„Gat aldrei skilað þessari fokking skömm“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. ágúst 2020 07:02 Erna Hrönn og Bibbi spjölluðu saman í um tvær klukkustundir og um allt milli himins og jarðar. Söngkonan Erna Hrönn Ólafsdóttir er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar, oftast kallaður Bibbi, í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Þar opnaði Erna sig um þau áföll sem hún hefur þurft að vinna sig út úr síðustu ár og er enn að. „Ég opnaði hjartað upp á gátt og eiginlega alveg óvart. Lagði öll spilin á borðið og leyfði öllu að flakka. Hver hefði trúað léttinum og frelsinu í að segja hlutina upphátt og þurfa ekki lengur að fela sig. Ég hef einfaldlega engu að tapa og þetta er minn veruleiki í dag,“ skrifar Erna í stöðufærslu á Facebook eftir viðtalið við Snæbjörn. Erna segir í þættinum að hún hafi fengið hlutverk í leikverkinu Hárið á Akureyri fyrir nokkrum árum þar sem hún átti að leika ólétta konu. Á þeim tíma varð Erna sjálf ólétt en missti fóstrið og það hafi tekið á að vinna í því áfalli. Einum mánuði eftir fósturmissinn varð Erna aftur á móti aftur ófrísk. Í kjölfarið segist hún hafa upplifað mikinn kvíða þegar stúlkan kom í heiminn. Erna segir frá einum erfiðasta tíma lífsins í þættinum þegar hún varð fyrir kynferðisofbeldi. „Það byrjar í raun og veru að halla undan fæti hjá mér þegar að #metoo dettur í gang. Þá fer ég að horfast í augu við það sem gerðist í lok hljómsveitartímabils míns. Ég gat ekki tjáð mig á sínum tíma. Gerandi minn, konan hans var í einni grúbbunni, og ég gat ekki tjáð mig um það þar. Hún veit ekki af þessu svo ég viti. Fyrrverandi kona hans og barnsmóðir var í annarri grúbbunni og mér fannst erfitt að fara tjá mig um þetta þar. Þannig að ég ákvað bara að gera ekki neitt í því,“ segir Erna Hrönn í þættinum. Algengustu viðbrögðin „Það var eiginlega erfiðara, að þurfa halda þessu leyndu. Mig langaði ógeðslega mikið að klára þetta þarna en þá var ég alltaf að hugsa um alla hina. Þeim á eftir að líða svo illa með þetta. Ég gat aldrei skilað þessari fokking skömm. Ég fór og tala við eina dásamlega konu í Stígamótum og hún hefur hjálpað mér alveg gríðarlega mikið í nokkur ár. Það opnaði vissulega sárið og þá fór allt að flæða út. Ég skrifaði mig mikið í gegnum þetta, bara fyrir sjálfan mig. Ég er á þeim stað að mér finnst þessu ólokið og ég þarf að klára þetta. Þetta er ótrúlega stór hluti af því hver ég er í dag. Ég get ekki fyrirgefið sjálfum mér fyrir mín viðbrögð. Að hafa ekki ráðist á hann, öskrað á hann eða staðið á einhvern hátt með sjálfri mér. Viðbrögðin voru svo vandræðalega asnaleg. Ég komst að því þegar ég fór í Stígamót að þetta eru sko algengustu viðbrögð í heiminum.“ Hún segir að atvikið hafi átt sér stað í rútu úti á landi á tónleikaferðalagi. Maðurinn hafi ekki verið með henni í hljómsveit en unnið náið með bandinu. „Þarna er ég föst inni í rútu og vakna eina nóttina með drenginn aftan á mér og þarna veit ég í raun ekki hver hann er. Hann nauðgar mér. Svo þegar ég fer fram úr svefnrýminu og hann á eftir mér, þá sest ég í sætið mitt og fer að hlægja og segi, hvað var nú þetta? Það má enginn vita af þessu og ég er í svona brjálæðislegu hláturskasti. Megi hann fara til helvítis,“ segir Erna sem lærði síðar að þetta væru algengustu viðbrögð fórnarlamba. Hún segist vera á erfiðum stað í lífinu í dag hefur leitað sér aðstoðar hjá sjálfræðingi. