Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2020 23:02 Hermenn flytja slasað fólk eftir sprengingarnar í Beirút í dag. Vitni segja að fjöldi fólks hafi slasað þegar það varð fyrir fljúgandi glerbrotum og braki. AP/Hassan Ammar Forseti Líbanons segir að um 2.750 tonn af afar sprengifimu efni hafi verið geymt við óviðunandi aðstæður á höfninni í Beirút í sex ár. Gríðarleg sprenging varð þegar eldur komst í efnið og eru tugir manna í það minnsta látnir og þúsundir slösuð. Samkvæmt nýjustu upplýsingum heilbrigðisráðuneytis Líbanons eru að minnsta kosti sjötíu látnir eftir sprenginguna í dag. Sjúkrahús eru sögð yfirfull og margar byggingar í borginni rústir einar. Talið er að fjöldi manns kunni að vera grafinn undir húsarústum. Washington Post segir að svo virðist sem að minnsta kosti tvær stórar sprengingar hafi orðið. Michel Aoun, forseti, tísti í kvöld um að það væri „óásættanlegt“ að þúsundir tonna af ammónríumnítrati hafi verið geymdar á höfninni við ófullnægjandi aðstæður um árabil. Hann lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og lofaði að ríkisstjórnin ætlaði að leggja jafnvirði um níu milljarða króna í neyðaraðstoð. „Ég lofa ykkur því að þessar hamfarir muna ekki líða hjá án þess að einhver verði dreginn til ábyrgðar. Þeir ábyrgu munu greiða fyrir það,“ sagði Hassan Diab, forsætisráðherra, ennfremur í sjónvarpsviðtali. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC segir að höfnin í Beirút, þar sem sprengingin varð, sé svo löskuð að hún sé ónothæf. Sprengingin var svo öflug að hún heyrðist á Kýpur, um 240 kílómetra í burtu. AP-fréttastofan hefur eftir þýsku jarðfræðimiðstöðinni að stærri sprengingin hafi jafnast á við jarðskjálfta upp á 3,5. Hamfararnir koma á versta tíma fyrir Líbanon sem glímir við djúpa efnahagskreppu og óstöðugleika ofan á kórónuveirufaraldurinn. Sprengingarnar jöfnuðu höfnina í Beirút svo gott við jörðu.AP/Hassan Ammar Lofa aðstoð sinni Leiðtogar erlendra ríkja hafa heitið Líbanon aðstoð sína. Bandaríska utanríkisráðuneytið sagði Bandaríkjastjórn reiðubúna til aðstoðar. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, bauð fram hjálp Breta og frönsk stjórnvöld segjast ætla að senda neyðaraðstoð til Beirút. Ísraelsk stjórnvöld segjast hafa haft samband við stjórnvöld í Líbanon í gegnum milliliði og boðið fram læknis- og mannúðaraðstoð. Engin formleg samskipti eru á milli ríkjanna tveggja en stríðsástand ríkir á milli þeirra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur á Twitter í kvöld. Hét utanríkisráðherra aðstoð Íslands. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fréttamönnum í kvöld að „frábærir herforingjar“ hefðu sagt honum að þeirra tilfinning væri að sprengingarnar hafi verið árás. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að nokkuð sé hæft í því eða að bandarískir herforingjar hafi haldið því fram að um árás hafi verið að ræða. Hezbollah-samtökin, sem elda grátt silfur saman við Ísraelsstjórn, kenndu engum um sprengingarnar í yfirlýsingu í dag. Lýstu þau atburðum sem „gríðarlegum þjóðarharmleik“ og hvöttu þjóðina til samstöðu, að sögn Washington Post. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndskeið af sprengingunum og eftirleik þeirra frá Reuters-fréttastofunni. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar í Beirút Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar mannskæðu í Beirút í dag. Að minnsta kosti sextíu manns eru sagðir hafa farist og þúsundir slasast. 4. ágúst 2020 22:00 Héraðsstjóri sagði sprenginguna minna á Hírósíma og Nagasakí Sveitarstjóri Beirút segir atburði dagsins vera þjóðarharmleik og sagði sprenginguna svipa til þeirra í Hirósíma og Nagasakí árið 1945. 4. ágúst 2020 18:49 Á þriðja þúsund slösuð og spítalar yfirfullir í Beirút Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Við vörum viðkvæma við myndum með þessari frétt. 4. ágúst 2020 18:30 Gríðarstór sprenging í Beirút Gríðarlega stór sprenging átti sér stað í höfn Beirút á fjórða tímanum í dag. 4. ágúst 2020 15:51 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Forseti Líbanons segir að um 2.750 tonn af afar sprengifimu efni hafi verið geymt við óviðunandi aðstæður á höfninni í Beirút í sex ár. Gríðarleg sprenging varð þegar eldur komst í efnið og eru tugir manna í það minnsta látnir og þúsundir slösuð. Samkvæmt nýjustu upplýsingum heilbrigðisráðuneytis Líbanons eru að minnsta kosti sjötíu látnir eftir sprenginguna í dag. Sjúkrahús eru sögð yfirfull og margar byggingar í borginni rústir einar. Talið er að fjöldi manns kunni að vera grafinn undir húsarústum. Washington Post segir að svo virðist sem að minnsta kosti tvær stórar sprengingar hafi orðið. Michel Aoun, forseti, tísti í kvöld um að það væri „óásættanlegt“ að þúsundir tonna af ammónríumnítrati hafi verið geymdar á höfninni við ófullnægjandi aðstæður um árabil. Hann lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og lofaði að ríkisstjórnin ætlaði að leggja jafnvirði um níu milljarða króna í neyðaraðstoð. „Ég lofa ykkur því að þessar hamfarir muna ekki líða hjá án þess að einhver verði dreginn til ábyrgðar. Þeir ábyrgu munu greiða fyrir það,“ sagði Hassan Diab, forsætisráðherra, ennfremur í sjónvarpsviðtali. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC segir að höfnin í Beirút, þar sem sprengingin varð, sé svo löskuð að hún sé ónothæf. Sprengingin var svo öflug að hún heyrðist á Kýpur, um 240 kílómetra í burtu. AP-fréttastofan hefur eftir þýsku jarðfræðimiðstöðinni að stærri sprengingin hafi jafnast á við jarðskjálfta upp á 3,5. Hamfararnir koma á versta tíma fyrir Líbanon sem glímir við djúpa efnahagskreppu og óstöðugleika ofan á kórónuveirufaraldurinn. Sprengingarnar jöfnuðu höfnina í Beirút svo gott við jörðu.AP/Hassan Ammar Lofa aðstoð sinni Leiðtogar erlendra ríkja hafa heitið Líbanon aðstoð sína. Bandaríska utanríkisráðuneytið sagði Bandaríkjastjórn reiðubúna til aðstoðar. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, bauð fram hjálp Breta og frönsk stjórnvöld segjast ætla að senda neyðaraðstoð til Beirút. Ísraelsk stjórnvöld segjast hafa haft samband við stjórnvöld í Líbanon í gegnum milliliði og boðið fram læknis- og mannúðaraðstoð. Engin formleg samskipti eru á milli ríkjanna tveggja en stríðsástand ríkir á milli þeirra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur á Twitter í kvöld. Hét utanríkisráðherra aðstoð Íslands. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fréttamönnum í kvöld að „frábærir herforingjar“ hefðu sagt honum að þeirra tilfinning væri að sprengingarnar hafi verið árás. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að nokkuð sé hæft í því eða að bandarískir herforingjar hafi haldið því fram að um árás hafi verið að ræða. Hezbollah-samtökin, sem elda grátt silfur saman við Ísraelsstjórn, kenndu engum um sprengingarnar í yfirlýsingu í dag. Lýstu þau atburðum sem „gríðarlegum þjóðarharmleik“ og hvöttu þjóðina til samstöðu, að sögn Washington Post. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndskeið af sprengingunum og eftirleik þeirra frá Reuters-fréttastofunni.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar í Beirút Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar mannskæðu í Beirút í dag. Að minnsta kosti sextíu manns eru sagðir hafa farist og þúsundir slasast. 4. ágúst 2020 22:00 Héraðsstjóri sagði sprenginguna minna á Hírósíma og Nagasakí Sveitarstjóri Beirút segir atburði dagsins vera þjóðarharmleik og sagði sprenginguna svipa til þeirra í Hirósíma og Nagasakí árið 1945. 4. ágúst 2020 18:49 Á þriðja þúsund slösuð og spítalar yfirfullir í Beirút Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Við vörum viðkvæma við myndum með þessari frétt. 4. ágúst 2020 18:30 Gríðarstór sprenging í Beirút Gríðarlega stór sprenging átti sér stað í höfn Beirút á fjórða tímanum í dag. 4. ágúst 2020 15:51 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar í Beirút Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar mannskæðu í Beirút í dag. Að minnsta kosti sextíu manns eru sagðir hafa farist og þúsundir slasast. 4. ágúst 2020 22:00
Héraðsstjóri sagði sprenginguna minna á Hírósíma og Nagasakí Sveitarstjóri Beirút segir atburði dagsins vera þjóðarharmleik og sagði sprenginguna svipa til þeirra í Hirósíma og Nagasakí árið 1945. 4. ágúst 2020 18:49
Á þriðja þúsund slösuð og spítalar yfirfullir í Beirút Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Við vörum viðkvæma við myndum með þessari frétt. 4. ágúst 2020 18:30
Gríðarstór sprenging í Beirút Gríðarlega stór sprenging átti sér stað í höfn Beirút á fjórða tímanum í dag. 4. ágúst 2020 15:51