Innlent

Svala kveður Frú Ragnheiði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Svala Jóhannesdóttir í myndveri Víglínunnar á Stöð 2.
Svala Jóhannesdóttir í myndveri Víglínunnar á Stöð 2. vísir/egill

Elísabet Brynjarsdóttir hefur tekið við stöðu verkefnastýru Frú Ragnheiðar. Svala Jóhannesdóttir gegndi þeirri stöðu en lét af störfum nú um mánaðamótin. Samhliða þessu hefur Hafrún Elísa Sigurðardóttir verið ráðin til skaðaminnkunarverkefnisins.

Svala greinir sjálf frá starfslokum sínum í dag, en hún hafði verið verkefnastýra Frú Ragnheiðar frá upphafi árs 2015. Á þeim tíma segir Svala að heimsóknarfjöldinn í bíl verkefnisins hafi fjórfaldast.

Elísabet Brynjarsdóttir, ný verkefnastýrahjá Frú Ragnheiði.vísir/egill

„Á þeim tíma hef ég ásamt frábæru samstarfsfólki og sjálfboðaliðum náð að byggja upp Frú Ragnheiðar verkefnið í átt að hámarks þjónustuinngripum og nýtingu miða við þann ramma sem verkefnið býr við í dag - 200% starfshlutfall, 110 sjálfboðaliðar, 514 skjólstæðingar og 4.150 komur á ári,“ skrifar Svala í færslu á Facebook þar sem hún tilkynnir um starfslokin.

Hún segir næstu skref óráðin hjá sér og að hún muni nýta næstu vikur í að ákveða framhaldið. Hún muni þó halda áfram að kenna um skaðaminnkun og vímuefnanotkun í haust, auk þess að veita starfsfólki í málaflokknum ráðgjöf.

Færslu Svölu má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×