Segir Þeistareykjaveginn verða þann langflottasta Kristján Már Unnarsson skrifar 29. júlí 2020 22:24 Helgi Reynir Árnason, veghefilsstjóri og verkstjóri við Þeistareykjaveg, er sonur verktakans, Árna Helgasonar frá Ólafsfirði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Verktakinn sem er að leggja nýjan Þeistareykjaveg spáir því að hann verði vinsælasta ferðamannaleiðin milli Húsavíkur og Mývatns og telur að hann ætti að verða hluti af Demantshringnum, sem Norðlendingar eru að markaðssetja. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Kísilvegurinn um Hólasand er nýlega búinn að fá slitlag meira en hálfri öld eftir að hann var lagður í tengslum við smíði Kísiliðjunnar við Mývatn. Nýi Þeistareykjavegurinn mun tengjast Kísilveginum á Hólasandi um tíu kílómetra frá Mývatni. Jarðýta tengir nýja Þeistareykjaveginn við Kísilveg á Hólasandi. Undirbyggingu vegarins á að ljúka í haust en slitlagið bíður næsta sumars.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Starfsmenn verktakans Árna Helgasonar ehf. frá Ólafsfirði byrjuðu í fyrrasumar að byggja upp síðari áfanga vegarins, sautján kílómetra milli Þeistareykja og Hólasands, gerðu svo hlé í vetur, en mættu í sumar aftur þegar snjóa leysti. „Við gátum ekki byrjað hér fyrr en í júlí. Það var allt á kafi í snjó hérna. En það gekk fint – og gengur fínt,“ segir Helgi Reynir Árnason, sonur eigandans, en hann er verkstjóri við Þeistareykjaveg. Landsvirkjun kostar vegagerðina til að auðvelda samrekstur jarðgufuvirkjana sinna í Þingeyjarsýslum með því að koma á heilsárstengingu milli Þeistareykja og Kröfluvirkjunar. Þannig styttist leiðin milli Þeistareykja og Mývatns úr 94 kílómetrum niður í 36 kílómetra. Fra Þeistareykjum. Gamli Þeistareykjabærinn stóð við hverasvæðið undir fjallinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við klárum í haust. Þá á eftir að bjóða út klæðningarnar á þetta. Það á að gera á næsta ári. Þannig að þá verður á næsta ári vonandi kominn klæddur vegur alveg til Húsavíkur.“ Með Þeistareykjavegi verður til þriðja malbikaða leiðin milli Húsavíkur og Mývatns, til viðbótar við Kísilveg og veginn um Aðaldal og Reykjadal. En hver þeirra verður vinsælust af ferðamönnum í framtíðinni? Með nýja Þeistareykjaveginum verður hægt að velja um þrjár malbikaðar leiðir milli Húsavíkur og Mývatns; um Reykjadal, um Kísilveg og um Þeistareyki.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. „Það er náttúrlega engin spurning. Þetta verður náttúrlega aðalvegurinn úr Mývatnssveit og niður að Húsavík þegar hann verður tilbúinn. Þetta er langflottasti vegurinn. Þetta verður geggjaður vegur hérna, sko. Það er engin spurning,“ svarar Helgi Reynir. Með tilkomu nýs Dettisfossvegar í haust er Norðlendingum ekkert að vanbúnaði að markaðssetja Demantshringinn sem tengir margar af frægustu náttúruperlum landsins. Demantshringurinn er nafn sem ferðaþjónustan á Norðurlandi hefur gefið hringleið sem tengir Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi, Húsavík og Goðafoss.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. En ætti nýi Þeistareykjavegurinn að verða hluti Demantshringsins? „Ég held að hann verði það, alveg pottþétt. Ef menn ætla að keyra Mývatnssveit og Dettifoss - og Þeistareykir eru náttúrlega mjög fallegur staður, sko.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þingeyjarsveit Skútustaðahreppur Norðurþing Jarðhiti Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Landsvirkjun Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Verktakinn sem er að leggja nýjan Þeistareykjaveg spáir því að hann verði vinsælasta ferðamannaleiðin milli Húsavíkur og Mývatns og telur að hann ætti að verða hluti af Demantshringnum, sem Norðlendingar eru að markaðssetja. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Kísilvegurinn um Hólasand er nýlega búinn að fá slitlag meira en hálfri öld eftir að hann var lagður í tengslum við smíði Kísiliðjunnar við Mývatn. Nýi Þeistareykjavegurinn mun tengjast Kísilveginum á Hólasandi um tíu kílómetra frá Mývatni. Jarðýta tengir nýja Þeistareykjaveginn við Kísilveg á Hólasandi. Undirbyggingu vegarins á að ljúka í haust en slitlagið bíður næsta sumars.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Starfsmenn verktakans Árna Helgasonar ehf. frá Ólafsfirði byrjuðu í fyrrasumar að byggja upp síðari áfanga vegarins, sautján kílómetra milli Þeistareykja og Hólasands, gerðu svo hlé í vetur, en mættu í sumar aftur þegar snjóa leysti. „Við gátum ekki byrjað hér fyrr en í júlí. Það var allt á kafi í snjó hérna. En það gekk fint – og gengur fínt,“ segir Helgi Reynir Árnason, sonur eigandans, en hann er verkstjóri við Þeistareykjaveg. Landsvirkjun kostar vegagerðina til að auðvelda samrekstur jarðgufuvirkjana sinna í Þingeyjarsýslum með því að koma á heilsárstengingu milli Þeistareykja og Kröfluvirkjunar. Þannig styttist leiðin milli Þeistareykja og Mývatns úr 94 kílómetrum niður í 36 kílómetra. Fra Þeistareykjum. Gamli Þeistareykjabærinn stóð við hverasvæðið undir fjallinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við klárum í haust. Þá á eftir að bjóða út klæðningarnar á þetta. Það á að gera á næsta ári. Þannig að þá verður á næsta ári vonandi kominn klæddur vegur alveg til Húsavíkur.“ Með Þeistareykjavegi verður til þriðja malbikaða leiðin milli Húsavíkur og Mývatns, til viðbótar við Kísilveg og veginn um Aðaldal og Reykjadal. En hver þeirra verður vinsælust af ferðamönnum í framtíðinni? Með nýja Þeistareykjaveginum verður hægt að velja um þrjár malbikaðar leiðir milli Húsavíkur og Mývatns; um Reykjadal, um Kísilveg og um Þeistareyki.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. „Það er náttúrlega engin spurning. Þetta verður náttúrlega aðalvegurinn úr Mývatnssveit og niður að Húsavík þegar hann verður tilbúinn. Þetta er langflottasti vegurinn. Þetta verður geggjaður vegur hérna, sko. Það er engin spurning,“ svarar Helgi Reynir. Með tilkomu nýs Dettisfossvegar í haust er Norðlendingum ekkert að vanbúnaði að markaðssetja Demantshringinn sem tengir margar af frægustu náttúruperlum landsins. Demantshringurinn er nafn sem ferðaþjónustan á Norðurlandi hefur gefið hringleið sem tengir Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi, Húsavík og Goðafoss.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. En ætti nýi Þeistareykjavegurinn að verða hluti Demantshringsins? „Ég held að hann verði það, alveg pottþétt. Ef menn ætla að keyra Mývatnssveit og Dettifoss - og Þeistareykir eru náttúrlega mjög fallegur staður, sko.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Þingeyjarsveit Skútustaðahreppur Norðurþing Jarðhiti Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Landsvirkjun Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira