Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2020 14:13 Stærðarinnar gígur myndaðist í höfninni í Beirút. Uppi til hægri má sjá farþegaflutningaskipið Orient Queen á hliðinni. Airbus Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. Stór hluti bryggjunnar sem vöruskemman sem sprakk í loft upp stóð á er horfinn. Þá má sjá á myndum að farþegaflutningaskip sem var hinu megin í höfninni fór á hliðina vegna höggbylgjunnar frá sprengingunni. Tala látinna hefur verið hækkuð í 113. Það er þó fastlega búist við því að hún muni hækka og það töluvert, þar sem margra er saknað. Þá telur héraðsstjóri héraðsins sem Beirút er í að allt að 300 þúsund manns hafi misst heimili sín í sprengingunni, sem olli gífurlegu tjóni víða í Beirút. Svo virðist sem að eldur hafi kviknað í áðurnefndri vöruskemmu, þar sem flugeldar voru geymdir ásamt 2.750 tonnum af ammóníum nítrati, sem notað er í áburð og sprengiefni. Þetta efni hafði verið geymt í vöruskemmunni frá 2014 þegar það ver tekið úr skipi. Reuters segir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar yfirvalda gefi í skyn að slysið hafði orðið vegna aðgerðaleysis og vanrækslu. Fregnir hafa borist af því að þegar sé búið að setja ótilgreindan fjölda embættismanna í stofufangelsi vegna rannsóknar á því af hverju efnin hafi legið svo lengi í þessari vöruskemmu. Í frétt Al Jazeera segir að efnið verið flutt til Líbanon um borð í skipinu Rhosus árið 2013. Skipið, sem var í eigu rússneskra aðila en skráð í Moldavíu, var á leið frá Georgíu til Mosambík. Vegna bilunar þurfti að stöðva þá ferð í Líbanon. Embættismenn í Líbanon komu þó í veg fyrir að skipinu var siglt af stað aftur og að endanum yfirgáfu eigendur skipsins og áhöfn þess það. Farmur skipsins var þá fluttur í vöruskemmuna og skilinn þar eftir, samkvæmt Al Jazeera. Þar segir einnig að starfsmenn Tolls Líbanon hafi reynt að losna við farminn í júní 2014. Á næstu árum hafi þeir svo sent fimm bréf til viðbótar þar sem þeir vöruðu við hættunni af farminum og sögðust vilja losna við hann. Það gekk þó ekki eftir. Hér að neðan má sjá gervihnattamyndir sem sýna muninn á höfninni fyrir og eftir sprenginguna. Hi-res satellite imagery of #Beirut explosion. Before and after. (c)@CNES 2020, Distribution @AirbusSpace pic.twitter.com/wE1kJgjIqH— Jonathan Amos (@BBCAmos) August 5, 2020 Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár Forseti Líbanons segir að um 2.750 tonn af afar sprengifimu efni hafi verið geymd við óviðunandi aðstæður á höfninni í Beirút í sex ár. Gríðarleg sprenging varð þegar eldur komst í efnið og eru tugir manna í það minnsta látnir og þúsundir slösuð. 4. ágúst 2020 23:02 Sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar í Beirút Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar mannskæðu í Beirút í dag. Að minnsta kosti sextíu manns eru sagðir hafa farist og þúsundir slasast. 4. ágúst 2020 22:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. Stór hluti bryggjunnar sem vöruskemman sem sprakk í loft upp stóð á er horfinn. Þá má sjá á myndum að farþegaflutningaskip sem var hinu megin í höfninni fór á hliðina vegna höggbylgjunnar frá sprengingunni. Tala látinna hefur verið hækkuð í 113. Það er þó fastlega búist við því að hún muni hækka og það töluvert, þar sem margra er saknað. Þá telur héraðsstjóri héraðsins sem Beirút er í að allt að 300 þúsund manns hafi misst heimili sín í sprengingunni, sem olli gífurlegu tjóni víða í Beirút. Svo virðist sem að eldur hafi kviknað í áðurnefndri vöruskemmu, þar sem flugeldar voru geymdir ásamt 2.750 tonnum af ammóníum nítrati, sem notað er í áburð og sprengiefni. Þetta efni hafði verið geymt í vöruskemmunni frá 2014 þegar það ver tekið úr skipi. Reuters segir að bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar yfirvalda gefi í skyn að slysið hafði orðið vegna aðgerðaleysis og vanrækslu. Fregnir hafa borist af því að þegar sé búið að setja ótilgreindan fjölda embættismanna í stofufangelsi vegna rannsóknar á því af hverju efnin hafi legið svo lengi í þessari vöruskemmu. Í frétt Al Jazeera segir að efnið verið flutt til Líbanon um borð í skipinu Rhosus árið 2013. Skipið, sem var í eigu rússneskra aðila en skráð í Moldavíu, var á leið frá Georgíu til Mosambík. Vegna bilunar þurfti að stöðva þá ferð í Líbanon. Embættismenn í Líbanon komu þó í veg fyrir að skipinu var siglt af stað aftur og að endanum yfirgáfu eigendur skipsins og áhöfn þess það. Farmur skipsins var þá fluttur í vöruskemmuna og skilinn þar eftir, samkvæmt Al Jazeera. Þar segir einnig að starfsmenn Tolls Líbanon hafi reynt að losna við farminn í júní 2014. Á næstu árum hafi þeir svo sent fimm bréf til viðbótar þar sem þeir vöruðu við hættunni af farminum og sögðust vilja losna við hann. Það gekk þó ekki eftir. Hér að neðan má sjá gervihnattamyndir sem sýna muninn á höfninni fyrir og eftir sprenginguna. Hi-res satellite imagery of #Beirut explosion. Before and after. (c)@CNES 2020, Distribution @AirbusSpace pic.twitter.com/wE1kJgjIqH— Jonathan Amos (@BBCAmos) August 5, 2020
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár Forseti Líbanons segir að um 2.750 tonn af afar sprengifimu efni hafi verið geymd við óviðunandi aðstæður á höfninni í Beirút í sex ár. Gríðarleg sprenging varð þegar eldur komst í efnið og eru tugir manna í það minnsta látnir og þúsundir slösuð. 4. ágúst 2020 23:02 Sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar í Beirút Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar mannskæðu í Beirút í dag. Að minnsta kosti sextíu manns eru sagðir hafa farist og þúsundir slasast. 4. ágúst 2020 22:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13
Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12
Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár Forseti Líbanons segir að um 2.750 tonn af afar sprengifimu efni hafi verið geymd við óviðunandi aðstæður á höfninni í Beirút í sex ár. Gríðarleg sprenging varð þegar eldur komst í efnið og eru tugir manna í það minnsta látnir og þúsundir slösuð. 4. ágúst 2020 23:02
Sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar í Beirút Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar mannskæðu í Beirút í dag. Að minnsta kosti sextíu manns eru sagðir hafa farist og þúsundir slasast. 4. ágúst 2020 22:00