Borgnesingurinn Bjarki Pétursson er Íslandsmeistari í golfi í fyrsta sinn en Íslandsmótið fór fram um helgina á Hlíðavelli i Mosfellsbæ.
Bjarki Snær var ekki í forystu eftir fyrsta hringinn en tók forystuna eftir hring númer tvö og sleppti aldrei takinu.
Bjarki var tveimur höggum á undan næstu mönnum eftir fyrstu ellefu holurnar í dag en hann fékk þá fimm fugla í röð og stakk af.
Kappinn varð ekki bara Íslandsmeistari í fyrsta sinn í dag því einnig sló hann mótsmet með spilamennsku sinni.
Hann endaði samtals á þrettán höggum undir pari og var átta höggum á undan Aroni Snæ Júlíussyni og Rúnari Arnórssyni sem deildu öðru og þriðja sætinu.