Útlit fyrir stórsigur Lúkasjenkó Andri Eysteinsson skrifar 9. ágúst 2020 20:27 Lúkasjenkó, sem hefur stýrt Hvíta-Rússlandi með harðri hendi frá 1994, virðist hafa náð endurkjöri og það örugglega. AP/Nikolai Petrov/BeITA Útlit er fyrir að forseti Hvíta-Rússlands, hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó hafi tryggt sér forsetastólinn í eitt kjörtímabil í viðbót. Útönguspár ríkisrekinna fjölmiðla í Hvíta-Rússlandi sýna fram á yfirburðasigur Lúkasjenkó sem hefur þó sjaldan fengið jafn mikla keppni. Lúkasjendko, sem hefur stýrt landinu í 26 ár, hlýtur samkvæmt útgönguspám 79,7% greiddra atkvæða en helsti andstæðingur hans, Svetlana Tíkanovskaja er sögð hljóta 6,8% atkvæða. Lukasjenkó hefur setið við völd í Mínsk frá árinu 1994 en hefur sjaldnast fengið alvöru mótspyrnu í forsetakosningum. Síðast þegar Hvítrússar gengu til atkvæða hlaut forsetinn 83,5% atkvæða. Stjórn hans hefur þó verið harðlega gagnrýnd undanfarið og hefur örlað á óvild í hans garð. Helsti mótframbjóðandi hans í ár, kennarinn Svetlana Tíkanovskaja, steig í skarðið sem myndaðist þegar eiginmanni hennar var meinað að bjóða sig fram. Hún ásamt tveimur öðrum konum Maríu Kolesníkóvu og Veroniku Tsjepkaló , sem höfðu starfað við framboð annarra frambjóðanda, mynduðu sterkt teymi sem þótt njóta nokkurs fylgis fyrir kosningarnar. #Belarus: anti-#Lukashenko protest in the town of Molodechno tonight. pic.twitter.com/mJbwKnMmQi— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) August 9, 2020 Andstæðingar Lúkasjenkó sögðu fyrir kosningarnar að búist væri við því að svindlað yrði í kosningunum og myndu fulltrúar stjórnarandstöðunnar einnig telja atkvæði til þess að forðast svindl fylgismanna forsetans. Þegar hefur komið til átaka á milli lögreglu og andstæðinga Lúkasjenkó á götum Mínsk og mótmælt er víðar. #BREAKING Clashes reported in #Belarus capital as anti-Lukashneko dispute elections resultshttps://t.co/FbI7fZI9HQ— Guy Elster (@guyelster) August 9, 2020 Hvíta-Rússland Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira
Útlit er fyrir að forseti Hvíta-Rússlands, hinn þaulsetni Alexander Lúkasjenkó hafi tryggt sér forsetastólinn í eitt kjörtímabil í viðbót. Útönguspár ríkisrekinna fjölmiðla í Hvíta-Rússlandi sýna fram á yfirburðasigur Lúkasjenkó sem hefur þó sjaldan fengið jafn mikla keppni. Lúkasjendko, sem hefur stýrt landinu í 26 ár, hlýtur samkvæmt útgönguspám 79,7% greiddra atkvæða en helsti andstæðingur hans, Svetlana Tíkanovskaja er sögð hljóta 6,8% atkvæða. Lukasjenkó hefur setið við völd í Mínsk frá árinu 1994 en hefur sjaldnast fengið alvöru mótspyrnu í forsetakosningum. Síðast þegar Hvítrússar gengu til atkvæða hlaut forsetinn 83,5% atkvæða. Stjórn hans hefur þó verið harðlega gagnrýnd undanfarið og hefur örlað á óvild í hans garð. Helsti mótframbjóðandi hans í ár, kennarinn Svetlana Tíkanovskaja, steig í skarðið sem myndaðist þegar eiginmanni hennar var meinað að bjóða sig fram. Hún ásamt tveimur öðrum konum Maríu Kolesníkóvu og Veroniku Tsjepkaló , sem höfðu starfað við framboð annarra frambjóðanda, mynduðu sterkt teymi sem þótt njóta nokkurs fylgis fyrir kosningarnar. #Belarus: anti-#Lukashenko protest in the town of Molodechno tonight. pic.twitter.com/mJbwKnMmQi— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) August 9, 2020 Andstæðingar Lúkasjenkó sögðu fyrir kosningarnar að búist væri við því að svindlað yrði í kosningunum og myndu fulltrúar stjórnarandstöðunnar einnig telja atkvæði til þess að forðast svindl fylgismanna forsetans. Þegar hefur komið til átaka á milli lögreglu og andstæðinga Lúkasjenkó á götum Mínsk og mótmælt er víðar. #BREAKING Clashes reported in #Belarus capital as anti-Lukashneko dispute elections resultshttps://t.co/FbI7fZI9HQ— Guy Elster (@guyelster) August 9, 2020
Hvíta-Rússland Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira