Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. ágúst 2020 15:30 Alexander Lúkasjenkó sitjandi forseti og Svetlana Tikhanovskaya forsetaframbjóðandi greiða atkvæði í forsetakosningunum í morgun. EPA/TATYANA ZENKOVICH Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. Lúkasjenkó sem hefur stýrt landinu í 26 ár hefur verið kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. Tikhanovskaya er í framboði eftir að hafa hlaupið í skarðið fyrir eiginmann sinn sem upphaflega bauð sig fram en var handtekinn fyrir að efna til meintra óeirða og var honum meinað að bjóða sig fram. Mótmælaalda hefur riðið yfir landið undanfarið og hafa landsmenn lýst yfir mikilli óánægju með forsetann. Bæði vegna mannréttindabrota og efnahagsástands í landinu en einnig vegna viðbragða hans við kórónuveirufaraldrinum. Þá á landið í stappi við Rússland eftir að rússneskir málaliðar voru handteknir. Forsetakosningar síðustu ára hafa verið harðlega gagnrýndar af eftirlitsaðilum en í síðustu forsetakosningum, sem fóru fram árið 2015, bar Lúkasjenkó sigur úr bítum með 83,5% greiddra atkvæða. Enginn mótframbjóðenda hans var talinn líklegur til sigurs en eftirlitsaðilar kosninganna greindu frá að kosningarnar hafi ekki farið rétt fram. Langar biðraðir hafa verið fyrir utan kjörstaði í landinu og fyrir utan sendiráð Hvíta-Rússlands erlendis. Hverjar eru konurnar sem standa í hárinu á Lúkasjenkó? Lúkasjenkó er talinn sigurstranglegur í kosningunum en mótframbjóðandi hans, Svetlana Tikhanovskaya hefur ruggað bátnum talsvert. Tikhanovskaya var kennari en hefur verið heimavinnandi undanfarin ár og hefur haldið út vinsælu bloggi. Eftir að eiginmaður hennar, sem bauð sig fram til forseta, var fangelsaður tók hún hans stað. Maria Kolesnikova gekk til liðs við hana en Kolesnikova var kosningastjóri frambjóðandans Viktors Babariko. Babariko var hins vegar fangelsaður og ákvað Kolesnikova þá að beina kröftum sínum að framboði Tikhanovskaya. Veronika Tsepkalo gekk einnig til liðs við þær eftir að eiginmaður hennar sem hafði tilkynnt framboð til forseta flúði til Rússland með börn þeirra vegna hótana. Konurnar hafa vakið mikla athygli en Lúkasjenkó hefur gert lítið úr framboðinu og sagt þær „aumingja litlar stelpur“ og „grey.“ Þá hefur hann einnig lýst því yfir að hvítrússneskt samfélag sé ekki tilbúið til að kjósa sér konu til forseta og að konur eigi ekki heima í stjórnmálum. Þá hefur hann haldið því fram að Tikhanovskaya sé strengjabrúða erlendra afla. Tugir þúsunda Hvít-Rússa leituðu á götur þegar ljóst var að stjórnvöld væru í nokkurs konar „herferð“ gegn stjórnarandstöðu. Blásið var til mótmæla í Minsk, höfuðborg landsins, sem voru stærstu mótmæli í landinu í áratug. Síðan kosningabaráttan hófst í lok maí hafa meira en 2000 einstaklingar verið handteknir samkvæmt tölum Human Rights Center Viasna. Kosningastjóri Tikhanovskaya, Maria Moroz, var handtekin í gærkvöldi að sögn framboðsins og hefur þeim verið gert ljóst að hún verði ekki leyst úr haldi fyrr en á mánudag. Þá var Maria Kolesnikova einnig handtekin en leyst úr haldi stuttu síðar. Þá hafa fregnir borist af því að internetaðgengi hafi verið mjög takmarkað í dag. Stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar telja það koma í veg fyrir að hægt sé að fylgjast með framkvæmd kosninganna og auðveldi kosningasvindl. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. 30. júlí 2020 10:28 Rússar krefjast þess að meintum málaliðum verði sleppt Stjórnvöld í Kreml kröfðust þess í dag að 33 Rússum sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í vikunni verði sleppt. Hvítrússnesk stjórnvöld segja mennina málaliða sem séu grunaðir um að undirbúa hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í næsta mánuði. 