Handbolti

Viggó færir sig um set í Þýskalandi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viggó Kristjánsson er enn á ný á faraldsfæti og mun leika með Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta á næstu leiktíð.
Viggó Kristjánsson er enn á ný á faraldsfæti og mun leika með Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta á næstu leiktíð. Mynd/Stöð 2 Sport

Landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson hefur fært sig um set í þýska handboltanum. Hann er nú orðinn leikmaður Stuttgart en það hefur legið í loftinu síðan síðla árs 2019.

Hinn 26 ára gamli Viggó lék með Wetzlar á nýafstöðnu tímabili sem var á endanum blásið af sökum kórónufaraldursins. Hann stoppaði stutt við hjá Wetzlar en hann var í Leipzig fyrir síðasta tímabil. 

Það var svo greint frá því í nóvember á síðasta ári að Viggó myndi ganga til liðs við Stuttgart þegar tímabilið væri á enda. Það yrði þá hans þriðja lið á þremur árum.

Félagið staðfesti loks í dag komu Viggós til félagsins.  Þar hittir hann Íslendinginn Elvar Ásgeirsson sem hefur leikið með liðinu frá því snemma árs 2019. Liðið endaði í 12. sæti af alls 18 liðum í þýsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×