, eins og Rúnar [Kristinsson, þjálfari KR] segir, að þeir leyfi honum eflaust að fara,“ segir Davíð í Pepsi Max stúkunni sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær. Thomsen var í byrjunarliði KR í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins í Pepsi Max-deildinni en hefur svo komið inn á sem varamaður í fjórum leikjum. Reynir Leósson benti á að Kristján Flóki Finnbogason hefði einfaldlega „ýtt honum“ út úr byrjunarliðinu. „Ef Tobias er að fara þá verður KR að líta eitthvað í kringum sig. Þeir geta ekki bara verið með Kristján Flóka. Ég þekki nú ekki Kristján Flóka mikið en ég held að hann þurfi á því að halda að það sé einhver að setja pressu á hann,“ segir Guðmundur Benediktsson. „Bjöggi Stef er enn þá meiddur, er það ekki, og ekkert vitað hvenær hann kemur til baka. Ef að þeir ætla að leyfa honum [Thomsen] að fara þá þurfa þeir að vera með einhvern kláran. Ég held að það sé engin spurning. Talandi um þessa heimþrá þá skil ég ekki hvernig hægt er að sakna Danmerkur svona mikið,“ segir Davíð léttur en hann var leikmaður Vejle í Danmörku frá 2012-2013. Klippa: Pepsi Max stúkan - Tobias Thomsen með heimþrá Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Danski boltinn Tengdar fréttir Thomsen vill fara frá KR - Reiknar með að lækka í launum Tobias Thomsen ætlar að reyna að komast heim til Danmerkur, frá Íslandsmeisturum KR, í næsta mánuði og segist finna fyrir áhuga frá félögum í dönsku 1. deildinni. 26. júlí 2020 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
„Er þetta ekki meira það að hann er óánægður með að hafa ekki spilað meira? Þetta er svo sem bara það,“ segir Davíð Þór Viðarsson um meinta heimþrá Danans Tobias Thomsen, leikmanns Íslandsmeistara KR. Thomsen lýsti því yfir í viðtali við bold.dk að hann vildi komast heim og hefði rætt við félög í dönsku 1. deildinni. Hann hyggst flytja til Danmerkur með íslenskri kærustu sinni og vill helst gera það í ágúst, áður en nýtt tímabil hefst í Danmörku, en samningur hans við KR gildir fram í október. Thomsen hefur spilað á Íslandi frá árinu 2017 og orðið Íslandsmeistari með Val og KR. „Ef hann vill fara og þeir geta fundið einhvern annan í staðinn þá hugsa ég, eins og Rúnar [Kristinsson, þjálfari KR] segir, að þeir leyfi honum eflaust að fara,“ segir Davíð í Pepsi Max stúkunni sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær. Thomsen var í byrjunarliði KR í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins í Pepsi Max-deildinni en hefur svo komið inn á sem varamaður í fjórum leikjum. Reynir Leósson benti á að Kristján Flóki Finnbogason hefði einfaldlega „ýtt honum“ út úr byrjunarliðinu. „Ef Tobias er að fara þá verður KR að líta eitthvað í kringum sig. Þeir geta ekki bara verið með Kristján Flóka. Ég þekki nú ekki Kristján Flóka mikið en ég held að hann þurfi á því að halda að það sé einhver að setja pressu á hann,“ segir Guðmundur Benediktsson. „Bjöggi Stef er enn þá meiddur, er það ekki, og ekkert vitað hvenær hann kemur til baka. Ef að þeir ætla að leyfa honum [Thomsen] að fara þá þurfa þeir að vera með einhvern kláran. Ég held að það sé engin spurning. Talandi um þessa heimþrá þá skil ég ekki hvernig hægt er að sakna Danmerkur svona mikið,“ segir Davíð léttur en hann var leikmaður Vejle í Danmörku frá 2012-2013. Klippa: Pepsi Max stúkan - Tobias Thomsen með heimþrá
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Danski boltinn Tengdar fréttir Thomsen vill fara frá KR - Reiknar með að lækka í launum Tobias Thomsen ætlar að reyna að komast heim til Danmerkur, frá Íslandsmeisturum KR, í næsta mánuði og segist finna fyrir áhuga frá félögum í dönsku 1. deildinni. 26. júlí 2020 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Thomsen vill fara frá KR - Reiknar með að lækka í launum Tobias Thomsen ætlar að reyna að komast heim til Danmerkur, frá Íslandsmeisturum KR, í næsta mánuði og segist finna fyrir áhuga frá félögum í dönsku 1. deildinni. 26. júlí 2020 10:00