Facebook þarf að loka á stuðningsmenn forseta Brasilíu Kjartan Kjartansson skrifar 2. ágúst 2020 08:12 Jair Bolsonaro treður nú illsakir við hæstarétt Brasilíu. Hópur áhrifamikilla stuðningsmanna hans er sakaður um að reka samfélagsmiðlaáróður gegn hæstaréttardómurum. Vísir/EPA Hæstiréttur Brasilíu skipaði Facebook að loka aðgangi nokkurra helstu stuðningsmanna Jairs Bolsonaro forseta sem eru sakaðir um að reka falsfréttaveitu. Samfélagsmiðlarisinn segir skipunina ógna tjáningarfrelsi og ætlar að áfrýja. Hópur stuðningsmanna Bolsonaro hefur notað Facebook til þess að hvetja herinn til þess að fremja valdarán, loka þinginu og hæstarétti. Á meðal þeirra eru Roberto Jefferson, leiðtogi stjórnmálaflokks sem styður Bolsonaro, og Luciano Hang, einn þekktasti kaupsýslumaður landsins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til rannsóknar er hvort að hópurinn reki samfélagsmiðlanet sem dreifir hótunum og ósannindum um hæstaréttardómara, að sögn AP-fréttastofunnar. Bolsonaro höfðaði mál í síðustu viku og krafðist þess að opnað yrði á reikningana. Neðra dómstig skipaði Facebook að loka á tólf reikninga og Twitter að loka á sextán í maí. Hæstiréttur sektaði Facebook fyrir að neita að verða við skipuninni á föstudag. Facebook lokaði aðeins á reikningana innan Brasilíu en ekki á heimsvísu. Eftir úrskurðinn um sektirnar gaf Facebook út tilkynningu þar sem honum var mótmælt og vísaði til tjáningarfrelsis. Fyrirtækið hafi ekki annan kost en að loka á reikningana á meðan málinu er áfrýjað. Brasilía Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Bolsonaro laus við Covid-19 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er laus við Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Þessu sagði forsetinn frá á Twitter í dag en hann fékk neikvætt út úr skimun fyrir veirunni. 25. júlí 2020 14:34 Bolsonaro mótmælti rannsókn Hæstaréttar á hestbaki Forseti Brasilíu, hægri maðurinn Jair Bolsonaro, tók þátt í mótmælum gegn hæstarétti landsins í dag en stuðningsmenn forsetans vilja að rétturinn láti af rannsóknum á hendur Bolsonaro. 31. maí 2020 22:57 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Sjá meira
Hæstiréttur Brasilíu skipaði Facebook að loka aðgangi nokkurra helstu stuðningsmanna Jairs Bolsonaro forseta sem eru sakaðir um að reka falsfréttaveitu. Samfélagsmiðlarisinn segir skipunina ógna tjáningarfrelsi og ætlar að áfrýja. Hópur stuðningsmanna Bolsonaro hefur notað Facebook til þess að hvetja herinn til þess að fremja valdarán, loka þinginu og hæstarétti. Á meðal þeirra eru Roberto Jefferson, leiðtogi stjórnmálaflokks sem styður Bolsonaro, og Luciano Hang, einn þekktasti kaupsýslumaður landsins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til rannsóknar er hvort að hópurinn reki samfélagsmiðlanet sem dreifir hótunum og ósannindum um hæstaréttardómara, að sögn AP-fréttastofunnar. Bolsonaro höfðaði mál í síðustu viku og krafðist þess að opnað yrði á reikningana. Neðra dómstig skipaði Facebook að loka á tólf reikninga og Twitter að loka á sextán í maí. Hæstiréttur sektaði Facebook fyrir að neita að verða við skipuninni á föstudag. Facebook lokaði aðeins á reikningana innan Brasilíu en ekki á heimsvísu. Eftir úrskurðinn um sektirnar gaf Facebook út tilkynningu þar sem honum var mótmælt og vísaði til tjáningarfrelsis. Fyrirtækið hafi ekki annan kost en að loka á reikningana á meðan málinu er áfrýjað.
Brasilía Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Bolsonaro laus við Covid-19 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er laus við Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Þessu sagði forsetinn frá á Twitter í dag en hann fékk neikvætt út úr skimun fyrir veirunni. 25. júlí 2020 14:34 Bolsonaro mótmælti rannsókn Hæstaréttar á hestbaki Forseti Brasilíu, hægri maðurinn Jair Bolsonaro, tók þátt í mótmælum gegn hæstarétti landsins í dag en stuðningsmenn forsetans vilja að rétturinn láti af rannsóknum á hendur Bolsonaro. 31. maí 2020 22:57 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Sjá meira
Bolsonaro laus við Covid-19 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er laus við Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Þessu sagði forsetinn frá á Twitter í dag en hann fékk neikvætt út úr skimun fyrir veirunni. 25. júlí 2020 14:34
Bolsonaro mótmælti rannsókn Hæstaréttar á hestbaki Forseti Brasilíu, hægri maðurinn Jair Bolsonaro, tók þátt í mótmælum gegn hæstarétti landsins í dag en stuðningsmenn forsetans vilja að rétturinn láti af rannsóknum á hendur Bolsonaro. 31. maí 2020 22:57