31. júlí 2020 15:56 Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. Lúkasjenkó sem hefur stýrt landinu í 26 ár hefur verið kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. Tikhanovskaya er í framboði eftir að hafa hlaupið í skarðið fyrir eiginmann sinn sem upphaflega bauð sig fram en var handtekinn fyrir að efna til meintra óeirða og var honum meinað að bjóða sig fram. Mótmælaalda hefur riðið yfir landið undanfarið og hafa landsmenn lýst yfir mikilli óánægju með forsetann. Bæði vegna mannréttindabrota og efnahagsástands í landinu en einnig vegna viðbragða hans við kórónuveirufaraldrinum. Þá á landið í stappi við Rússland eftir að rússneskir málaliðar voru handteknir. Forsetakosningar síðustu ára hafa verið harðlega gagnrýndar af eftirlitsaðilum en í síðustu forsetakosningum, sem fóru fram árið 2015, bar Lúkasjenkó sigur úr bítum með 83,5% greiddra atkvæða. Enginn mótframbjóðenda hans var talinn líklegur til sigurs en eftirlitsaðilar kosninganna greindu frá að kosningarnar hafi ekki farið rétt fram. Langar biðraðir hafa verið fyrir utan kjörstaði í landinu og fyrir utan sendiráð Hvíta-Rússlands erlendis. Hverjar eru konurnar sem standa í hárinu á Lúkasjenkó? Lúkasjenkó er talinn sigurstranglegur í kosningunum en mótframbjóðandi hans, Svetlana Tikhanovskaya hefur ruggað bátnum talsvert. Tikhanovskaya var kennari en hefur verið heimavinnandi undanfarin ár og hefur haldið út vinsælu bloggi. Eftir að eiginmaður hennar, sem bauð sig fram til forseta, var fangelsaður tók hún hans stað. Maria Kolesnikova gekk til liðs við hana en Kolesnikova var kosningastjóri frambjóðandans Viktors Babariko. Babariko var hins vegar fangelsaður og ákvað Kolesnikova þá að beina kröftum sínum að framboði Tikhanovskaya. Veronika Tsepkalo gekk einnig til liðs við þær eftir að eiginmaður hennar sem hafði tilkynnt framboð til forseta flúði til Rússland með börn þeirra vegna hótana. Konurnar hafa vakið mikla athygli en Lúkasjenkó hefur gert lítið úr framboðinu og sagt þær „aumingja litlar stelpur“ og „grey.“ Þá hefur hann einnig lýst því yfir að hvítrússneskt samfélag sé ekki tilbúið til að kjósa sér konu til forseta og að konur eigi ekki heima í stjórnmálum. Þá hefur hann haldið því fram að Tikhanovskaya sé strengjabrúða erlendra afla. Tugir þúsunda Hvít-Rússa leituðu á götur þegar ljóst var að stjórnvöld væru í nokkurs konar „herferð“ gegn stjórnarandstöðu. Blásið var til mótmæla í Minsk, höfuðborg landsins, sem voru stærstu mótmæli í landinu í áratug. Síðan kosningabaráttan hófst í lok maí hafa meira en 2000 einstaklingar verið handteknir samkvæmt tölum Human Rights Center Viasna. Kosningastjóri Tikhanovskaya, Maria Moroz, var handtekin í gærkvöldi að sögn framboðsins og hefur þeim verið gert ljóst að hún verði ekki leyst úr haldi fyrr en á mánudag. Þá var Maria Kolesnikova einnig handtekin en leyst úr haldi stuttu síðar. Þá hafa fregnir borist af því að internetaðgengi hafi verið mjög takmarkað í dag. Stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar telja það koma í veg fyrir að hægt sé að fylgjast með framkvæmd kosninganna og auðveldi kosningasvindl.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. 30. júlí 2020 10:28 Rússar krefjast þess að meintum málaliðum verði sleppt Stjórnvöld í Kreml kröfðust þess í dag að 33 Rússum sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í vikunni verði sleppt. Hvítrússnesk stjórnvöld segja mennina málaliða sem séu grunaðir um að undirbúa hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í næsta mánuði. 31. júlí 2020 15:56 Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. 30. júlí 2020 10:28
Rússar krefjast þess að meintum málaliðum verði sleppt Stjórnvöld í Kreml kröfðust þess í dag að 33 Rússum sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í vikunni verði sleppt. Hvítrússnesk stjórnvöld segja mennina málaliða sem séu grunaðir um að undirbúa hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í næsta mánuði. 31. júlí 2020 15:56
Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06