Grímuskylda í Strætó dregin til baka Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. júlí 2020 15:32 Farþegar Strætó munu ekki þurfa að bera grímur fyrir vitum um borð í vögnunum. Vísir/Vilhelm Strætó hefur tekið ákvörðun um að draga til baka grímuskyldu í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu eftir nánara samtal við sóttvarnayfirvöld. Eins og fram kom í fréttum í gær ákvað Strætó að gera það skylt að farþegar bæru grímur fyrir vitum, þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld teldu það ekki nauðsyn. Strætó tilkynnti í gær eftir að minnisblað sóttvarnalæknis í tengslum við almenningssamgöngur var birt að grímuskylda myndi taka gildi í strætisvögnum á hádegi í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að grímuskyldan ætti ekki við um Strætó. Forsvarsmenn tilkynntu í morgun að grímuskyldunni yrði haldið til streitu þrátt fyrir að fyrirtækið væri ekki skyldugt til þess, miðað við ummæli frá almannavörnum, þar sem ekki er talið hægt að viðhalda tveggja metra fjarlægð milli notenda. Strætó biður farþega þess í stað að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum: Þegar ekki er unnt að viðhalda fjarlægðartakmörkunum í fjölmenni, svo sem á háannatíma í umferðinni, er fólki ráðlagt að hafa andlitsgrímur á sér og setja þær upp ef fjölmennt verður í strætisvögnum. Þá er mælst til að fólk í áhættuhópum setji upp andlitsgrímur um borð í vögnum. Grímuskylda verður enn til staðar í vögnum Strætó sem sinna landsbyggðarakstri. Þá biðlar Strætó til viðskiptavina sinna að huga vel að hreinlæti, þvo sér um hendur og reyna eftir fremsta megni að virða fjarlægðartakmarkanir um borð í strætisvögnum. Strætó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Halda grímuskyldu til streitu Forsvarsmenn Strætó hafa tekið þá ákvörðun að halda andlitsgrímuskyldu um borð í strætisvögnum til streitu. 31. júlí 2020 09:23 Leiðbeiningar fyrir grímuskyldu: Grímurnar koma ekki í stað tveggja metra reglu Það er skylda að nota hlífðargrímur ef fólk getur ekki viðhaldið tveggja metra fjarlægðarmörkum þegar hin svokallaða tveggja metra regla tekur gildi að nýju. 30. júlí 2020 22:00 Strætó ekki skylt að hafa grímuskyldu Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir reglur um grímunotkun vera í smíðum. 30. júlí 2020 19:53 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
Strætó hefur tekið ákvörðun um að draga til baka grímuskyldu í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu eftir nánara samtal við sóttvarnayfirvöld. Eins og fram kom í fréttum í gær ákvað Strætó að gera það skylt að farþegar bæru grímur fyrir vitum, þrátt fyrir að heilbrigðisyfirvöld teldu það ekki nauðsyn. Strætó tilkynnti í gær eftir að minnisblað sóttvarnalæknis í tengslum við almenningssamgöngur var birt að grímuskylda myndi taka gildi í strætisvögnum á hádegi í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að grímuskyldan ætti ekki við um Strætó. Forsvarsmenn tilkynntu í morgun að grímuskyldunni yrði haldið til streitu þrátt fyrir að fyrirtækið væri ekki skyldugt til þess, miðað við ummæli frá almannavörnum, þar sem ekki er talið hægt að viðhalda tveggja metra fjarlægð milli notenda. Strætó biður farþega þess í stað að fylgja eftirfarandi leiðbeiningum: Þegar ekki er unnt að viðhalda fjarlægðartakmörkunum í fjölmenni, svo sem á háannatíma í umferðinni, er fólki ráðlagt að hafa andlitsgrímur á sér og setja þær upp ef fjölmennt verður í strætisvögnum. Þá er mælst til að fólk í áhættuhópum setji upp andlitsgrímur um borð í vögnum. Grímuskylda verður enn til staðar í vögnum Strætó sem sinna landsbyggðarakstri. Þá biðlar Strætó til viðskiptavina sinna að huga vel að hreinlæti, þvo sér um hendur og reyna eftir fremsta megni að virða fjarlægðartakmarkanir um borð í strætisvögnum.
Strætó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Halda grímuskyldu til streitu Forsvarsmenn Strætó hafa tekið þá ákvörðun að halda andlitsgrímuskyldu um borð í strætisvögnum til streitu. 31. júlí 2020 09:23 Leiðbeiningar fyrir grímuskyldu: Grímurnar koma ekki í stað tveggja metra reglu Það er skylda að nota hlífðargrímur ef fólk getur ekki viðhaldið tveggja metra fjarlægðarmörkum þegar hin svokallaða tveggja metra regla tekur gildi að nýju. 30. júlí 2020 22:00 Strætó ekki skylt að hafa grímuskyldu Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir reglur um grímunotkun vera í smíðum. 30. júlí 2020 19:53 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
Halda grímuskyldu til streitu Forsvarsmenn Strætó hafa tekið þá ákvörðun að halda andlitsgrímuskyldu um borð í strætisvögnum til streitu. 31. júlí 2020 09:23
Leiðbeiningar fyrir grímuskyldu: Grímurnar koma ekki í stað tveggja metra reglu Það er skylda að nota hlífðargrímur ef fólk getur ekki viðhaldið tveggja metra fjarlægðarmörkum þegar hin svokallaða tveggja metra regla tekur gildi að nýju. 30. júlí 2020 22:00
Strætó ekki skylt að hafa grímuskyldu Samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir reglur um grímunotkun vera í smíðum. 30. júlí 2020 19:53