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ernu Hrönn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Söngkonan Erna Hrönn Ólafsdóttir er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar, oftast kallaður Bibbi, í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Þar opnaði Erna sig um þau áföll sem hún hefur þurft að vinna sig út úr síðustu ár og er enn að. „Ég opnaði hjartað upp á gátt og eiginlega alveg óvart. Lagði öll spilin á borðið og leyfði öllu að flakka. Hver hefði trúað léttinum og frelsinu í að segja hlutina upphátt og þurfa ekki lengur að fela sig. Ég hef einfaldlega engu að tapa og þetta er minn veruleiki í dag,“ skrifar Erna í stöðufærslu á Facebook eftir viðtalið við Snæbjörn. Erna segir í þættinum að hún hafi fengið hlutverk í leikverkinu Hárið á Akureyri fyrir nokkrum árum þar sem hún átti að leika ólétta konu. Á þeim tíma varð Erna sjálf ólétt en missti fóstrið og það hafi tekið á að vinna í því áfalli. Einum mánuði eftir fósturmissinn varð Erna aftur á móti aftur ófrísk. Í kjölfarið segist hún hafa upplifað mikinn kvíða þegar stúlkan kom í heiminn. Erna segir frá einum erfiðasta tíma lífsins í þættinum þegar hún varð fyrir kynferðisofbeldi. „Það byrjar í raun og veru að halla undan fæti hjá mér þegar að #metoo dettur í gang. Þá fer ég að horfast í augu við það sem gerðist í lok hljómsveitartímabils míns. Ég gat ekki tjáð mig á sínum tíma. Gerandi minn, konan hans var í einni grúbbunni, og ég gat ekki tjáð mig um það þar. Hún veit ekki af þessu svo ég viti. Fyrrverandi kona hans og barnsmóðir var í annarri grúbbunni og mér fannst erfitt að fara tjá mig um þetta þar. Þannig að ég ákvað bara að gera ekki neitt í því,“ segir Erna Hrönn í þættinum. Algengustu viðbrögðin „Það var eiginlega erfiðara, að þurfa halda þessu leyndu. Mig langaði ógeðslega mikið að klára þetta þarna en þá var ég alltaf að hugsa um alla hina. Þeim á eftir að líða svo illa með þetta. Ég gat aldrei skilað þessari fokking skömm. Ég fór og tala við eina dásamlega konu í Stígamótum og hún hefur hjálpað mér alveg gríðarlega mikið í nokkur ár. Það opnaði vissulega sárið og þá fór allt að flæða út. Ég skrifaði mig mikið í gegnum þetta, bara fyrir sjálfan mig. Ég er á þeim stað að mér finnst þessu ólokið og ég þarf að klára þetta. Þetta er ótrúlega stór hluti af því hver ég er í dag. Ég get ekki fyrirgefið sjálfum mér fyrir mín viðbrögð. Að hafa ekki ráðist á hann, öskrað á hann eða staðið á einhvern hátt með sjálfri mér. Viðbrögðin voru svo vandræðalega asnaleg. Ég komst að því þegar ég fór í Stígamót að þetta eru sko algengustu viðbrögð í heiminum.“ Hún segir að atvikið hafi átt sér stað í rútu úti á landi á tónleikaferðalagi. Maðurinn hafi ekki verið með henni í hljómsveit en unnið náið með bandinu. „Þarna er ég föst inni í rútu og vakna eina nóttina með drenginn aftan á mér og þarna veit ég í raun ekki hver hann er. Hann nauðgar mér. Svo þegar ég fer fram úr svefnrýminu og hann á eftir mér, þá sest ég í sætið mitt og fer að hlægja og segi, hvað var nú þetta? Það má enginn vita af þessu og ég er í svona brjálæðislegu hláturskasti. Megi hann fara til helvítis,“ segir Erna sem lærði síðar að þetta væru algengustu viðbrögð fórnarlamba. Hún segist vera á erfiðum stað í lífinu í dag hefur leitað sér aðstoðar hjá sjálfræðingi. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ernu Hrönn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira