Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2020 10:28 Lúkasjenkó forseti (við enda borðsins) fundar með þjóðaröryggisráði sínu. AP/Nikolai Petrov/BeITA Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi halda því fram að 33 meintir málaliðar sem voru handteknir vinni fyrir Wagner, þekktasta málaliðafyrirtæki Rússlands. Stjórnvöld segjast hafa fengið upplýsingar um að fleiri en tvö hundruð málaliðar hafi komið inn í landið til að skapa usla fyrir kosningarnar 9. ágúst. Andrei Rakov, aðalritari þjóðaröryggiráðs Hvíta-Rússlands, segir öryggissveitir leita þeirra. Spenna ríkir fyrir forsetakosningarnar en Alexander Lúkasjenkó forseti mætir nú mesta mótlæti sem hann hefur kynnst á langri valdatíð sinni. Gagnrýnendur hans telja hann hafa brugðist við kórónuveirufaraldrinum og efnahagsmálum af ábyrgðarleysi. Þá hefur ríkisstjórn Lúkasjenkó lengi verið sökuð um mannréttindabrot. Lúkasjenkó hefur á móti sakað andstæðinga sína um að vera í slagtogi við erlenda aðila til að steypa sér af stóli. Hann lét fangelsa tvo helstu keppinauta sína fyrir kosningarnar. Búist er við að Lúkasjenkó nái endurkjöri til sjötta kjörtímabils síns. Hann hefur verið handgenginn stjórnvöldum í Kreml en undanfarið hefur hann mótmælt því að Rússar seilist til frekari efnahagslegri áhrifa. Reuters-fréttastofan segir að rússnesk stjórnvöld hafi ekki tjáð sig um ásakanirnar. Þau hafa áður hafnað því að þau noti málaliða. Háttsettur embættismaður í Hvíta-Rússlandi segir Reuters aftur á móti að fjórtán af meintu málaliðunum hafi verið í Donbass-héraði í Austur-Úkraínu þar sem uppreisnarmenn studdir Rússum berjast gegn úkraínska stjórnarhernum. Simon Ostrovsky, fréttamaður PBS-sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum, bendir á að rússneskur rithöfundur sem barðist með uppreisnarmönnum í Úkraínu, haldi því fram að nokkrir þeirra sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi hafi verið með honum í herdeild í Úkraínu. Hann telji þó að mennirnir hafi aðeins verið á leiðinni í gegnum Hvíta-Rússland annað. Prilepin, the Russian author who boasts of killing many during his time fighting against Ukraine, says some of the Russians arrested in Belarus were members of his battalion but believes they were simply transiting. Belarus says they were sent to destabilize it ahead of elections https://t.co/qieUjfy6uU— Simon Ostrovsky (@SimonOstrovsky) July 29, 2020 Í fórum mannanna fannst súdönsk mynt og símakort. Vangaveltur hafa verið um að málaliðarnir hafi verið á leiðinni til Afríku í gegnum Hvíta-Rússland. Alexander Alesin, sjálfstæður hermálasérfræðingur í Minsk, segir AP-fréttastofunni að Hvíta-Rússland hafi lengi verið viðkomuland fyrir rússneska útsendara á leið í aðgerðir erlendis. Hvíta-Rússland Rússland Súdan Tengdar fréttir Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. 14. júlí 2020 15:14 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi halda því fram að 33 meintir málaliðar sem voru handteknir vinni fyrir Wagner, þekktasta málaliðafyrirtæki Rússlands. Stjórnvöld segjast hafa fengið upplýsingar um að fleiri en tvö hundruð málaliðar hafi komið inn í landið til að skapa usla fyrir kosningarnar 9. ágúst. Andrei Rakov, aðalritari þjóðaröryggiráðs Hvíta-Rússlands, segir öryggissveitir leita þeirra. Spenna ríkir fyrir forsetakosningarnar en Alexander Lúkasjenkó forseti mætir nú mesta mótlæti sem hann hefur kynnst á langri valdatíð sinni. Gagnrýnendur hans telja hann hafa brugðist við kórónuveirufaraldrinum og efnahagsmálum af ábyrgðarleysi. Þá hefur ríkisstjórn Lúkasjenkó lengi verið sökuð um mannréttindabrot. Lúkasjenkó hefur á móti sakað andstæðinga sína um að vera í slagtogi við erlenda aðila til að steypa sér af stóli. Hann lét fangelsa tvo helstu keppinauta sína fyrir kosningarnar. Búist er við að Lúkasjenkó nái endurkjöri til sjötta kjörtímabils síns. Hann hefur verið handgenginn stjórnvöldum í Kreml en undanfarið hefur hann mótmælt því að Rússar seilist til frekari efnahagslegri áhrifa. Reuters-fréttastofan segir að rússnesk stjórnvöld hafi ekki tjáð sig um ásakanirnar. Þau hafa áður hafnað því að þau noti málaliða. Háttsettur embættismaður í Hvíta-Rússlandi segir Reuters aftur á móti að fjórtán af meintu málaliðunum hafi verið í Donbass-héraði í Austur-Úkraínu þar sem uppreisnarmenn studdir Rússum berjast gegn úkraínska stjórnarhernum. Simon Ostrovsky, fréttamaður PBS-sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum, bendir á að rússneskur rithöfundur sem barðist með uppreisnarmönnum í Úkraínu, haldi því fram að nokkrir þeirra sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi hafi verið með honum í herdeild í Úkraínu. Hann telji þó að mennirnir hafi aðeins verið á leiðinni í gegnum Hvíta-Rússland annað. Prilepin, the Russian author who boasts of killing many during his time fighting against Ukraine, says some of the Russians arrested in Belarus were members of his battalion but believes they were simply transiting. Belarus says they were sent to destabilize it ahead of elections https://t.co/qieUjfy6uU— Simon Ostrovsky (@SimonOstrovsky) July 29, 2020 Í fórum mannanna fannst súdönsk mynt og símakort. Vangaveltur hafa verið um að málaliðarnir hafi verið á leiðinni til Afríku í gegnum Hvíta-Rússland. Alexander Alesin, sjálfstæður hermálasérfræðingur í Minsk, segir AP-fréttastofunni að Hvíta-Rússland hafi lengi verið viðkomuland fyrir rússneska útsendara á leið í aðgerðir erlendis.
Hvíta-Rússland Rússland Súdan Tengdar fréttir Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. 14. júlí 2020 15:14 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. 14. júlí 2020 15:14