Amerískir kanilsnúðar með rjómaostakremi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. ágúst 2020 09:00 Mynd/Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er dugleg að gefa Íslendingum hugmyndir fyrir mat og bakstur. Hér sýnir hún hvernig hægt er að gera kanilsnúða með rjómaostakremi. Við gefum henni orðið. Þessir kanilsnúðar eru gjörsamlega geggjaðir og ég mun baka þá aftur og aftur. Amerískir kanilsnúðar eins og þeir gerast bestir! Ég fékk þessa uppskrift að láni hér, verður maður ekki að prófa uppskrift sem kemur frá Ameríku fyrst maður er að þessu? Mynd/Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Deigið: 1 msk þurrger 175 ml mjólk 95 g sykur + 1 msk 95 g smjör (brætt, ég gleymdi að bræða það og notaði smjör við stofuhita sem kom vel út ) 1 tsk kanill 2 egg 600 g hveiti 2 tsk vanilludropar Salt á hnífsoddi Aðferð: Hitið mjólkina, hún á að vera volg. Bætið þurrgeri og 1 matskeið af sykri eða hunangi saman við og hrærið. Setjið viskastykki yfir skálina og látið standa þar til byrjar að freyða í skálinni. Þegar gerblandan er klár þá bætið þið eggjum, sykri, vanilludropum og smjöri út í og hrærið með hnoðaranum í hrærivélinni. Því næst fer hveitið, kanill og saltið. Hnoðið deigið þar til það er slétt og fínt, ef ykkur finnst deigið of blautt þá setjið þið smá hveiti saman við. Hnoðið deigið í 2-3 mínútur með höndunum og setjið síðan deigið aftur í skálina, viskastykki yfir og leyfið því að hefast í klukkustund. Mynd/Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Fyllingin: 160 g púðursykur 140 g smjör, við stofuhita 2 msk kanill Aðferð: Þeytið smjörið þar til það er létt og ljós, bætið púðursykrinum saman við og kanil. Þeytið þar til fyllingin er orðin létt í sér. Þegar deigið hefur náð að tvöfalda stærð sína þá er gott að setja smá hveiti á borðflöt og fletja deigið út, því næst smyrjið þið fyllingunni á deigið og rúllið upp. Skerið deigið í jafn stóra bita og raðið í pappírsklætt eldfast mót. Leyfið snúðunum hefast enn einu sinni í 30 mínútur. Hitið ofninn í 180°C (blástur) og bakið í 18-20 mínútur. Á meðan snúðarnir eru í ofninum þá er gott að útbúa rjómaostakrem. Mynd/Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Rjómaostakrem *þetta er stór skammtur, það er trúlega alveg nóg að skipta henni í tvennt og gera helminginn 140 g smjör, við stofuhita 150 g rjómaostur, við stofuhita 250 g flórsykur + meira ef kremið er of blautt 2 tsk vanilludropar Aðferð: Þeytið smjör og rjómaost saman þar til létt og ljós, mikilvægt að nota vörur sem eru við stofuhita. Bætið flórsykrinum og vanillu saman við og þeytið áfram, ef ykkur finnst kremið of blautt þá bætið þið meiri flórsykri saman við. Leyfið snúðunum að kólna örlítið þegar þeir koma út úr ofninum.. ég beið í ca 30 sekúndur en kannski er gott að bíða lengur, ég hef enga þolinmæði. Smyrjið kreminu á snúðana og berið strax fram. Ylvolga og dásamlega! Þið getið séð nákvæmar leiðbeiningar á Instagramminu mínu, þið finnið mig undir evalaufeykjaran. Njótið vel. Kökur og tertur Uppskriftir Eva Laufey Tengdar fréttir Einfaldar en ómótstæðilegar súkkulaðibitakökur Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sýnir reglulega frá bakstri og eldamennsku á Instagram og er þar með yfir 28 þúsund fylgjendur. Um helgina ákvað hún að fá fólk með sér í bakstur og birti uppskriftina deginum áður án þess að taka fram hvað hún ætlaði að baka 11. apríl 2020 10:00 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er dugleg að gefa Íslendingum hugmyndir fyrir mat og bakstur. Hér sýnir hún hvernig hægt er að gera kanilsnúða með rjómaostakremi. Við gefum henni orðið. Þessir kanilsnúðar eru gjörsamlega geggjaðir og ég mun baka þá aftur og aftur. Amerískir kanilsnúðar eins og þeir gerast bestir! Ég fékk þessa uppskrift að láni hér, verður maður ekki að prófa uppskrift sem kemur frá Ameríku fyrst maður er að þessu? Mynd/Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Deigið: 1 msk þurrger 175 ml mjólk 95 g sykur + 1 msk 95 g smjör (brætt, ég gleymdi að bræða það og notaði smjör við stofuhita sem kom vel út ) 1 tsk kanill 2 egg 600 g hveiti 2 tsk vanilludropar Salt á hnífsoddi Aðferð: Hitið mjólkina, hún á að vera volg. Bætið þurrgeri og 1 matskeið af sykri eða hunangi saman við og hrærið. Setjið viskastykki yfir skálina og látið standa þar til byrjar að freyða í skálinni. Þegar gerblandan er klár þá bætið þið eggjum, sykri, vanilludropum og smjöri út í og hrærið með hnoðaranum í hrærivélinni. Því næst fer hveitið, kanill og saltið. Hnoðið deigið þar til það er slétt og fínt, ef ykkur finnst deigið of blautt þá setjið þið smá hveiti saman við. Hnoðið deigið í 2-3 mínútur með höndunum og setjið síðan deigið aftur í skálina, viskastykki yfir og leyfið því að hefast í klukkustund. Mynd/Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Fyllingin: 160 g púðursykur 140 g smjör, við stofuhita 2 msk kanill Aðferð: Þeytið smjörið þar til það er létt og ljós, bætið púðursykrinum saman við og kanil. Þeytið þar til fyllingin er orðin létt í sér. Þegar deigið hefur náð að tvöfalda stærð sína þá er gott að setja smá hveiti á borðflöt og fletja deigið út, því næst smyrjið þið fyllingunni á deigið og rúllið upp. Skerið deigið í jafn stóra bita og raðið í pappírsklætt eldfast mót. Leyfið snúðunum hefast enn einu sinni í 30 mínútur. Hitið ofninn í 180°C (blástur) og bakið í 18-20 mínútur. Á meðan snúðarnir eru í ofninum þá er gott að útbúa rjómaostakrem. Mynd/Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Rjómaostakrem *þetta er stór skammtur, það er trúlega alveg nóg að skipta henni í tvennt og gera helminginn 140 g smjör, við stofuhita 150 g rjómaostur, við stofuhita 250 g flórsykur + meira ef kremið er of blautt 2 tsk vanilludropar Aðferð: Þeytið smjör og rjómaost saman þar til létt og ljós, mikilvægt að nota vörur sem eru við stofuhita. Bætið flórsykrinum og vanillu saman við og þeytið áfram, ef ykkur finnst kremið of blautt þá bætið þið meiri flórsykri saman við. Leyfið snúðunum að kólna örlítið þegar þeir koma út úr ofninum.. ég beið í ca 30 sekúndur en kannski er gott að bíða lengur, ég hef enga þolinmæði. Smyrjið kreminu á snúðana og berið strax fram. Ylvolga og dásamlega! Þið getið séð nákvæmar leiðbeiningar á Instagramminu mínu, þið finnið mig undir evalaufeykjaran. Njótið vel.
Kökur og tertur Uppskriftir Eva Laufey Tengdar fréttir Einfaldar en ómótstæðilegar súkkulaðibitakökur Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sýnir reglulega frá bakstri og eldamennsku á Instagram og er þar með yfir 28 þúsund fylgjendur. Um helgina ákvað hún að fá fólk með sér í bakstur og birti uppskriftina deginum áður án þess að taka fram hvað hún ætlaði að baka 11. apríl 2020 10:00 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Einfaldar en ómótstæðilegar súkkulaðibitakökur Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sýnir reglulega frá bakstri og eldamennsku á Instagram og er þar með yfir 28 þúsund fylgjendur. Um helgina ákvað hún að fá fólk með sér í bakstur og birti uppskriftina deginum áður án þess að taka fram hvað hún ætlaði að baka 11. apríl 2020 10:00