Strætó ekki skylt að hafa grímuskyldu Sylvía Hall skrifar 30. júlí 2020 19:53 Í minnisblaði sóttvarnalæknis stóð að grímuskyldan ætti við um almenningssamgöngur þar sem ekki væri hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð. Vísir/Vilhelm Grímuskylda sem kveðið er á um í minnisblaði sóttvarnalæknis í tengslum við almenningssamgöngur á ekki við um Strætó. Þetta sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í kvöldfréttum RÚV og bætti við að áherslan væri frekar á innanlandsflug og ferjur þar sem fólk væri í sama rými í lengri tíma. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, staðfestir í samtali við fréttastofu að Strætó falli ekki undir reglurnar. Reglurnar um grímunotkun séu í smíðum og verði tilbúnar í fyrramálið. Í tillögum sóttvarnalæknis, sem samþykktar voru af heilbrigðisráðherra og taka gildi í hádeginu á morgun segir: „Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð milli ótengdra einstaklinga með fjöldatakmörkun verði krafist notkunar andlitsgrímu sem hylur nef og munn. Þetta á t.d. við um almenningssamgöngur, þ.m.t. innanlandsflug og farþegaferjur, og starfsemi s.s. hárgreiðslustofur og nuddstofur.“ Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir fyrirtækið hafa litið svo á að reglurnar ættu einnig við um farþegaflutninga í strætisvögnum. „Við lásum þessi fyrirmæli eins og aðrir í þjóðfélaginu og þar stóð almenningssamgöngur, ferjur og flug. Við miðuðum okkar fyrirmæli við það og svo erum við að heyra eitthvað annað núna. Við þurfum bara að taka stöðuna á því á morgun,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. „Það eru í sjálfu sér engar aðrar almenningssamgöngur en Strætó svo það er erfitt að taka því öðruvísi.“ Hann býst við því að stjórnendur Strætó taki stöðuna á morgun og ræði málin. Þeir hafi heyrt „allskonar útfærslur“ en þurfi að fá þetta á hreint. Nýtingin hafi aukist verulega hjá Strætó og farþegafjöldi sé um 30 þúsund manns á dag. „Ég held það sé bara til að auka öryggið að hafa grímu,“ segir Jóhannes um málið. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum var lagt upp með að Strætó yrði undanþegin grímuskyldu þar sem um styttri ferðir væri að ræða. Þeim væri þó velkomið að hafa grímuskyldu ef þeir kjósa það. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39 Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Grímuskylda sem kveðið er á um í minnisblaði sóttvarnalæknis í tengslum við almenningssamgöngur á ekki við um Strætó. Þetta sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í kvöldfréttum RÚV og bætti við að áherslan væri frekar á innanlandsflug og ferjur þar sem fólk væri í sama rými í lengri tíma. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, staðfestir í samtali við fréttastofu að Strætó falli ekki undir reglurnar. Reglurnar um grímunotkun séu í smíðum og verði tilbúnar í fyrramálið. Í tillögum sóttvarnalæknis, sem samþykktar voru af heilbrigðisráðherra og taka gildi í hádeginu á morgun segir: „Þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra fjarlægð milli ótengdra einstaklinga með fjöldatakmörkun verði krafist notkunar andlitsgrímu sem hylur nef og munn. Þetta á t.d. við um almenningssamgöngur, þ.m.t. innanlandsflug og farþegaferjur, og starfsemi s.s. hárgreiðslustofur og nuddstofur.“ Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir fyrirtækið hafa litið svo á að reglurnar ættu einnig við um farþegaflutninga í strætisvögnum. „Við lásum þessi fyrirmæli eins og aðrir í þjóðfélaginu og þar stóð almenningssamgöngur, ferjur og flug. Við miðuðum okkar fyrirmæli við það og svo erum við að heyra eitthvað annað núna. Við þurfum bara að taka stöðuna á því á morgun,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. „Það eru í sjálfu sér engar aðrar almenningssamgöngur en Strætó svo það er erfitt að taka því öðruvísi.“ Hann býst við því að stjórnendur Strætó taki stöðuna á morgun og ræði málin. Þeir hafi heyrt „allskonar útfærslur“ en þurfi að fá þetta á hreint. Nýtingin hafi aukist verulega hjá Strætó og farþegafjöldi sé um 30 þúsund manns á dag. „Ég held það sé bara til að auka öryggið að hafa grímu,“ segir Jóhannes um málið. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum var lagt upp með að Strætó yrði undanþegin grímuskyldu þar sem um styttri ferðir væri að ræða. Þeim væri þó velkomið að hafa grímuskyldu ef þeir kjósa það.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samgöngur Strætó Tengdar fréttir Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39 Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. 30. júlí 2020 13:39
Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09