Íslandsmeistarar KR munu mæta Skotlandsmeisturum Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu en dregið var í morgun.
Leikurinn fer fram 18. eða 19. ágúst og verður líklegast á Celtic Park í Skotlandi, en gæti þó farið fram á hlutlausum velli. Aðeins einn leikur er leikinn í hverri viðureign þetta árið.
KR og Celtic hafa mæst áður en síðast var það árið 2014 þegar skoska liðið vann 5-0.