Steindautt í hvalaskoðun þar til Íslendingar fóru að mæta Kristján Már Unnarsson skrifar 2. ágúst 2020 22:38 Aðalsteinn Svan Hjelm, markaðsstjóri Hvalaskoðunar á Hauganesi. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Íslendingar sem áður sáust varla í hvalaskoðun eru núna yfir helmingur farþega hjá elstu hvalaskoðun landsins, sem er á Hauganesi við Eyjafjörð. Ferðaávísun stjórnvalda er þakkað. Þetta koma fram í fréttum Stöðvar 2. Hauganes er hundrað manna þorp á Árskógsströnd um þrjátíu kílómetra norðan Akureyrar og þar var búin að vera hröð uppsveifla í hvalaskoðun, með tólf manns í vinnu, allt þar til covid skall á. „Þetta er ekki svipur hjá sjón miðað við hvernig þetta hefur verið. En við erum fullir bjartsýni,“ segir Aðalsteinn Svan Hjelm, markaðsstjóri Hvalaskoðunar á Hauganesi. „Við erum náttúrlega búnir að afbóka alveg helling, nánast allt sem átti að koma í ár. En mér heyrist á flestum að þeir muni koma á næsta ári. Þannig að uppsveiflan heldur bara áfram um leið og covid hverfur.“ Frá Hauganesi á Árskógsströnd. Hvalaskoðunarbátarnir við bryggju.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hér þakka menn ríkisstjórninni fyrir ferðaávísunina. „Hún hefur slegið í gegn. Við erum að bjóða ferð fyrir ígildi einnar ávísunar hjá okkur. Þannig að það hefur gengið svona rosalega vel,“ segir Aðalsteinn en tekið skal fram að viðtalið var tekið áður en nýjustu samkomutakmarkanir vegna covid voru settar á í vikunni. Mars, apríl og maí voru nánast steindauðir, í júní náðu þeir fjórðungi gestafjöldans miðað við síðasta ár og vonast til að júlímánuður fari í 40 prósent miðað við í fyrra. Íslendingar eru farnir að meta hvalaskoðun. „Kannski sextíu prósent af okkar gestum núna eru Íslendingar,“ segir Aðalsteinn. Undanfarin ár hafi Íslendingar kannski verið þrjú prósent. Sveinn í Kálfskinni við höfnina á Hauganesi. Hvalaskoðunarbátarnir í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Margir halda að hvalaskoðun hafi byrjað á Húsavík. Þeir á Hauganesi segjast þó hafa verið fyrstir. Sveinn Jónsson, fyrrverandi oddviti Árskógsstrandarhrepps, áður bóndi í Kálfskinni, segir að enskur ferðafrömuður hafi bent þeim á tækifærið fyrir þremur áratugum. „Og hann segir: Af hverju sýnið þið ekki hvalina? Svo ég fer hér til sjómanna, bræðra sem voru duglegir sjómenn hér á Hauganesi, og spyr hvort þeir vilji prófa þetta að sýna ferðafólki hvali,“ segir Sveinn í Kálfskinni. „Sem verður á endanum til þess að við hefjum skipulagða hvalaskoðun hér með hópa árið ´93. Þá hefst ævintýrið,“ segir Aðalsteinn en tekur fram að Húsvíkingar hafi þó staðið sig vel í markaðssetningu. „Þeir eiga heiður skilinn fyrir vel unnin störf þar. En við erum elstir,“ segir Aðalsteinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Dalvíkurbyggð Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Íslendingar sem áður sáust varla í hvalaskoðun eru núna yfir helmingur farþega hjá elstu hvalaskoðun landsins, sem er á Hauganesi við Eyjafjörð. Ferðaávísun stjórnvalda er þakkað. Þetta koma fram í fréttum Stöðvar 2. Hauganes er hundrað manna þorp á Árskógsströnd um þrjátíu kílómetra norðan Akureyrar og þar var búin að vera hröð uppsveifla í hvalaskoðun, með tólf manns í vinnu, allt þar til covid skall á. „Þetta er ekki svipur hjá sjón miðað við hvernig þetta hefur verið. En við erum fullir bjartsýni,“ segir Aðalsteinn Svan Hjelm, markaðsstjóri Hvalaskoðunar á Hauganesi. „Við erum náttúrlega búnir að afbóka alveg helling, nánast allt sem átti að koma í ár. En mér heyrist á flestum að þeir muni koma á næsta ári. Þannig að uppsveiflan heldur bara áfram um leið og covid hverfur.“ Frá Hauganesi á Árskógsströnd. Hvalaskoðunarbátarnir við bryggju.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hér þakka menn ríkisstjórninni fyrir ferðaávísunina. „Hún hefur slegið í gegn. Við erum að bjóða ferð fyrir ígildi einnar ávísunar hjá okkur. Þannig að það hefur gengið svona rosalega vel,“ segir Aðalsteinn en tekið skal fram að viðtalið var tekið áður en nýjustu samkomutakmarkanir vegna covid voru settar á í vikunni. Mars, apríl og maí voru nánast steindauðir, í júní náðu þeir fjórðungi gestafjöldans miðað við síðasta ár og vonast til að júlímánuður fari í 40 prósent miðað við í fyrra. Íslendingar eru farnir að meta hvalaskoðun. „Kannski sextíu prósent af okkar gestum núna eru Íslendingar,“ segir Aðalsteinn. Undanfarin ár hafi Íslendingar kannski verið þrjú prósent. Sveinn í Kálfskinni við höfnina á Hauganesi. Hvalaskoðunarbátarnir í baksýn.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Margir halda að hvalaskoðun hafi byrjað á Húsavík. Þeir á Hauganesi segjast þó hafa verið fyrstir. Sveinn Jónsson, fyrrverandi oddviti Árskógsstrandarhrepps, áður bóndi í Kálfskinni, segir að enskur ferðafrömuður hafi bent þeim á tækifærið fyrir þremur áratugum. „Og hann segir: Af hverju sýnið þið ekki hvalina? Svo ég fer hér til sjómanna, bræðra sem voru duglegir sjómenn hér á Hauganesi, og spyr hvort þeir vilji prófa þetta að sýna ferðafólki hvali,“ segir Sveinn í Kálfskinni. „Sem verður á endanum til þess að við hefjum skipulagða hvalaskoðun hér með hópa árið ´93. Þá hefst ævintýrið,“ segir Aðalsteinn en tekur fram að Húsvíkingar hafi þó staðið sig vel í markaðssetningu. „Þeir eiga heiður skilinn fyrir vel unnin störf þar. En við erum elstir,“ segir Aðalsteinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Dalvíkurbyggð Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira