Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2020 07:12 Eyðileggingin sem sprengingin olli var gríðarleg. Marwan Tahtah/Getty Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Rúmlega hundrað hafa látist, rúmlega 4.000 særðust og ljóst er að látnum mun fjölga. Rúmlega hundrað er enn saknað. Sprengingin gríðarlega fannst um alla borgina en hún virðist hafa orsakast af eldi sem fór að loga í vöruhúsi við höfnina. Þar höfðu 2750 tonn af ammóníumnítrati verið geymd við slæmar aðstæður um sex ára skeið, að því er forseti landsins greindi frá í ávarpi í gærkvöld. Ammóníumnítrat er uppistaðan í venjulegum áburði, en er afar eldfimt og sums staðar flokkað sem sprengiefni. Hér að neðan má sjá loftmyndir af eyðileggingunni sem sprengingin olli. Árið 1995 notuðu bandarískir hryðjuverkamenn um tvö tonn af efninu þegar þeir sprengdu alríkisbygginguna í Oklahoma í loft upp. Forseti Líbanons, Michel Aoun sagði í gær að það væri óásættanlegt að slíkt efni hefði verið geymt við svo slæmar aðstæður við höfnina og það í viðlíka magni. Hann lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og lofaði að ríkisstjórnin ætlaði að leggja jafnvirði um níu milljarða króna í neyðaraðstoð. Þá boðaði Auoun ríkisstjórnina á neyðarfund í dag, og sagði að lýsa ætti yfir tveggja vikna neyðarástandi í landinu. Búið er að hefja rannsókn til þess að komast að því hvað það var nákvæmlega sem olli sprengingunni. Heimavarnarráð Líbanon hefur þá lýst því yfir að hver sem beri ábyrgð á málinu ætti að hljóta þyngstu mögulegu refsingu. Michel Aoun, forseti Líbanons.Vísir/Getty Líbanon Sprenging í Beirút Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Rúmlega hundrað hafa látist, rúmlega 4.000 særðust og ljóst er að látnum mun fjölga. Rúmlega hundrað er enn saknað. Sprengingin gríðarlega fannst um alla borgina en hún virðist hafa orsakast af eldi sem fór að loga í vöruhúsi við höfnina. Þar höfðu 2750 tonn af ammóníumnítrati verið geymd við slæmar aðstæður um sex ára skeið, að því er forseti landsins greindi frá í ávarpi í gærkvöld. Ammóníumnítrat er uppistaðan í venjulegum áburði, en er afar eldfimt og sums staðar flokkað sem sprengiefni. Hér að neðan má sjá loftmyndir af eyðileggingunni sem sprengingin olli. Árið 1995 notuðu bandarískir hryðjuverkamenn um tvö tonn af efninu þegar þeir sprengdu alríkisbygginguna í Oklahoma í loft upp. Forseti Líbanons, Michel Aoun sagði í gær að það væri óásættanlegt að slíkt efni hefði verið geymt við svo slæmar aðstæður við höfnina og það í viðlíka magni. Hann lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og lofaði að ríkisstjórnin ætlaði að leggja jafnvirði um níu milljarða króna í neyðaraðstoð. Þá boðaði Auoun ríkisstjórnina á neyðarfund í dag, og sagði að lýsa ætti yfir tveggja vikna neyðarástandi í landinu. Búið er að hefja rannsókn til þess að komast að því hvað það var nákvæmlega sem olli sprengingunni. Heimavarnarráð Líbanon hefur þá lýst því yfir að hver sem beri ábyrgð á málinu ætti að hljóta þyngstu mögulegu refsingu. Michel Aoun, forseti Líbanons.Vísir/Getty
Líbanon Sprenging í Beirút Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira