Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. ágúst 2020 14:42 Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Jóhann Björn Skúlason á fundi dagsins. lögreglan Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. Veiran sé á víð og dreif og sami árangur sé ekki að nást með sóttkví og einangrun eins og í vor. Sóttvarnalæknir segir því styttast í að hertar aðgerðir gegn veirunni verði kynntar, helgin muni skera úr um það. Á upplýsingafundi almannavarna var Þórólfur spurður hvort þjóðin ætti að búa sig undir svipaða stöðu og skapaðist hér á landi í vor, þegar lokanir og heimavinna voru allsráðandi. Þórólfur segir stöðuna núna vera um margt svipaða og skapaðist þá. Þannig sé svipaður veldisvöxtur á veirunni en aftur á móti sé flæði veirunnar inn í landið minna en það var í vor. Það beri með sér að aðgerðir á landamærunum séu að skila árangri. Þess í stað séu almannavarnir að eiga við eina gerð veirunnar sem farið hefur víða og stingur upp kollinum um allt land. Það megi gera ráð fyrir að það muni taka lengri tíma að stöðva hana, samanborið við baráttuna í vor. Færri séu þannig að greinast með veiruna sem þegar eru komnir í sóttkví að sögn Þórólfs, en bætti þó við að engu síður sé almannavörnum að takast að hafa uppi á mörgum einstaklingum snemma í ferlinu. Þó svo að baráttan verði ef til vill lengri standi til að beita sömu aðferðum og gerðu gæfumuninn í vor. Nú bíði það verkefni að sannfæra þjóðina um að taka virkari þátt í sóttvarnaaðgerðum. „Reyna að vekja fólk“ og fá það með. Takist það ekki og vöxtur faraldursins heldur áfram segir Þórólfur að herða þurfi aðgerðir. Það muni skýrast á allra næstu dögum, helgin muni skera úr um það hvort þær aðgerðir verði formlega kynntar fljótlega. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fóru yfir stöðu mála. 7. ágúst 2020 13:48 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. Veiran sé á víð og dreif og sami árangur sé ekki að nást með sóttkví og einangrun eins og í vor. Sóttvarnalæknir segir því styttast í að hertar aðgerðir gegn veirunni verði kynntar, helgin muni skera úr um það. Á upplýsingafundi almannavarna var Þórólfur spurður hvort þjóðin ætti að búa sig undir svipaða stöðu og skapaðist hér á landi í vor, þegar lokanir og heimavinna voru allsráðandi. Þórólfur segir stöðuna núna vera um margt svipaða og skapaðist þá. Þannig sé svipaður veldisvöxtur á veirunni en aftur á móti sé flæði veirunnar inn í landið minna en það var í vor. Það beri með sér að aðgerðir á landamærunum séu að skila árangri. Þess í stað séu almannavarnir að eiga við eina gerð veirunnar sem farið hefur víða og stingur upp kollinum um allt land. Það megi gera ráð fyrir að það muni taka lengri tíma að stöðva hana, samanborið við baráttuna í vor. Færri séu þannig að greinast með veiruna sem þegar eru komnir í sóttkví að sögn Þórólfs, en bætti þó við að engu síður sé almannavörnum að takast að hafa uppi á mörgum einstaklingum snemma í ferlinu. Þó svo að baráttan verði ef til vill lengri standi til að beita sömu aðferðum og gerðu gæfumuninn í vor. Nú bíði það verkefni að sannfæra þjóðina um að taka virkari þátt í sóttvarnaaðgerðum. „Reyna að vekja fólk“ og fá það með. Takist það ekki og vöxtur faraldursins heldur áfram segir Þórólfur að herða þurfi aðgerðir. Það muni skýrast á allra næstu dögum, helgin muni skera úr um það hvort þær aðgerðir verði formlega kynntar fljótlega.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09 Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fóru yfir stöðu mála. 7. ágúst 2020 13:48 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Á fertugsaldri í öndunarvél Einn einstaklingur er nú inniliggjandi á Landspítala með kórónuveiruna. 7. ágúst 2020 14:09
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fóru yfir stöðu mála. 7. ágúst 2020 13:48