Áttræð kona axlarbrotin í heilt ár og ekki komist í aðgerð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2020 11:41 Gunnar segir að brot móður hans hafi bara versnað með tímanum. Gunnar Gunnarsson, Keflvíkingur og torfærukappi, segir farir móður sinnar ekki sléttar eftir að hún axlarbrotnaði í ágúst á síðasta ári. Þegar hún brotnaði hafi það verið mat heilbrigðisstarfsmanna að gera ætti aðgerð á henni sem fyrst. Aðgerð hafi aldrei verið framkvæmd og nú, um ári síðar, sé hún enn að takast á við afleiðingar axlarbrotsins. Þetta kom fram í viðtali við Gunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Móðir Gunnars var stödd á salernisaðstöðu tjaldsvæðis í ágúst á síðasta ári þegar hún brotnaði. Hún hrasaði og rak öxlina í, með þeim afleiðingum að hún brotnaði. „Það klippir höndina á henni í sundur tæpum tveimur sentimetrum fyrir neðan liðkúluna á öxlinni,“ segir Gunnar. Móðir hans hafi því verið flutt með sjúkrabíl á heilbrigðisstofnun á Selfossi. „Það er strax sagt við hana af bæði beinasérfræðing og læknum sem voru þar „Þetta er bara aðgerð,“ og ætluðu að senda hana beint til Reykjavíkur,“ segir Gunnar. Um klukkustund síðar hafi móður hans hins vegar verið tjáð að senda ætti hana heim til sín, henni og aðstandendum til talsverðrar furðu. Því hafi verið farið með hana heim til Keflavíkur og á heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þar hafi hún verið lögð inn og myndir teknar af brotinu. Gunnar segir að hart hafi verið gengið á eftir því að móðir hans fengi að fara í aðgerð. „Svo náttúrulega endar konugreyið bara heima,“ segir Gunnar. Hann segir jafnframt að síðasta árið hafi móður hans reynst erfitt að framkvæma ýmsa hluti sem hún fór létt með áður en hún brotnaði. Til að mynda hafi hún prjónað mikið, en geti það ekki nú sökum sársauka. Faraldurinn setti strik í reikninginn Gunnar segir að þau svör hafi fengist að verið væri að láta reyna á klíníska meðferð við brotinu. „Það var sagt við okkur fyrst mánuður og svo þrír mánuðir sem við ættum að bíða til að sjá hvað væri í gangi,“ segir Gunnar. Beinbrotið hafi hins vegar ekki gróið, heldur sigið neðar í handlegg móður hans. Gunnar segir þó að móðir hans hafi í febrúar verið komin á biðlista fyrir aðgerð en um það leyti skall faraldur kórónuveiru á hér á landi. Það hafi flækt málin. „Auðvitað vildum við ekki, og hún sagði sjálf að hún vildi ekki fara inn og taka einhverja sénsa. Auðvitað orðin gömul kona.“ Gunnar segist þó ekki skilja hvað olli biðinni eftir aðgerð áður en faraldurinn skall á. Aðspurður segir hann að flestir læknar og aðrir sérfræðingar sem litið hafi á myndir af brotinu telji að aðgerðar sé þörf. „Við erum búin að spyrja nokkra [lækna] og þessi axlasérfræðingur sem hún fór til sagði bara „Þetta er bara aðgerð,“ og það er ekkert annað hægt að gera,“ segir Gunnar. „Kúluliðurinn, hann lafir bara hérna og er bara hangandi niður í handlegg. Það hefur ekkert skánað.“ Viðtalið við Gunnar í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Gunnar Gunnarsson, Keflvíkingur og torfærukappi, segir farir móður sinnar ekki sléttar eftir að hún axlarbrotnaði í ágúst á síðasta ári. Þegar hún brotnaði hafi það verið mat heilbrigðisstarfsmanna að gera ætti aðgerð á henni sem fyrst. Aðgerð hafi aldrei verið framkvæmd og nú, um ári síðar, sé hún enn að takast á við afleiðingar axlarbrotsins. Þetta kom fram í viðtali við Gunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Móðir Gunnars var stödd á salernisaðstöðu tjaldsvæðis í ágúst á síðasta ári þegar hún brotnaði. Hún hrasaði og rak öxlina í, með þeim afleiðingum að hún brotnaði. „Það klippir höndina á henni í sundur tæpum tveimur sentimetrum fyrir neðan liðkúluna á öxlinni,“ segir Gunnar. Móðir hans hafi því verið flutt með sjúkrabíl á heilbrigðisstofnun á Selfossi. „Það er strax sagt við hana af bæði beinasérfræðing og læknum sem voru þar „Þetta er bara aðgerð,“ og ætluðu að senda hana beint til Reykjavíkur,“ segir Gunnar. Um klukkustund síðar hafi móður hans hins vegar verið tjáð að senda ætti hana heim til sín, henni og aðstandendum til talsverðrar furðu. Því hafi verið farið með hana heim til Keflavíkur og á heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þar hafi hún verið lögð inn og myndir teknar af brotinu. Gunnar segir að hart hafi verið gengið á eftir því að móðir hans fengi að fara í aðgerð. „Svo náttúrulega endar konugreyið bara heima,“ segir Gunnar. Hann segir jafnframt að síðasta árið hafi móður hans reynst erfitt að framkvæma ýmsa hluti sem hún fór létt með áður en hún brotnaði. Til að mynda hafi hún prjónað mikið, en geti það ekki nú sökum sársauka. Faraldurinn setti strik í reikninginn Gunnar segir að þau svör hafi fengist að verið væri að láta reyna á klíníska meðferð við brotinu. „Það var sagt við okkur fyrst mánuður og svo þrír mánuðir sem við ættum að bíða til að sjá hvað væri í gangi,“ segir Gunnar. Beinbrotið hafi hins vegar ekki gróið, heldur sigið neðar í handlegg móður hans. Gunnar segir þó að móðir hans hafi í febrúar verið komin á biðlista fyrir aðgerð en um það leyti skall faraldur kórónuveiru á hér á landi. Það hafi flækt málin. „Auðvitað vildum við ekki, og hún sagði sjálf að hún vildi ekki fara inn og taka einhverja sénsa. Auðvitað orðin gömul kona.“ Gunnar segist þó ekki skilja hvað olli biðinni eftir aðgerð áður en faraldurinn skall á. Aðspurður segir hann að flestir læknar og aðrir sérfræðingar sem litið hafi á myndir af brotinu telji að aðgerðar sé þörf. „Við erum búin að spyrja nokkra [lækna] og þessi axlasérfræðingur sem hún fór til sagði bara „Þetta er bara aðgerð,“ og það er ekkert annað hægt að gera,“ segir Gunnar. „Kúluliðurinn, hann lafir bara hérna og er bara hangandi niður í handlegg. Það hefur ekkert skánað.“ Viðtalið við Gunnar í heild sinni má heyra í spilaranum ofar í fréttinni.
Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira