Hvalfjarðargöngum var lokað um tíma vegna umferðaróhapps sem varð í göngunum í kvöld.
Að sögn Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu er um að ræða minniháttar óhapp og að á þessum tímapunkti bendi ekki til þess að slys hafi orðið á fólki.
Voru göngin lokuð vegna þessa á meðan að hreinsað var til á slysstað.