Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Grótta 3-0 | Sömu úrslit og síðast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. júlí 2020 21:53 Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði sitt fyrsta mark í sumar gegn Gróttu í kvöld. vísir/daníel Breiðablik er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir 3-0 sigur á Gróttu á tómum Kópavogsvelli í kvöld. Kwame Quee, Gísli Eyjólfsson og Brynjólfur Andersen Willumsson skoruðu mörk Blika. Úrslitin urðu þau sömu og þegar Breiðablik og Grótta mættust í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar 14. júní síðastliðinn. Gestirnir af Seltjarnarnesi byrjuðu leikinn af miklum krafti og strax á 1. mínútu bjargaði Damir Muminovic á línu frá Axel Sigurðarsyni. Skömmu síðar var nafni hans, Freyr Harðarson, var svo ágengur upp við mark heimamanna en þeir náðu að bjarga. Á 18. mínútu fengu Seltirningar tvö dauðafæri í sömu skyndisókninni. Fyrst varði Anton Ari Einarsson frá Axel, Kieran McGrath tók frákastið en skaut framhjá. Blikar einokuðu boltann en gekk illa að opna þétta vörn Seltirninga. Kristinn Steindórsson komst næst því að skora en gestirnir björguðu á síðustu stundu. Í uppbótartíma fundu heimamenn loksins leið í gegnum vörn gestanna. Ógnin kom úr óvæntri átt, Damir braust upp að endamörkum og sendi fyrir á Kwame sem skoraði af stuttu færi. Gróttumenn var afar ósáttir við Sigurð Hjört Þrastarson, dómara leiksins, og töldu að uppbótartíminn hefði verið liðinn þegar Kópavogsliðið skoraði. Byrjunin á seinni hálfleik var stórundarleg. Breiðablik hélt boltanum aftarlega á vellinum og reyndi að teyma Gróttu framar. Seltirningar höfðu hins vegar engan áhuga á að stíga þann dans og snertu ekki boltann fyrr en sex mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Eftir því sem leið á seinni hálfleik pressaði Grótta af veikum mætti en Breiðablik átti ekki í neinum vandræðum með að spila sig í gegnum pressuna. Fyrir vikið fengu Blikar meira pláss til að athafna sig framar á vellinum og nýttu það vel. Gísli skoraði annað markið á 66. mínútu með innanfótar skoti eftir sendingu frá Höskuldi. Blikar voru með öll völd á vellinum í seinni hálfleik og Seltirningar voru aldrei líklegir til að minnka muninn. Þeir komust varla inn í vítateig Breiðalbiks í seinni hálfleik. Þegar fimm mínútur voru eftir skoraði Brynjólfur þriðja mark Blika og sitt fyrsta í sumar eftir undirbúning Kwames. Skömmu áður hafði sá síðarnefndi komist í dauðafæri eftir frábæran sprett en skotið framhjá. Brynjólfur skoraði annað mark undir blálokin en það var dæmt af vegna brots. Lokatölur því 3-0, Breiðabliki í vil. Af hverju vann Breiðablik? Gestirnir gerðu vel í fyrri hálfleik, spiluðu sterka vörn og fengu hættuleg færi. Breiðablik var með boltann nánast allan tímann en þurfti sóknarframlag úr óvæntri átt, frá Damir, til að opna vörn Gróttu. Seinni hálfleikurinn var frekar einfaldur fyrir Breiðablik. Heimamenn héldu boltanum á meðan gestirnir biðu í skotgröfunum. Þegar þeir færðu sig svo framar tættu Blikar þá svo í sig. Hverjir stóðu upp úr? Damir var Blikum afar mikilvægur í kvöld. Hann bjargaði á línu á upphafsmínútunni og lagði svo upp fyrsta mark leiksins. Kwame var frískur á hægri kantinum, skoraði eitt mark og lagði upp annað. Þá komst Oliver Sigurjónsson vel frá sínu í óvenjulegri stöðu, í miðri vörninni. Axel var langhættulegasti leikmaður Gróttu. Hann var sérstaklega góður í fyrri hálfleik en sást minna í þeim seinni. Hvað gekk illa? Blikar voru ekkert sérstakir í fyrri hálfleik en léku mun betur í þeim seinni. Þá áttu