Útlit fyrir stórsigur Lúkasjenkó Andri Eysteinsson skrifar 9. ágúst 2020 20:27 Lúkasjenkó, sem hefur stýrt Hvíta-Rússlandi með harðri hendi frá 1994, virðist hafa náð endurkjöri og það örugglega. AP/Nikolai Petrov/BeITA Útlit er fyrir að forseti Hvíta-Rússlands, hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó hafi tryggt sér forsetastólinn í eitt kjörtímabil í viðbót. Útönguspár ríkisrekinna fjölmiðla í Hvíta-Rússlandi sýna fram á yfirburðasigur Lúkasjenkó sem hefur þó sjaldan fengið jafn mikla keppni. Lúkasjendko, sem hefur stýrt landinu í 26 ár, hlýtur samkvæmt útgönguspám 79,7% greiddra atkvæða en helsti andstæðingur hans, Svetlana Tíkanovskaja er sögð hljóta 6,8% atkvæða. Lukasjenkó hefur setið við völd í Mínsk frá árinu 1994 en hefur sjaldnast fengið alvöru mótspyrnu í forsetakosningum. Síðast þegar Hvítrússar gengu til atkvæða hlaut forsetinn 83,5% atkvæða. Stjórn hans hefur þó verið harðlega gagnrýnd undanfarið og hefur örlað á óvild í hans garð. Helsti mótframbjóðandi hans í ár, kennarinn Svetlana Tíkanovskaja, steig í skarðið sem myndaðist þegar eiginmanni hennar var meinað að bjóða sig fram. Hún ásamt tveimur öðrum konum Maríu Kolesníkóvu og Veroniku Tsjepkaló , sem höfðu starfað við framboð annarra frambjóðanda, mynduðu sterkt teymi sem þótt njóta nokkurs fylgis fyrir kosningarnar. #Belarus: anti-#Lukashenko protest in the town of Molodechno tonight. pic.twitter.com/mJbwKnMmQi— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) August 9, 2020 Andstæðingar Lúkasjenkó sögðu fyrir kosningarnar að búist væri við því að svindlað yrði í kosningunum og myndu fulltrúar stjórnarandstöðunnar einnig telja atkvæði til þess að forðast svindl fylgismanna forsetans. Þegar hefur komið til átaka á milli lögreglu og andstæðinga Lúkasjenkó á götum Mínsk og mótmælt er víðar. #BREAKING Clashes reported in #Belarus capital as anti-Lukashneko dispute elections resultshttps://t.co/FbI7fZI9HQ— Guy Elster (@guyelster) August 9, 2020 Hvíta-Rússland Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Útlit er fyrir að forseti Hvíta-Rússlands, hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó hafi tryggt sér forsetastólinn í eitt kjörtímabil í viðbót. Útönguspár ríkisrekinna fjölmiðla í Hvíta-Rússlandi sýna fram á yfirburðasigur Lúkasjenkó sem hefur þó sjaldan fengið jafn mikla keppni. Lúkasjendko, sem hefur stýrt landinu í 26 ár, hlýtur samkvæmt útgönguspám 79,7% greiddra atkvæða en helsti andstæðingur hans, Svetlana Tíkanovskaja er sögð hljóta 6,8% atkvæða. Lukasjenkó hefur setið við völd í Mínsk frá árinu 1994 en hefur sjaldnast fengið alvöru mótspyrnu í forsetakosningum. Síðast þegar Hvítrússar gengu til atkvæða hlaut forsetinn 83,5% atkvæða. Stjórn hans hefur þó verið harðlega gagnrýnd undanfarið og hefur örlað á óvild í hans garð. Helsti mótframbjóðandi hans í ár, kennarinn Svetlana Tíkanovskaja, steig í skarðið sem myndaðist þegar eiginmanni hennar var meinað að bjóða sig fram. Hún ásamt tveimur öðrum konum Maríu Kolesníkóvu og Veroniku Tsjepkaló , sem höfðu starfað við framboð annarra frambjóðanda, mynduðu sterkt teymi sem þótt njóta nokkurs fylgis fyrir kosningarnar. #Belarus: anti-#Lukashenko protest in the town of Molodechno tonight. pic.twitter.com/mJbwKnMmQi— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) August 9, 2020 Andstæðingar Lúkasjenkó sögðu fyrir kosningarnar að búist væri við því að svindlað yrði í kosningunum og myndu fulltrúar stjórnarandstöðunnar einnig telja atkvæði til þess að forðast svindl fylgismanna forsetans. Þegar hefur komið til átaka á milli lögreglu og andstæðinga Lúkasjenkó á götum Mínsk og mótmælt er víðar. #BREAKING Clashes reported in #Belarus capital as anti-Lukashneko dispute elections resultshttps://t.co/FbI7fZI9HQ— Guy Elster (@guyelster) August 9, 2020
Hvíta-Rússland Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira