Ragnhildur Kristinsdóttir, úr GR, er enn með forystu í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ.
Ragnhildur leiddi eftir tvo hringi með tveimur höggum og þegar einungis síðari hringur er eftir, er Ragnhildur áfram tveimur höggum á undan Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, úr GK.
Báðar léku þær á 72 höggum í dag en í þriðja sætinu er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á tveimur höggum yfir pari; þremur höggum á eftir Guðrúnu Brá og fimm höggum á eftir Ragnhildi.
Heildarstöðuna í mótinu má sjá hér en lokadagurinn fer fram á morgun.