Seltirningar engin svör og komust varla nálægt vítateig þeirra grænu. Hvað gerist næst? Blikar eru komnir í átta liða úrslit en þátttöku Seltirninga í Mjólkurbikarnum er lokið að þessu sinni. Breiðablik fær að vita annað kvöld hverjir andstæðingar liðsins í átta liða úrslitum verða. Ef allt gengur að óskum verður næsti leikur Breiðabliks gegn Fylki mánudaginn 10. ágúst. Næsti leikur Gróttu er væntanlega gegn Stjörnunni fimmtudaginn 13. ágúst. Óskar Hrafn: Samgleðst Brynjólfi Óskar Hrafn sagði að tíðindi dagsins hefðu ekki breytt undirbúningnum fyrir leik kvöldsins neitt.vísir/vilhelm Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægðari með frammistöðu sinna manna í seinni hálfleiknum en þeim fyrri gegn Gróttu. „Frammistaðan var ekkert sérstök í fyrri hálfleik en mér fannst sá seinni vera fínn,“ sagði Óskar eftir leikinn. Gestirnir voru ógnandi í upphafi leiks og fengu upplögð færi til að komast yfir. „Það þarf ekkert endilega eitthvað að klikka hjá okkur,“ sagði Óskar um færin sem Grótta fékk. „Þeir voru skipulagðir og eru með hættulega menn fram á við. Þeir eru með gott lið og alltaf viðbúið að þeir myndu skapa sér færi. Kannski var þetta blanda af sofandahætti hjá okkur og vel skipulögðum og vel útfærðum skyndisóknum hjá þeim.“ Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði sitt fyrsta mark í sumar þegar hann kom Breiðabliki í 3-0 á 85. mínútu. Óskar kvaðst ánægður að Brynjólfur sé búinn að reima á sig skotskóna. „Það er mjög mikilvægt. Það er gott fyrir hann og sjálfstraustið hans að skora. Ég samgleðst honum,“ sagði þjálfarinn. Óskar sagði að fréttir dagsins, um frestanir á leikjum vegna kórónuveirufaraldursins, hefði ekki haft áhrif á undirbúning Breiðabliks fyrir leikinn í kvöld. „Nei, við tilkynntum byrjunarliðið í gær og það hélt sér. Við héldum sömu áætlum. Eina sem breytist er að það bætist við einn frídagur um verslunarmannahelgina,“ sagði Óskar að endingu. Ágúst: Vinnur ekki lið eins og Breiðablik ef þú nýtir ekki færin Ágúst lét óánægju sína í ljós eftir að Breiðablik komst yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks.vísir/vilhelm „Við erum dottnir út úr bikarnum. Það er ekkert öðruvísi. Núna getum við einbeitt okkur að deildinni. Það er það fyrsta sem kemur í hugann,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, eftir tapið fyrir Breiðabliki í kvöld. Seltirningar byrjuðu leikinn af miklum krafti og fengu afbragðs færi til að ná forystunni sem ekki nýttust. „Þú vinnur ekki lið eins og Breiðablik þegar þú nýtir ekki færin. Svo fengum við mark á okkur þegar uppbótartíminn var liðinn en dómarinn lét leikinn halda áfram og þeir skoruðu,“ sagði Ágúst sem var afar ósáttur eftir markið sem Kwame Quee skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. „Við vorum með tímann á hreinu, held ég. Það var aukaspyrna úti á velli og þá var tíminn búinn en dómarinn lét leikinn halda áfram. Boltinn fór út úr teignum og þeir skoruðu mark.“ Ágúst var sáttur með sína stráka lengst af leiknum í kvöld en viðurkenndi að róðurinn hefði verið þungur eftir að Breiðablik komst í 2-0. „Ég var ánægður með leikmennina fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik, að vera ekki að stressa sig. Við héldum bara sjó og okkur við leikáætlunina,“ sagði Ágúst. „Svo þurftum við að sækja og þá voru Blikarnir frábærir, bættu við mörkum og kláruðu leikinn.“ Eftir tíðindi dagsins er ljóst að það eru a.m.k. um tvær vikur í næsta leik Gróttu. „Við erum ekkert farnir að hugsa svo langt,“ sagði Ágúst aðspurður hvernig næstu dögum yrði háttað. „Þetta er bara nýskeð og við þurfum bara að rýna í það. Við hittumst í hádeginu á morgun og förum yfir þessi mál.“ Mjólkurbikarinn
Breiðablik er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir 3-0 sigur á Gróttu á tómum Kópavogsvelli í kvöld. Kwame Quee, Gísli Eyjólfsson og Brynjólfur Andersen Willumsson skoruðu mörk Blika. Úrslitin urðu þau sömu og þegar Breiðablik og Grótta mættust í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar 14. júní síðastliðinn. Gestirnir af Seltjarnarnesi byrjuðu leikinn af miklum krafti og strax á 1. mínútu bjargaði Damir Muminovic á línu frá Axel Sigurðarsyni. Skömmu síðar var nafni hans, Freyr Harðarson, var svo ágengur upp við mark heimamanna en þeir náðu að bjarga. Á 18. mínútu fengu Seltirningar tvö dauðafæri í sömu skyndisókninni. Fyrst varði Anton Ari Einarsson frá Axel, Kieran McGrath tók frákastið en skaut framhjá. Blikar einokuðu boltann en gekk illa að opna þétta vörn Seltirninga. Kristinn Steindórsson komst næst því að skora en gestirnir björguðu á síðustu stundu. Í uppbótartíma fundu heimamenn loksins leið í gegnum vörn gestanna. Ógnin kom úr óvæntri átt, Damir braust upp að endamörkum og sendi fyrir á Kwame sem skoraði af stuttu færi. Gróttumenn var afar ósáttir við Sigurð Hjört Þrastarson, dómara leiksins, og töldu að uppbótartíminn hefði verið liðinn þegar Kópavogsliðið skoraði. Byrjunin á seinni hálfleik var stórundarleg. Breiðablik hélt boltanum aftarlega á vellinum og reyndi að teyma Gróttu framar. Seltirningar höfðu hins vegar engan áhuga á að stíga þann dans og snertu ekki boltann fyrr en sex mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Eftir því sem leið á seinni hálfleik pressaði Grótta af veikum mætti en Breiðablik átti ekki í neinum vandræðum með að spila sig í gegnum pressuna. Fyrir vikið fengu Blikar meira pláss til að athafna sig framar á vellinum og nýttu það vel. Gísli skoraði annað markið á 66. mínútu með innanfótar skoti eftir sendingu frá Höskuldi. Blikar voru með öll völd á vellinum í seinni hálfleik og Seltirningar voru aldrei líklegir til að minnka muninn. Þeir komust varla inn í vítateig Breiðalbiks í seinni hálfleik. Þegar fimm mínútur voru eftir skoraði Brynjólfur þriðja mark Blika og sitt fyrsta í sumar eftir undirbúning Kwames. Skömmu áður hafði sá síðarnefndi komist í dauðafæri eftir frábæran sprett en skotið framhjá. Brynjólfur skoraði annað mark undir blálokin en það var dæmt af vegna brots. Lokatölur því 3-0, Breiðabliki í vil. Af hverju vann Breiðablik? Gestirnir gerðu vel í fyrri hálfleik, spiluðu sterka vörn og fengu hættuleg færi. Breiðablik var með boltann nánast allan tímann en þurfti sóknarframlag úr óvæntri átt, frá Damir, til að opna vörn Gróttu. Seinni hálfleikurinn var frekar einfaldur fyrir Breiðablik. Heimamenn héldu boltanum á meðan gestirnir biðu í skotgröfunum. Þegar þeir færðu sig svo framar tættu Blikar þá svo í sig. Hverjir stóðu upp úr? Damir var Blikum afar mikilvægur í kvöld. Hann bjargaði á línu á upphafsmínútunni og lagði svo upp fyrsta mark leiksins. Kwame var frískur á hægri kantinum, skoraði eitt mark og lagði upp annað. Þá komst Oliver Sigurjónsson vel frá sínu í óvenjulegri stöðu, í miðri vörninni. Axel var langhættulegasti leikmaður Gróttu. Hann var sérstaklega góður í fyrri hálfleik en sást minna í þeim seinni. Hvað gekk illa? Blikar voru ekkert sérstakir í fyrri hálfleik en léku mun betur í þeim seinni. Þá áttu Seltirningar engin svör og komust varla nálægt vítateig þeirra grænu. Hvað gerist næst? Blikar eru komnir í átta liða úrslit en þátttöku Seltirninga í Mjólkurbikarnum er lokið að þessu sinni. Breiðablik fær að vita annað kvöld hverjir andstæðingar liðsins í átta liða úrslitum verða. Ef allt gengur að óskum verður næsti leikur Breiðabliks gegn Fylki mánudaginn 10. ágúst. Næsti leikur Gróttu er væntanlega gegn Stjörnunni fimmtudaginn 13. ágúst. Óskar Hrafn: Samgleðst Brynjólfi Óskar Hrafn sagði að tíðindi dagsins hefðu ekki breytt undirbúningnum fyrir leik kvöldsins neitt.vísir/vilhelm Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægðari með frammistöðu sinna manna í seinni hálfleiknum en þeim fyrri gegn Gróttu. „Frammistaðan var ekkert sérstök í fyrri hálfleik en mér fannst sá seinni vera fínn,“ sagði Óskar eftir leikinn. Gestirnir voru ógnandi í upphafi leiks og fengu upplögð færi til að komast yfir. „Það þarf ekkert endilega eitthvað að klikka hjá okkur,“ sagði Óskar um færin sem Grótta fékk. „Þeir voru skipulagðir og eru með hættulega menn fram á við. Þeir eru með gott lið og alltaf viðbúið að þeir myndu skapa sér færi. Kannski var þetta blanda af sofandahætti hjá okkur og vel skipulögðum og vel útfærðum skyndisóknum hjá þeim.“ Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði sitt fyrsta mark í sumar þegar hann kom Breiðabliki í 3-0 á 85. mínútu. Óskar kvaðst ánægður að Brynjólfur sé búinn að reima á sig skotskóna. „Það er mjög mikilvægt. Það er gott fyrir hann og sjálfstraustið hans að skora. Ég samgleðst honum,“ sagði þjálfarinn. Óskar sagði að fréttir dagsins, um frestanir á leikjum vegna kórónuveirufaraldursins, hefði ekki haft áhrif á undirbúning Breiðabliks fyrir leikinn í kvöld. „Nei, við tilkynntum byrjunarliðið í gær og það hélt sér. Við héldum sömu áætlum. Eina sem breytist er að það bætist við einn frídagur um verslunarmannahelgina,“ sagði Óskar að endingu. Ágúst: Vinnur ekki lið eins og Breiðablik ef þú nýtir ekki færin Ágúst lét óánægju sína í ljós eftir að Breiðablik komst yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks.vísir/vilhelm „Við erum dottnir út úr bikarnum. Það er ekkert öðruvísi. Núna getum við einbeitt okkur að deildinni. Það er það fyrsta sem kemur í hugann,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu, eftir tapið fyrir Breiðabliki í kvöld. Seltirningar byrjuðu leikinn af miklum krafti og fengu afbragðs færi til að ná forystunni sem ekki nýttust. „Þú vinnur ekki lið eins og Breiðablik þegar þú nýtir ekki færin. Svo fengum við mark á okkur þegar uppbótartíminn var liðinn en dómarinn lét leikinn halda áfram og þeir skoruðu,“ sagði Ágúst sem var afar ósáttur eftir markið sem Kwame Quee skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. „Við vorum með tímann á hreinu, held ég. Það var aukaspyrna úti á velli og þá var tíminn búinn en dómarinn lét leikinn halda áfram. Boltinn fór út úr teignum og þeir skoruðu mark.“ Ágúst var sáttur með sína stráka lengst af leiknum í kvöld en viðurkenndi að róðurinn hefði verið þungur eftir að Breiðablik komst í 2-0. „Ég var ánægður með leikmennina fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik, að vera ekki að stressa sig. Við héldum bara sjó og okkur við leikáætlunina,“ sagði Ágúst. „Svo þurftum við að sækja og þá voru Blikarnir frábærir, bættu við mörkum og kláruðu leikinn.“ Eftir tíðindi dagsins er ljóst að það eru a.m.k. um tvær vikur í næsta leik Gróttu. „Við erum ekkert farnir að hugsa svo langt,“ sagði Ágúst aðspurður hvernig næstu dögum yrði háttað. „Þetta er bara nýskeð og við þurfum bara að rýna í það. Við hittumst í hádeginu á morgun og förum yfir þessi mál.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti